Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2025 18:03 Ronaldo Luis Nazario er hættur við að bjóða sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. AP/Manu Fernandez Brasilíska fótboltagoðsögnin Ronaldo er hættur við að bjóða sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. Hinn 48 ára gamli Ronaldo, sem heitir fullu nafni Ronaldo Luís Nazário de Lima, er einn besti knattspyrnumaður sem Brasilíumenn hafa eignast. Hann fékk tvívegis Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims og varð tvisvar heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Alls skoraði Ronaldo 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af það fyrsta á móti Íslandi 1994 og fimmtán þeirra í nítján leikjum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins Ronaldo tilkynnti um framboð sitt í desember síðastliðnum og lýsti þá yfir að hann ætlaði sér að endurheimta virðingu og orðstír Brasilíumanna eftir mörg hneykslismál meðal forseta sambandsins síðustu ár. Ronaldo er nú hættur við af því að hann taldi sig ekki fá nægan stuðning frá héraðssamböndunum. Réttara sagt hann fékk ekki einu sinni að kynna sitt framboð. ESPN segir frá. „Þegar ég reyndi fyrst að hafa samband við þessi 27 héraðssambönd þá kom ég að lokuðum dyrum hjá 23 þeirra. Ef meirihlutinn í brasilískum fótbolta telur að brasilíski fótbolti sé í góðum höndum þá skiptir engu máli hvað ég held,“ skrifaði Ronaldo í yfirlýsingu á samfélagmiðlum. „Samböndin neituðu að taka á móti mér í persónu af því að þeir voru svo ánægð með núverandi stjórnendur. Ég gat því ekki lagt fram mínar hugmyndir eða sagt frá minni framtíðarsýn. Ég fékk því miður heldur ekki tækifæri til að hlusta á þeirra áhyggjur eða fá að vita um þeirra framtíðarsýn,“ skrifaði Ronaldo. Það lítur því út að núverandi forseti, Ednaldo Rodrigues, fá ekkert mótframboð. Hinn 71 árs gamli Rodrigues var kosinn árið 2022 og varð þá 24. forseti brasilíska sambandsins frá upphafi. Depois de declarar publicamente o meu desejo de me candidatar à presidência da CBF no próximo pleito, retiro aqui, oficialmente, a minha intenção. Se a maioria com o poder de decisão entende que o futebol brasileiro está em boas mãos, pouco importa a minha opinião.Conforme já… pic.twitter.com/nOdHJkRvT7— Ronaldo Nazário (@Ronaldo) March 12, 2025 Brasilía Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Hinn 48 ára gamli Ronaldo, sem heitir fullu nafni Ronaldo Luís Nazário de Lima, er einn besti knattspyrnumaður sem Brasilíumenn hafa eignast. Hann fékk tvívegis Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims og varð tvisvar heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Alls skoraði Ronaldo 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af það fyrsta á móti Íslandi 1994 og fimmtán þeirra í nítján leikjum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins Ronaldo tilkynnti um framboð sitt í desember síðastliðnum og lýsti þá yfir að hann ætlaði sér að endurheimta virðingu og orðstír Brasilíumanna eftir mörg hneykslismál meðal forseta sambandsins síðustu ár. Ronaldo er nú hættur við af því að hann taldi sig ekki fá nægan stuðning frá héraðssamböndunum. Réttara sagt hann fékk ekki einu sinni að kynna sitt framboð. ESPN segir frá. „Þegar ég reyndi fyrst að hafa samband við þessi 27 héraðssambönd þá kom ég að lokuðum dyrum hjá 23 þeirra. Ef meirihlutinn í brasilískum fótbolta telur að brasilíski fótbolti sé í góðum höndum þá skiptir engu máli hvað ég held,“ skrifaði Ronaldo í yfirlýsingu á samfélagmiðlum. „Samböndin neituðu að taka á móti mér í persónu af því að þeir voru svo ánægð með núverandi stjórnendur. Ég gat því ekki lagt fram mínar hugmyndir eða sagt frá minni framtíðarsýn. Ég fékk því miður heldur ekki tækifæri til að hlusta á þeirra áhyggjur eða fá að vita um þeirra framtíðarsýn,“ skrifaði Ronaldo. Það lítur því út að núverandi forseti, Ednaldo Rodrigues, fá ekkert mótframboð. Hinn 71 árs gamli Rodrigues var kosinn árið 2022 og varð þá 24. forseti brasilíska sambandsins frá upphafi. Depois de declarar publicamente o meu desejo de me candidatar à presidência da CBF no próximo pleito, retiro aqui, oficialmente, a minha intenção. Se a maioria com o poder de decisão entende que o futebol brasileiro está em boas mãos, pouco importa a minha opinião.Conforme já… pic.twitter.com/nOdHJkRvT7— Ronaldo Nazário (@Ronaldo) March 12, 2025
Brasilía Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti