Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 11:30 Hákon Arnar Haraldsson fagnar eftir að hafa skorað gegn Dortmund í Þýskalandi í síðustu viku. AP/Martin Meissner Hákon Arnar Haraldsson hefur verið ausinn lofi eftir magnaða frammistöðu að undanförnu með Lille sem í kvöld á möguleika á að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hákon hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í febrúar og janúar af stuðningsmönnum Lille og hreint út sagt blómstrað eftir að hafa komist aftur á fulla ferð eftir meiðsli í haust. Þessi 21 árs Skagamaður skoraði mark Lille og átti frábæran leik í 1-1 jafnteflinu við Dortmund í síðustu viku en liðin mætast að nýju í Frakklandi klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Þrátt fyrir að hafa farið á kostum að undanförnu þá viðurkenndi Hákon á blaðamannafundi síðasta föstudag að það hefði reynst sér erfitt að þurfa að kveðja litla bróður, Hauk Andra, sem eftir að hafa fylgt á eftir Hákoni til Lille haustið 2023 er nú kominn aftur heim í raðir ÍA. Á Akranesi lék Haukur Andri, sem er 19 ára, einnig sem lánsmaður seinni hluta síðustu leiktíðar. „Hann fór heim í janúar og hélt svo kyrru fyrir. Þetta var besta lausnin fyrir hann. Honum líður vel og spilar mikið fyrir félagið okkar [ÍA]. Hann glímdi við ákveðna erfiðleika hérna,“ sagði Hákon á blaðamannafundinum fyrir helgi, áður en Lille vann svo Montpellier í frönsku 1. deildinni. Ljóst er að hann saknar þess, skiljanlega, að hafa litla bróður hjá sér. „Það var ekki auðvelt að aðlagast, raunar frekar erfitt. Það tala fáir ensku í Frakklandi og það flækir hlutina. Það er ekki auðvelt að læra frönsku. Brotthvarf hans hafði áhrif á mig, það er á hreinu. Mér leið vel með að hafa hann hérna í Lille. Á sama tíma sá ég að hann naut sín ekki vel. Ég vildi sjá hann ánægðan úti á vellinum aftur og til þess þá þurfti hann að snúa heim. Það gleður mig að sjá hann kominn í gang á nýjan leik,“ sagði Hákon. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira
Hákon hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í febrúar og janúar af stuðningsmönnum Lille og hreint út sagt blómstrað eftir að hafa komist aftur á fulla ferð eftir meiðsli í haust. Þessi 21 árs Skagamaður skoraði mark Lille og átti frábæran leik í 1-1 jafnteflinu við Dortmund í síðustu viku en liðin mætast að nýju í Frakklandi klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Þrátt fyrir að hafa farið á kostum að undanförnu þá viðurkenndi Hákon á blaðamannafundi síðasta föstudag að það hefði reynst sér erfitt að þurfa að kveðja litla bróður, Hauk Andra, sem eftir að hafa fylgt á eftir Hákoni til Lille haustið 2023 er nú kominn aftur heim í raðir ÍA. Á Akranesi lék Haukur Andri, sem er 19 ára, einnig sem lánsmaður seinni hluta síðustu leiktíðar. „Hann fór heim í janúar og hélt svo kyrru fyrir. Þetta var besta lausnin fyrir hann. Honum líður vel og spilar mikið fyrir félagið okkar [ÍA]. Hann glímdi við ákveðna erfiðleika hérna,“ sagði Hákon á blaðamannafundinum fyrir helgi, áður en Lille vann svo Montpellier í frönsku 1. deildinni. Ljóst er að hann saknar þess, skiljanlega, að hafa litla bróður hjá sér. „Það var ekki auðvelt að aðlagast, raunar frekar erfitt. Það tala fáir ensku í Frakklandi og það flækir hlutina. Það er ekki auðvelt að læra frönsku. Brotthvarf hans hafði áhrif á mig, það er á hreinu. Mér leið vel með að hafa hann hérna í Lille. Á sama tíma sá ég að hann naut sín ekki vel. Ég vildi sjá hann ánægðan úti á vellinum aftur og til þess þá þurfti hann að snúa heim. Það gleður mig að sjá hann kominn í gang á nýjan leik,“ sagði Hákon.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira