Fréttir Útkall vegna slyss í fiskiskipi Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið vegna slys á fiskiskipi í utanverðum Húnaflóa. Innlent 24.10.2024 19:38 Hákon og Oddur Þorri skipaðir héraðsdómarar Dómsmálaráðherra hefur skipað Hákon Þorsteinsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands frá 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra hefur jafnframt frá sama tíma skipað Odd Þorra Viðarsson í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða. Innlent 24.10.2024 19:31 Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. Innlent 24.10.2024 19:16 Tveimur deildum á leikskóla í Hveragerði lokað vegna E.coli smits Tvær deildir á leikskólanum Óskalandi í Hveragerði verða lokaðar á morgun eftir að barn á leikskólanum greindist með E.coli í dag. Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að barnið var í leikskólanum Mánagarði en hóf aðlögun í Óskalandi á mánudag. Innlent 24.10.2024 18:31 Sonur hinnar látnu í gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt. Innlent 24.10.2024 18:19 Starfsfólk í áfalli vegna hópsýkingar, gjald á nikótínvörur og hjónarúm á sviði Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. Coli-sýkingar og á þriðja tug hafa greinst. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við leikskólastjóra sem segir alla starfsmenn skólans í áfalli vegna málsins. Innlent 24.10.2024 18:01 Nú 27 börn veik vegna e.coli sýkingarinnar Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans. Innlent 24.10.2024 17:20 Gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Tyrkneski herinn hefur gert loftárásir á meintar stöðva Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi og Írak eftir að fimm létu lífið í hryðjuverkaárás í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. Ráðamenn segja tugi vígamanna hafa verið fellda. Erlent 24.10.2024 16:40 Forystukonan sem sögð er hafa grátið sig á þing Inga Sæland formaður Flokks fólksins mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum og Íslandi í dag í kvöld. Hún segir eðlilega breytingar eiga sér stað á framboðslistum flokksins, þótt einn þingmanna hans hafi sagt sig úr flokknum vegna þeirra. Innlent 24.10.2024 16:00 Verkföll í tveimur skólum til viðbótar Verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar í tveimur skólum til viðbótar í október og í nóvember. Það eru Heiðarskóli í Reykjanesbæ og Árbæjarskóli í Reykjavík sem bætast í hóp skóla þar sem til stendur að fara í verkfallsagðerðir. Innlent 24.10.2024 15:33 Vísar því til föðurhúsanna að hann sé „með orðljótari mönnum“ „Ég kannast ekki alveg við þessa lýsingu á sjálfum mér,“ segir Sigurjón Þórðarson, oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, eftir að hafa verið sagður „með orðljótari mönnum“. Innlent 24.10.2024 15:26 „Við þurfum að losa okkur við það fólk“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stoppa þurfi þá sem sækja um vernd á Íslandi en koma hingað fyrst og fremst til að fremja glæpi. Innlent 24.10.2024 15:23 Segir kennara fagna hugmyndinni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu. Innlent 24.10.2024 14:54 Hátt á annað hundrað milljónir vegna óvæntra forsetaskipta Auknar fjárheimildir upp á tæpar 150 milljónir króna vegna ófyrirséðra forsetaskipta eru lagðar til í fjáraukalögum starfandi fjármálaráðherra. Þar af er kostnaður við öryggismál og endurbætur á íbúðarhúsnæði á Bessastöðum um 86 milljónir króna. Innlent 24.10.2024 14:49 Einn látinn eftir að lest fór af sporinu í Noregi Lest sem var á leið frá Þrándheimi til Bodø í Noregi fór af sporinu í dag þegar aurskriða lenti á henni. Að minnsta kosti einn er látinn og fjórir eru sagðir slasaðir. Erlent 24.10.2024 14:49 Segir spjallþjarka bera ábyrgð á sjálfsvígi sonar hennar Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones. Erlent 24.10.2024 14:03 Veikindi á fimm af sjö deildum leikskólans Sóttvarnalæknir segir rannsókn á uppruna E.coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði í fullum gangi og þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun. Innlent 24.10.2024 13:57 Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. Innlent 24.10.2024 13:56 Vopnaðir lögreglumenn og lokaðar götur í næstu viku Umfangsmiklar götulokanir verða í Reykjavík í næstu viku, vegna þings Norðurlandaráðs, auk þess sem vopnaðir lögreglumenn munu sinna öryggisgæslu. Verulegar takmarkanir verða einnig á umferð um Þingvelli á mánudag. Innlent 24.10.2024 13:21 Varaþingmaður hættur í flokknum og úthúðar Ásthildi Lóu Georg Eiður Arnarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann flokksins í kjördæminu, hafa sagst ekki hafa tíma fyrir kjördæmið og ekki efni á að kalla inn varaþingmann. Innlent 24.10.2024 11:59 Allt næsta ár undir til að halda byltingunni áfram Hátt í fjörutíu samtök munu í dag afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna kröfugerð og krefjast aðgerða svo ná megi fullu jafnrétti. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá allt næsta ár, þegar 50 ár verða liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum. Innlent 24.10.2024 11:49 Andlát konu til rannsóknar og tvö börn alvarlega veik eftir sýkinguna á Mánagarði Í hádegisfréttum fjöllum við um andlát konu á sjötugsaldri sem lögregla er nú með til rannsóknar. Innlent 24.10.2024 11:39 Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. Innlent 24.10.2024 10:48 Fjölgar í hópi alvarlega veikra barna Af sjö börnum úr leikskólanum Mánagarði sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins með staðfesta E.coli-sýkingu eru tvö alvarlega veik. Tíu eru með staðfesta sýkingu. Innlent 24.10.2024 10:47 Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020. Erlent 24.10.2024 10:44 Jakob Frímann yfirgefur Flokk fólksins Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, las í upphafi þingfundar í morgun þá athugasemd að Jakob Frímann Magnússon hafi nú yfirgefið Flokk fólksins. Innlent 24.10.2024 10:41 Veðurstofan varar við óveðri í fyrramálið Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir morgundaginn víða um land þar sem búist er við suðaustan hvassviðri, stormi eða jafnvel roki. Innlent 24.10.2024 10:41 Karlar á jeppum og því er snjóruðningur góður Talsverð vinna hefur verið lögð í það í fjárlögum að finna út hvaða áhrif lögin hafa á jafnrétti kynjanna. Þannig er að finna sérstakan kafla í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gerð er grein fyrir þessari vinnu og niðurstöðum hennar. Innlent 24.10.2024 10:24 Með andlát konu á sjötugsaldri til rannsóknar Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri. Innlent 24.10.2024 10:13 „Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. Innlent 24.10.2024 10:12 « ‹ 75 76 77 78 79 80 81 82 83 … 334 ›
Útkall vegna slyss í fiskiskipi Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið vegna slys á fiskiskipi í utanverðum Húnaflóa. Innlent 24.10.2024 19:38
Hákon og Oddur Þorri skipaðir héraðsdómarar Dómsmálaráðherra hefur skipað Hákon Þorsteinsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands frá 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra hefur jafnframt frá sama tíma skipað Odd Þorra Viðarsson í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða. Innlent 24.10.2024 19:31
Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. Innlent 24.10.2024 19:16
Tveimur deildum á leikskóla í Hveragerði lokað vegna E.coli smits Tvær deildir á leikskólanum Óskalandi í Hveragerði verða lokaðar á morgun eftir að barn á leikskólanum greindist með E.coli í dag. Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að barnið var í leikskólanum Mánagarði en hóf aðlögun í Óskalandi á mánudag. Innlent 24.10.2024 18:31
Sonur hinnar látnu í gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt. Innlent 24.10.2024 18:19
Starfsfólk í áfalli vegna hópsýkingar, gjald á nikótínvörur og hjónarúm á sviði Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. Coli-sýkingar og á þriðja tug hafa greinst. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við leikskólastjóra sem segir alla starfsmenn skólans í áfalli vegna málsins. Innlent 24.10.2024 18:01
Nú 27 börn veik vegna e.coli sýkingarinnar Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans. Innlent 24.10.2024 17:20
Gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Tyrkneski herinn hefur gert loftárásir á meintar stöðva Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi og Írak eftir að fimm létu lífið í hryðjuverkaárás í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. Ráðamenn segja tugi vígamanna hafa verið fellda. Erlent 24.10.2024 16:40
Forystukonan sem sögð er hafa grátið sig á þing Inga Sæland formaður Flokks fólksins mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum og Íslandi í dag í kvöld. Hún segir eðlilega breytingar eiga sér stað á framboðslistum flokksins, þótt einn þingmanna hans hafi sagt sig úr flokknum vegna þeirra. Innlent 24.10.2024 16:00
Verkföll í tveimur skólum til viðbótar Verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar í tveimur skólum til viðbótar í október og í nóvember. Það eru Heiðarskóli í Reykjanesbæ og Árbæjarskóli í Reykjavík sem bætast í hóp skóla þar sem til stendur að fara í verkfallsagðerðir. Innlent 24.10.2024 15:33
Vísar því til föðurhúsanna að hann sé „með orðljótari mönnum“ „Ég kannast ekki alveg við þessa lýsingu á sjálfum mér,“ segir Sigurjón Þórðarson, oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, eftir að hafa verið sagður „með orðljótari mönnum“. Innlent 24.10.2024 15:26
„Við þurfum að losa okkur við það fólk“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stoppa þurfi þá sem sækja um vernd á Íslandi en koma hingað fyrst og fremst til að fremja glæpi. Innlent 24.10.2024 15:23
Segir kennara fagna hugmyndinni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir umdeildri hugmynd hennar um móttökuskóla fyrir erlend börn hafa verið tekið vel af kennurum og skólastjórnendum. Ráðherra og frambjóðandi til Alþingis hafa sagt hugmynd hennar hættulega og í anda aðskilnaðarstefnu. Innlent 24.10.2024 14:54
Hátt á annað hundrað milljónir vegna óvæntra forsetaskipta Auknar fjárheimildir upp á tæpar 150 milljónir króna vegna ófyrirséðra forsetaskipta eru lagðar til í fjáraukalögum starfandi fjármálaráðherra. Þar af er kostnaður við öryggismál og endurbætur á íbúðarhúsnæði á Bessastöðum um 86 milljónir króna. Innlent 24.10.2024 14:49
Einn látinn eftir að lest fór af sporinu í Noregi Lest sem var á leið frá Þrándheimi til Bodø í Noregi fór af sporinu í dag þegar aurskriða lenti á henni. Að minnsta kosti einn er látinn og fjórir eru sagðir slasaðir. Erlent 24.10.2024 14:49
Segir spjallþjarka bera ábyrgð á sjálfsvígi sonar hennar Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones. Erlent 24.10.2024 14:03
Veikindi á fimm af sjö deildum leikskólans Sóttvarnalæknir segir rannsókn á uppruna E.coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði í fullum gangi og þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun. Innlent 24.10.2024 13:57
Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. Innlent 24.10.2024 13:56
Vopnaðir lögreglumenn og lokaðar götur í næstu viku Umfangsmiklar götulokanir verða í Reykjavík í næstu viku, vegna þings Norðurlandaráðs, auk þess sem vopnaðir lögreglumenn munu sinna öryggisgæslu. Verulegar takmarkanir verða einnig á umferð um Þingvelli á mánudag. Innlent 24.10.2024 13:21
Varaþingmaður hættur í flokknum og úthúðar Ásthildi Lóu Georg Eiður Arnarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann flokksins í kjördæminu, hafa sagst ekki hafa tíma fyrir kjördæmið og ekki efni á að kalla inn varaþingmann. Innlent 24.10.2024 11:59
Allt næsta ár undir til að halda byltingunni áfram Hátt í fjörutíu samtök munu í dag afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna kröfugerð og krefjast aðgerða svo ná megi fullu jafnrétti. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá allt næsta ár, þegar 50 ár verða liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum. Innlent 24.10.2024 11:49
Andlát konu til rannsóknar og tvö börn alvarlega veik eftir sýkinguna á Mánagarði Í hádegisfréttum fjöllum við um andlát konu á sjötugsaldri sem lögregla er nú með til rannsóknar. Innlent 24.10.2024 11:39
Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. Innlent 24.10.2024 10:48
Fjölgar í hópi alvarlega veikra barna Af sjö börnum úr leikskólanum Mánagarði sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins með staðfesta E.coli-sýkingu eru tvö alvarlega veik. Tíu eru með staðfesta sýkingu. Innlent 24.10.2024 10:47
Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020. Erlent 24.10.2024 10:44
Jakob Frímann yfirgefur Flokk fólksins Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, las í upphafi þingfundar í morgun þá athugasemd að Jakob Frímann Magnússon hafi nú yfirgefið Flokk fólksins. Innlent 24.10.2024 10:41
Veðurstofan varar við óveðri í fyrramálið Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir morgundaginn víða um land þar sem búist er við suðaustan hvassviðri, stormi eða jafnvel roki. Innlent 24.10.2024 10:41
Karlar á jeppum og því er snjóruðningur góður Talsverð vinna hefur verið lögð í það í fjárlögum að finna út hvaða áhrif lögin hafa á jafnrétti kynjanna. Þannig er að finna sérstakan kafla í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gerð er grein fyrir þessari vinnu og niðurstöðum hennar. Innlent 24.10.2024 10:24
Með andlát konu á sjötugsaldri til rannsóknar Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri. Innlent 24.10.2024 10:13
„Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. Innlent 24.10.2024 10:12