Enski boltinn

Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson lagði upp mark fyrir Preston í kvöld.
Stefán Teitur Þórðarson lagði upp mark fyrir Preston í kvöld. AFP/Paul ELLIS

Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson lagði upp mark Preston í ensku b-deildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið tók stig af einu efsta liði deildarinnar.

Preston gerði þá 1-1 jafntefli á útivelli á móti Sunderland.

Eftir leikinn er Sunderland í fjórða sæti en Preston er í fimmtánda sæti og hefur ekki unnið deildarleik síðan 11. febrúar.

Það munaði þó ekki miklu að Stefán Teitur hafði lagt upp sigurmarkið því Sunerland náði að jafna metin fjórum mínútum fyrir leikslok.

Þá var Stefán Teitur farinn af velli.

Stefán lagði upp mark Emil Riis Jakobsen á 66. mínútu en var svo tekinn af velli á 75. mínútu. Romaine Mundle skoraði jöfnunarmark Sunderland á 86. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×