„Það er okkur mikil ánægja að kynna SOUNDBOKS 4 fyrir dyggum viðskiptavinum og tónlistarunnendum um allan heim,“ segir Jesper Theil Thomsen, stofnandi og forstjóri SOUNDBOKS.
„Þessi nýjasta útgáfa sameinar óviðjafnanleg hljómgæði á háum hljóðstyrk ásamt lengri rafhlöðuendingu sem endurspeglarmetnað okkar með áherslu á nýsköpun og tækniþróun til að veita framúrskarandi hljóðupplifun. SOUNDBOKS 4 hentar fullkomlega fyrir alla sem hafa brennandi áhuga á tónlist og vilja kraftmikinn og þéttan hljóm.“

Nýja hátalarans hefur verið beðið með eftirvæntingu en SOUNDBOKS hátalararnir eru fremstir í flokki ferðahátalara.
SOUNDBOKS hefur algerlega hitt í mark og hafa yfir 250.000 eintök þegar verið seld. Hátalararnir eru þekktir fyrir stórkostlega hljóðeiginleika jafnt utandyra sem innan og keyra upp stemninguna við öll tækifæri.
SOUNDBOKS 4 setur markið enn hærra og ryður brautina þegar kemur að hljómflutningi, sérstaklega á háum hljóðstyrk, með kristaltæran hljóm, enn öflugri bassa og hágæða hljómburði sem hristir upp í partýinu.
Öflugur magnarinn knýr hátalarann áreynslulaust og skilar kraftmiklum hljómi með tóngæðum sem slær öðrum hátölurum við. Fínstillt tónsvið tryggir jafnt hljóðstreymi fyrir djúpan bassa og háa tóna svo hver einasti taktur og laglína fær að njóta sín.

SOUNDBOKS 4 státar af af enn betri rafhlöðu sem lengir spilunartímann um heil 20%. Með aukinni rafhlöðuendingu er hægt að halda fjörinu gangandi enn þá lengur án þess að hafa áhyggjur af því að rafhlaðan tæmist. Hvort sem er í helgarútilegu, útiskemmtun eða til að djamma alla nóttina, tryggir SOUNDBOKS 4 dúndrandi tónlist sem til að njóta ógleymanlegra stunda.
SOUNDBOKS 4 fæst á 209.990 kr. og er kominn í sölu á vefsíðu SOUNDBOKS og hjá völdum söluaðilum. Nánari upplýsingar um hátalarann og eiginleika hans má finna á www.soundboks.is
