„Húmorinn hefur bjargað lífi mínu oftar en einu sinni“ Íris Hauksdóttir skrifar 20. september 2023 07:01 Sigtryggur Baldursson, betur þekktur sem Bogomil Font, er einn af stofnendum Milljónamæringanna. „Upphaflega var stefnan að spila í tvö skipti yfir eina helgi en þau plön breyttust. Við störtuðum algjöru mambó-æði sem gekk yfir landið næstu tvö ár,“ segir Sigtryggur Baldursson, betur þekktur sem Bogomil Font, einn af stofnendum Milljónamæringanna. Líklega eru fáir Íslendingar sem kannast ekki slagarana Marsbúa cha cha cha og Hæ Mambó. Um þessar mundir fagna Milljónamæringarnir þrjátíu ára afmæli plötunnar Ekki þessi leiðindi en hún innihélt meðal annars fyrrnefnda hittara ásamt fleiri ógleymanlegum lögum. Í tilefni tímamótanna hefur sveitin efnt til dansleiks sem haldinn verður í Sjálfsstæðissalnum, betur þekktur sem gamla Nasa þann 22. september næstkomandi. Nutu strax mikilla vinsælda Í samtali við blaðakonu Vísis rifjar Sigtryggur upp hvernig hann leiddist út í tónlistarbransann fyrir hálfgerða tilviljun á sínum tíma. Sigtryggur segir tilviljun hafa ráðið því að hann leiddist út í tónlist. aðsend „Ég hafði unnið með Sykurmolunum um talsvert skeið en þarna vorið 1992 stofnuðum við Steingrímur Guðmundsson, trommuleikari, Milljónamæringana. Hljómsveitin naut mikilla vinsælda og allt sumarið tróðum við upp víða um land með prógrammi sem samanstóð af gömlum slögurum.“ Fyrsta dansleikjaplata Íslandssögunnar Sjálfur hafði Sigtryggur ekki verið í ábreiðubandi áður og segir tilhugsunina hafa verið framandi á sínum tíma. „Mig langaði að gera þetta á mínum eigin forsendum. Við spiluðum klassískan djass í bland við latín músik sem var ólíkt því sem tíðkaðist hér. Í okkar huga var þetta fyrst og fremst grín og gaman en við dressuðum okkur upp og höfðum pálmatré á sviðinu. Við skemmtun okkur stórkostlega enda mikið stuð að dansa við þessa tónlist. Þetta var fljótt að springa í andlitið á okkur og þróaðist þannig að við lögðum í að gera þessa plötu, Ekki þessi leiðindi. Sjálfur vildi ég bara spila fyrir dansi svo platan endaði á að vera tekin upp á tveimur dansleikjum í Hlégarði í Mosfellsbæ um páskana 1993. Þetta er fyrsta dansleikjaplata Íslandssögunnar og innihélt fimmtán lög. Hún varð söluhæsta plata sumarsins og seldist í níu þúsund eintökum. Hljómsveitin Milljónamæringarnir brutu blað í íslenskri tónlistarsögu.aðsend Lögin nutu mikilla vinsælda og ber þar helst að nefna eina frumsamda lagið á plötunni; Marsbúa cha cha cha. Megas kom meðal annarra að textagerð en hann á til að mynda línuna „þeir gera þetta, þeir gera hitt“. Allsherjargoðinn Hilmar Hilmarsson stjórnaði svo upptökum. Plötuna heiðruðum við minningu Hauks Morthens.“ Síðan eru liðin þrjátíu ár og í tilefni þess efna félagarnir til afmælisdansleiks á gamla Nasa þann 22.september. Varð til í gríni En hvernig kom nafnið Bogomil Font til? „Það er skemmtileg saga og varð eins og margar góðar hugmyndir til í gríni. Þetta var árið 1989 og við í Sykurmolunum vorum þá staddir í Zagreb að túra. Við Bragi Ólafsson, bassaleikari, sátum þarna að sumbli á hótelbarnum og þar spratt upp sú hugmynd að setja á stofn hljómsveit þar sem meðlimir myndu spila á önnur hljóðfæri en þeir væru vanir. Í fyrstu kölluðum við sveitina Djasshljómsveit Konráðs Bé, en hann tók að sér hljómsveitarstjórahlutverkið. Þarna urðu til reglur um að búa til karaktera fyrir hljómsveitina og lögðum við strax ríka áherslu á að meðlimir sveitarinnar yrðu að vera spariklæddir. Það var hljómsveitarmeðlimum snemma ofarlega í huga að vera alltaf spariklæddir á sviði.aðsend Nafnið Bogomil varð til þetta sama kvöld þegar ég rak augun í flettidagatal. Þar kom fram að á afmælisdaginn minn ræður dýrlingurinn Bogomil ríkjum. Eftirnafnið Font fannst mér skemmtilegt í ljósi þess að Bogomil er í mínum huga af júgóslavneskum ættum. Okkur fannst þetta allt saman mjög fyndið og með tímanum þróaðist karakterinn áfram og öðlaðist eigið líf.“ 30 ára afmælisútgáfuboð Eftir tvö ár af látlausum vinsældum Milljónamæringanna fluttist Sigtryggur til Bandaríkjanna. Sveitin hélt þó sínu striki og fjöldi listamanna steig á stokk. Páll Óskar Hjálmtýsson tók fyrstur við af Sigtryggi en síðar komu fleiri söngvarar svo sem Bjarni Arason, Stefán Hilmarsson og Ragnar Bjarnason. Tónleikarnir á fimmtudagskvöldið hverfast þó eingöngu í kringum fyrstu plötuna með upprunalega hópnum. „Við höfðum rætt það undanfarin ár að gefa út vínil útgáfu af plötunni og þótti það öllum fyrirtaks hugmynd. Það var svo margt skemmtilegt sem gerðist á þessum tíma og við spiluðum mjög víða. Ég var hins vegar ekkert vanur því að syngja því ég var alltaf á trommunum. Bogomil Font sprettur hins vegar fram sem forsöngvari svo ég steig þarna inn í glænýtt hlutverk.“ Hann ítrekar að pressan hafi verið gríðarleg og hljómsveitin annaði varla vinsældum. „Við spiluðum einu sinni 34 daga í röð og ég var oft mjög hás á þessum tíma. Ef ég missti röddina spilaði ég bara á slagverkið. Í grunninn er ég slagverksleikari, Bogomil Font er bara sturtusöngvari.“ Fæðing Bogomil út úr sturtunni Spurður um fyrstu tónleika sveitarinnar segir Sigtryggur þá hafa farið fram á Hótel Sögu. „Það byrjaði þannig að maður gekk út úr þar til gerðum sturtuklefa á sviðinu og virtist vera örlítið kenndur. Hann var með handklæði vafið um sig og hóf hægt og rólega að týna á sig spjarirnar. Í kjölfarið byrjaði hann að syngja fyrsta lagið. Þetta var fæðing Bogomils Font, þegar hann steig út úr sturtunni. Nú þrjátíu árum síðar dustar hann af sér rykið og ég efast ekki um að það verði rífandi stemning að endurvekja þessa skemmtilegu tónlist. Þegar maður rýnir í textana má sjá að það er mikill húmor í þessu hjá okkur og húmorinn hefur svo sannarlega bjargað lífi mínu oftar en einu sinni.“ Tónlist Tímamót Tónleikar á Íslandi Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Líklega eru fáir Íslendingar sem kannast ekki slagarana Marsbúa cha cha cha og Hæ Mambó. Um þessar mundir fagna Milljónamæringarnir þrjátíu ára afmæli plötunnar Ekki þessi leiðindi en hún innihélt meðal annars fyrrnefnda hittara ásamt fleiri ógleymanlegum lögum. Í tilefni tímamótanna hefur sveitin efnt til dansleiks sem haldinn verður í Sjálfsstæðissalnum, betur þekktur sem gamla Nasa þann 22. september næstkomandi. Nutu strax mikilla vinsælda Í samtali við blaðakonu Vísis rifjar Sigtryggur upp hvernig hann leiddist út í tónlistarbransann fyrir hálfgerða tilviljun á sínum tíma. Sigtryggur segir tilviljun hafa ráðið því að hann leiddist út í tónlist. aðsend „Ég hafði unnið með Sykurmolunum um talsvert skeið en þarna vorið 1992 stofnuðum við Steingrímur Guðmundsson, trommuleikari, Milljónamæringana. Hljómsveitin naut mikilla vinsælda og allt sumarið tróðum við upp víða um land með prógrammi sem samanstóð af gömlum slögurum.“ Fyrsta dansleikjaplata Íslandssögunnar Sjálfur hafði Sigtryggur ekki verið í ábreiðubandi áður og segir tilhugsunina hafa verið framandi á sínum tíma. „Mig langaði að gera þetta á mínum eigin forsendum. Við spiluðum klassískan djass í bland við latín músik sem var ólíkt því sem tíðkaðist hér. Í okkar huga var þetta fyrst og fremst grín og gaman en við dressuðum okkur upp og höfðum pálmatré á sviðinu. Við skemmtun okkur stórkostlega enda mikið stuð að dansa við þessa tónlist. Þetta var fljótt að springa í andlitið á okkur og þróaðist þannig að við lögðum í að gera þessa plötu, Ekki þessi leiðindi. Sjálfur vildi ég bara spila fyrir dansi svo platan endaði á að vera tekin upp á tveimur dansleikjum í Hlégarði í Mosfellsbæ um páskana 1993. Þetta er fyrsta dansleikjaplata Íslandssögunnar og innihélt fimmtán lög. Hún varð söluhæsta plata sumarsins og seldist í níu þúsund eintökum. Hljómsveitin Milljónamæringarnir brutu blað í íslenskri tónlistarsögu.aðsend Lögin nutu mikilla vinsælda og ber þar helst að nefna eina frumsamda lagið á plötunni; Marsbúa cha cha cha. Megas kom meðal annarra að textagerð en hann á til að mynda línuna „þeir gera þetta, þeir gera hitt“. Allsherjargoðinn Hilmar Hilmarsson stjórnaði svo upptökum. Plötuna heiðruðum við minningu Hauks Morthens.“ Síðan eru liðin þrjátíu ár og í tilefni þess efna félagarnir til afmælisdansleiks á gamla Nasa þann 22.september. Varð til í gríni En hvernig kom nafnið Bogomil Font til? „Það er skemmtileg saga og varð eins og margar góðar hugmyndir til í gríni. Þetta var árið 1989 og við í Sykurmolunum vorum þá staddir í Zagreb að túra. Við Bragi Ólafsson, bassaleikari, sátum þarna að sumbli á hótelbarnum og þar spratt upp sú hugmynd að setja á stofn hljómsveit þar sem meðlimir myndu spila á önnur hljóðfæri en þeir væru vanir. Í fyrstu kölluðum við sveitina Djasshljómsveit Konráðs Bé, en hann tók að sér hljómsveitarstjórahlutverkið. Þarna urðu til reglur um að búa til karaktera fyrir hljómsveitina og lögðum við strax ríka áherslu á að meðlimir sveitarinnar yrðu að vera spariklæddir. Það var hljómsveitarmeðlimum snemma ofarlega í huga að vera alltaf spariklæddir á sviði.aðsend Nafnið Bogomil varð til þetta sama kvöld þegar ég rak augun í flettidagatal. Þar kom fram að á afmælisdaginn minn ræður dýrlingurinn Bogomil ríkjum. Eftirnafnið Font fannst mér skemmtilegt í ljósi þess að Bogomil er í mínum huga af júgóslavneskum ættum. Okkur fannst þetta allt saman mjög fyndið og með tímanum þróaðist karakterinn áfram og öðlaðist eigið líf.“ 30 ára afmælisútgáfuboð Eftir tvö ár af látlausum vinsældum Milljónamæringanna fluttist Sigtryggur til Bandaríkjanna. Sveitin hélt þó sínu striki og fjöldi listamanna steig á stokk. Páll Óskar Hjálmtýsson tók fyrstur við af Sigtryggi en síðar komu fleiri söngvarar svo sem Bjarni Arason, Stefán Hilmarsson og Ragnar Bjarnason. Tónleikarnir á fimmtudagskvöldið hverfast þó eingöngu í kringum fyrstu plötuna með upprunalega hópnum. „Við höfðum rætt það undanfarin ár að gefa út vínil útgáfu af plötunni og þótti það öllum fyrirtaks hugmynd. Það var svo margt skemmtilegt sem gerðist á þessum tíma og við spiluðum mjög víða. Ég var hins vegar ekkert vanur því að syngja því ég var alltaf á trommunum. Bogomil Font sprettur hins vegar fram sem forsöngvari svo ég steig þarna inn í glænýtt hlutverk.“ Hann ítrekar að pressan hafi verið gríðarleg og hljómsveitin annaði varla vinsældum. „Við spiluðum einu sinni 34 daga í röð og ég var oft mjög hás á þessum tíma. Ef ég missti röddina spilaði ég bara á slagverkið. Í grunninn er ég slagverksleikari, Bogomil Font er bara sturtusöngvari.“ Fæðing Bogomil út úr sturtunni Spurður um fyrstu tónleika sveitarinnar segir Sigtryggur þá hafa farið fram á Hótel Sögu. „Það byrjaði þannig að maður gekk út úr þar til gerðum sturtuklefa á sviðinu og virtist vera örlítið kenndur. Hann var með handklæði vafið um sig og hóf hægt og rólega að týna á sig spjarirnar. Í kjölfarið byrjaði hann að syngja fyrsta lagið. Þetta var fæðing Bogomils Font, þegar hann steig út úr sturtunni. Nú þrjátíu árum síðar dustar hann af sér rykið og ég efast ekki um að það verði rífandi stemning að endurvekja þessa skemmtilegu tónlist. Þegar maður rýnir í textana má sjá að það er mikill húmor í þessu hjá okkur og húmorinn hefur svo sannarlega bjargað lífi mínu oftar en einu sinni.“
Tónlist Tímamót Tónleikar á Íslandi Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira