Lífið

Brynjan bognaði inn í búkinn

Í Bandaríkjunum er frekar stór hópur manna sem leika sér að því að skjóta alls konar hluti með alls konar byssum og birta myndbönd af því á Youtube. Þessi hlið myndbandaveitunnar kallast í daglegu tali GunTube en þar hefur fjölmörgum áhugaverðum spurningum verið svarað í gegnum árin.

Lífið

„Fjallamennskan er kjarninn í mér“

„Ég hugsa um heilsuna eins og bankareikning. Ef ég sinni heilsunni ekki vel þá er ekki innistæða fyrir því sem mig langar að gera og þetta á við hvort sem fólk er íþróttafólk eða ekki. Við þurfum að hugsa þetta svona svo okkur líði vel. Vinkona mín talar oft um að „vera í formi fyrir lífið,““ segir útivistar- og afrekskonan Vilborg Arna Gissurardóttir.

Lífið samstarf

Bossar og brjóst á öld unaðar

Fjórða plata tónlistarkonunnar Janelle Monáe, The Age of Pleasure, kemur út á morgun. Monáe hefur vakið athygli undanfarna mánuði í aðdraganda útgáfunnar vegna hispursleysis í fjölmiðlum, nektar á almannafæri og kynferðislegra tónlistarmyndbanda.

Lífið

Margt líkt með golfi og kynlífi

Gerði Huld Arinbjarnardóttur, eiganda kynlífstækjaverslunarinnar Blush, er margt til lista lagt. Í nýjasta þætti af Golfaranum á Stöð 2 kemur í ljós að hún er efnilegur kylfingur og sér fjölmörg líkindi með golfi og kynlífi, til dæmis mikilvægi þess að hitta í holuna.

Lífið samstarf

Ís­lenskar mynd­listar­stjörnur sam­tímans á veg­legri sýningu

Listasafn Reykjavíkur opnar veglega yfirlitssýningu í Hafnarhúsinu næstkomandi laugardag þar sem íslenskar myndlistarstjörnur samtímans leika lykilhlutverk. Sýningin ber heitið Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld og verður þar til sýnis úrval af þeim verkum sem Listasafnið hefur eignast síðustu tvo áratugi.

Menning

Shakira fer úr boltanum í for­múluna

Kólumbíska stjarnan Shakira virðist vera búin að finna sér nýjan elsk­huga ef marka má myndir sem náðust af henni með breska ökuþórnum Lewis Hamilton í Madríd. Í síðasta mánuði sást parið einnig saman á snekkju í Miami.

Lífið

Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma

Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur.

Lífið

Eld­steikt folald með krömdum sveita-jarð­eplum

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Í þetta skiptið er það eldsteikt folald með krömdum sveita-jarðeplum og gráðostasósu.

Lífið

Draumurinn um minni brjóst varð loksins að veruleika

Júlíanna Ósk Hafberg myndlistarkona setti nýverið af stað söfnun til styrktar brjóstaminnkunaraðgerð sem hún gekkst undir á dögunum. Hún segir stór brjóst oft og tíðum ganga í erfðir og eftirspurn eftir aðgerðum gríðarlegar. Aðgerðin gekk vel.

Lífið

Dr. Gunni genginn út

Tón­list­armaður­inn Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son, eða Dr. Gunni eins og hann er ávallt kallaður, og myndlistarkonan Helena Hans­dótt­ir Asp­e­lund eru nýtt par.

Lífið

Reif sig úr spjörunum eftir sýningu og óskaði sér

Bíóunnendur eru ýmist í áfalli eða í ferðalagi niður slóðir nostalgíunnar eftir að tilkynnt í gær að fólk hefði út mánuðinn til að horfa á bíómynd í Háskólabíó í síðasta skipti. Minningarnar eru margar enda ljóst að tilkoma bíósins um miðja síðustu öld hafði mikil áhrif á menningarlíf landsmanna.

Lífið

Tvenn tímamót hjá Sverri Inga og Hrefnu Dís

Mikið er um að vera í lífi knattspyrnukappans Sverris Inga Sverrissonar og Hrefnu Dísar Halldórsdóttur flugfreyju um þessar mundir. Parið eignaðist sitt annað barn og festu kaup á 400 fermetra einbýlishúsi í Kópavogi fyrir skemmstu.

Lífið

Steinarr Lár og Guðrún selja glæsihöllina

Athafnamaðurinn og fyrrum eigandi Kúkú Campers, Steinarr Lár og Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur hafa sett glæsihöll sína við Kópavogsbraut til sölu og er ásett verð fyrir eignina 245 milljónir.

Lífið

Ballið búið í Háskólabíói

Sena hefur ákveðið að segja upp leigusamningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói frá og með næstu mánaðamótum. Framkvæmdastjóri Smárabíós, sem var þar til nýverið framkvæmdastjóri kvikmyndasviðs Senu, segir að aðsóknin hafi hreinlega ekki verið næg.

Menning