Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2025 13:46 Spænski miðjumaðurinn Mikel Merino hefur leyst stöðu framherja hjá Arsenal í síðustu leikjum. afp/Paul ELLIS Jamie Carragher segir að stærsta vandamál Arsenal sé ekki skorturinn á hreinræktuðum framherja. Liðið þurfi fleiri skapandi leikmenn sem geti búið til betri færi. Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn. Liðið er án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum og hefur aðeins skorað eitt mark í þeim. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 55 stig, fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Nokkrir sóknarmenn eru á meiðslalistanum hjá Arsenal, þar á meðal Bukayo Saka, Kai Havertz og Gabriel Jesus. Bent hefur verið á að Arsenal vanti hreinræktaðan framherja til að taka næsta skref. Carragher segir að skortur á slíkum leikmanni sé ekki aðalveikleiki Arsenal. „Gleymdu því að fá inn framherja. Það fyrsta sem þeir þurfa að gera er að fá fleiri skapandi leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef Arsenal hefði haft framherja, til dæmis Erling Haaland, hefðu þeir skorað fleiri mörk? Auðvitað, því hann er afburða framherji og frábær í að klára færin sín. En miðað við síðustu þrjá leiki Arsenal og færin sem þeir fengu breytir Erling Haaland engu.“ Þótt Arsenal hafi gengið illa að skora í undanförnum leikjum í ensku úrvalsdeildinni skoraði liðið sjö mörk gegn PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Liðin mætast öðru sinni annað kvöld. Ef Arsenal kemst áfram, sem allar líkur eru á eftir 1-7 sigur í fyrri leiknum, mætir liðið sigurvegaranum úr rimmu Real Madrid og Atlético Madrid. Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. 10. mars 2025 09:02 Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn. Liðið er án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum og hefur aðeins skorað eitt mark í þeim. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 55 stig, fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Nokkrir sóknarmenn eru á meiðslalistanum hjá Arsenal, þar á meðal Bukayo Saka, Kai Havertz og Gabriel Jesus. Bent hefur verið á að Arsenal vanti hreinræktaðan framherja til að taka næsta skref. Carragher segir að skortur á slíkum leikmanni sé ekki aðalveikleiki Arsenal. „Gleymdu því að fá inn framherja. Það fyrsta sem þeir þurfa að gera er að fá fleiri skapandi leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef Arsenal hefði haft framherja, til dæmis Erling Haaland, hefðu þeir skorað fleiri mörk? Auðvitað, því hann er afburða framherji og frábær í að klára færin sín. En miðað við síðustu þrjá leiki Arsenal og færin sem þeir fengu breytir Erling Haaland engu.“ Þótt Arsenal hafi gengið illa að skora í undanförnum leikjum í ensku úrvalsdeildinni skoraði liðið sjö mörk gegn PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Liðin mætast öðru sinni annað kvöld. Ef Arsenal kemst áfram, sem allar líkur eru á eftir 1-7 sigur í fyrri leiknum, mætir liðið sigurvegaranum úr rimmu Real Madrid og Atlético Madrid.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. 10. mars 2025 09:02 Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. 10. mars 2025 09:02
Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31
„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32