Fótbolti

Höfða hópmálsókn gegn Ronaldo

Portúgalska knatt­spyrnu­goð­sögnin Cristiano Ron­aldo stendur frammi fyrir hóp­mál­sókn á hendur sér í Banda­ríkjunum í tengslum við sam­starf sitt við Binance, einn stærsta raf­myntar­markað í heimi. Krefjast stefn­endur þess að Ron­aldo greiði sér því sem nemur einum milljarði Banda­ríkja­dala í skaða­bætur.

Fótbolti

Brighton upp úr riðlinum

Brighton & Hove Albion er komið upp úr riðli sínum í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Enn á þó eftir að koma í ljós hvort liðið vinnur riðilinn og fer beint í 16-liða úrslit eða hvort Marseille steli toppsætinu.

Fótbolti

Robbie Keane rauk úr við­tali eftir leikinn gegn Breiða­blik

Maccabi Tel Aviv sótti 2-1 sigur gegn Breiðablik í 5. umferð riðlakeppni Sambands-deildarinnar. Írska knattspyrnugoðsögnin Robbie Keane þjálfar liðið og gaf sig til tals við undirritaðan strax að leik loknum en rauk út þegar talið barst að ísraelska fánanum sem leikmaður liðsins flaggaði við fögnuð opnunarmarksins. 

Fótbolti

Þýsk goðsgögn vill lækka Nagelsmann í tign

Þýska fótboltalandsliðið er ekki að spila vel og ekki að byrja vel undir stjórn Julian Nagelsmann. Berti Vogts er með lausnina og er hún heldur róttæk. Hann segir að þjálfarinn ætti að vera aðstoðarþjálfari liðsins á komandi Evrópumóti.

Fótbolti

„Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur“

Breiðablik tapaði leik sínum gegn Maccabi Tel Aviv á Kópavogsvelli í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir grænklæddu voru lengst af með yfirhöndina í leiknum en tókst aðeins að skora eitt mark og klaufaleg mistök leiddu til tveggja marka hjá gestunum sem dugði þeim til 1-2 sigurs. 

Fótbolti

KSÍ vill að ríkið taki þátt í að greiða fyrir pylsuna

Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands hefur form­lega óskað eftir að­komu ís­lenska ríkisins að fjár­mögnun á leigu sambandsins á hita­pylsunni svo­kölluðu sem notuð hefur verið til að gera Laugar­dals­völl, þjóðarleikvang Íslendinga, leik­færan fyrir leikina sem fram hafa farið á vellinum núna undan­farnar vikur.

Fótbolti