Lífið

Co-op stuð í Sandkassanum

Strákarnir í Sandkassanum ætla að henda í sannkallaða Co-op veislu í kvöld. Dýravinir munu eflaust hafa sérstaklega gaman af streymi kvöldsins því það verður mikið um hesta, hænur og önnur dýr.

Leikjavísir

Markmiðið að gera skemmtilega tónlist og hafa gaman að vegferðinni

Sólveig Ásgeirsdóttir, Örlygur Smári og Valgeir Magnússon mynda hljómsveitina Poppvélin. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa elskað tónlist frá ungum aldri og þrátt fyrir ólíkan bakgrunn ná þau vel saman sem heild. Poppvélin er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist

Danir senda pönk til Ítalíu

Danir völdu framlag sitt í Eurovision söngvakeppnina nú í kvöld. Kvennapönksveitin Reddi verður fulltrúi Dana þegar keppnin fer fram í Tórínó í maí.

Tónlist

Bríet er mætt á íslenska listann

Íslenska söngkonan Bríet er mætt á íslenska listann með nýjasta lag sitt Cold Feet. Lagið kom út 21. janúar síðastliðinn og situr í sextánda sæti listans fyrstu vikuna sína inni eftir að hafa verið kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku. Það er nóg um að vera hjá Bríeti en samkvæmt Instagram síðu hennar er nýtt lag væntanlegt 18. mars næstkomandi.

Tónlist

Legómeistararnir Brynjar og Mikael byggja risastóra eftirlíkingu af flugvél

Tveir ungir legómeistarar vinna nú hörðum höndum að því að klára risastóra eftirlíkingu af Icelandair-flugvél, sem fær að líta dagsins ljós á næstu dögum. Vélin er fjörutíu kíló og hefur verið í smíðum í tæpar sex hundruð klukkustundir. Strákarnir segja verkefnið vissulega hafa tekið á þolinmæðina en eru vonum kátir með afraksturinn.

Lífið

„Langar að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum“

Söngkonan Kolbrún Óskarsdóttir er 18 ára gömul og lýsir sér sem miðbæjarrottu úr Reykjavík. Þessi unga söngkona gengur undir listamannsnafninu KUSK og sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Flugvélar og er unnið með dúóinu Óviti, sem Hrannar Máni og Snorri Beck skipa.

Tónlist

Mikilvægt að eiga heiðarleg samskipti um dauðann

„Maður er forréttindamanneskja að fá að vera í þessu starfi. Að fá að vera í þessu hlutverki og fá að sitja með þessu fólki,“ segir Rósa Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur og djákni á Landspítalanum. Rósa hefur áratuga reynslu af sálgæslu og að styðja við fólk á erfiðum tímum í lífi þeirra, þar á meðal einstaklingum sem greinast með krabbamein.

Lífið

„Ég er mad partý dýr“

Tónlistarmaðurinn Hugo kom fram á sjónarsviðið vorið 2021 þegar hann gaf út lagið HVÍL Í FRIÐI. Það sem einkennir þennan tónlistarmann er kannski fyrst og fremst það að enginn veit hver maðurinn á bak við Hugo er þar sem hann kemur alltaf fram með einhvers konar villikattar hjálm og hefur þetta vakið mikla athygli. Hugo er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist

Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri

„Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 

Lífið