Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. desember 2025 11:18 Til stendur að opna leikskólann í mars á næsta ári. Vísir/Anton Brink Kostnaðurinn við kaup og uppbyggingu á leikskólanum Brákarborg er kominn yfir þrjá milljarða. Mál leikskólans hefur spannað þrjá borgarstjóra og eru leikskólabörnin enn ekki snúin aftur í húsnæðið. Árið 2020 samþykkti borgarráð að festa kaup á Kleppsvegi 150-152, þar sem áður var kynlífstækjaverslunin Adam og Eva og arkitektarstofa. Í júlí sama ár var gert ráð fyrir að verkefnið myndi kosta alls 1,43 milljarða króna, þar með innifalin kaupin á húsnæðinu sem þurfi þó að rífa. Þann 18. nóvember 2025 var verðbættur kostnaður kominn í rúma 3,2 milljarða króna samkvæmt sundurliðun um heildarkostnað. Þar eru innifaldar tæpar tvö hundruð milljónir króna sem fóru í að færa leikskólabörnin í húsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir á leikskólanum. Frestað fram í mars Kostnaðurinn við leikskólann sjálfan nam um 2,4 milljörðum króna, þar með talin undirbúningur, útboðsverk, umsjón og eftirlit, kaup á búnaði og kaup á húsnæði. Lagfæringar og endurbætur sem hefur þurft að ráðast í hafa síðan kostað, með verðbætum, rétt rúmar fimm hundruð milljónir. Gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í mars 2026. Jarðsvæðið og bílastæði við leikskólann á Kleppsvegi kostuðu þá rúmar 129 milljónir króna. Þá kostaði tæpar tvö hundruð milljónir að gera skrifstofuhúsnæðið í Ármúla hæft fyrir starfsemina og að flytja hana yfir. Þar með talin er leiga á húsnæðinu, sem í október er komin upp í tæpar 120 milljónir króna. Mál sem spannar þrjá borgarstjóra Framkvæmdir við leikskólann hófust í október árið 2021. Ári síðar tóku leikskólabörn að mæta í leikskólann við Kleppsveg, en þá voru enn framkvæmdir í gangi. Starfsfólk hafði fengið eina kvöldstund til að flytja allt dót á milli húsnæða. Tveimur árum síðar fór að bera á sprungum í veggjum byggingarinnar og hurðakarmar voru orðnir skakkir þar sem reiknað álag frá ásteypulagi og torfi leikskólans var meira en tilgreint var á teikningum. Allir nemendurnir voru því fluttir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir, sumarið 2024. Einar Þorsteinsson kallaði eftir að framkvæmdirnar yrðu teknar og loks í sumar var birt skýrsla Innri endurskoðunar þar sem kemur fram að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Þar kemur fram að framkvæmdir hófust áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnun lágu fyrir frá byggingarfulltrúa. Ekki hafi verið framkvæmd sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna þegar borgin keypti þær árið 2021. Fyrst stóð til að starfsemin yrði aftur færð í húsnæðið á Kleppsvegi í lok september 2025. Því var hins vegar frestað fyrst til október og svo aftur fram í mars árið 2026. Mistök við byggingu Brákarborgar Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Árið 2020 samþykkti borgarráð að festa kaup á Kleppsvegi 150-152, þar sem áður var kynlífstækjaverslunin Adam og Eva og arkitektarstofa. Í júlí sama ár var gert ráð fyrir að verkefnið myndi kosta alls 1,43 milljarða króna, þar með innifalin kaupin á húsnæðinu sem þurfi þó að rífa. Þann 18. nóvember 2025 var verðbættur kostnaður kominn í rúma 3,2 milljarða króna samkvæmt sundurliðun um heildarkostnað. Þar eru innifaldar tæpar tvö hundruð milljónir króna sem fóru í að færa leikskólabörnin í húsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir á leikskólanum. Frestað fram í mars Kostnaðurinn við leikskólann sjálfan nam um 2,4 milljörðum króna, þar með talin undirbúningur, útboðsverk, umsjón og eftirlit, kaup á búnaði og kaup á húsnæði. Lagfæringar og endurbætur sem hefur þurft að ráðast í hafa síðan kostað, með verðbætum, rétt rúmar fimm hundruð milljónir. Gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í mars 2026. Jarðsvæðið og bílastæði við leikskólann á Kleppsvegi kostuðu þá rúmar 129 milljónir króna. Þá kostaði tæpar tvö hundruð milljónir að gera skrifstofuhúsnæðið í Ármúla hæft fyrir starfsemina og að flytja hana yfir. Þar með talin er leiga á húsnæðinu, sem í október er komin upp í tæpar 120 milljónir króna. Mál sem spannar þrjá borgarstjóra Framkvæmdir við leikskólann hófust í október árið 2021. Ári síðar tóku leikskólabörn að mæta í leikskólann við Kleppsveg, en þá voru enn framkvæmdir í gangi. Starfsfólk hafði fengið eina kvöldstund til að flytja allt dót á milli húsnæða. Tveimur árum síðar fór að bera á sprungum í veggjum byggingarinnar og hurðakarmar voru orðnir skakkir þar sem reiknað álag frá ásteypulagi og torfi leikskólans var meira en tilgreint var á teikningum. Allir nemendurnir voru því fluttir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir, sumarið 2024. Einar Þorsteinsson kallaði eftir að framkvæmdirnar yrðu teknar og loks í sumar var birt skýrsla Innri endurskoðunar þar sem kemur fram að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Þar kemur fram að framkvæmdir hófust áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnun lágu fyrir frá byggingarfulltrúa. Ekki hafi verið framkvæmd sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna þegar borgin keypti þær árið 2021. Fyrst stóð til að starfsemin yrði aftur færð í húsnæðið á Kleppsvegi í lok september 2025. Því var hins vegar frestað fyrst til október og svo aftur fram í mars árið 2026.
Mistök við byggingu Brákarborgar Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent