Erlent

900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir á­hrifum á­fengis

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglan í Japan hefur sent skýr skilaboð til landsmanna: Ekki drekka og hjóla.
Lögreglan í Japan hefur sent skýr skilaboð til landsmanna: Ekki drekka og hjóla. Getty

Lögregluyfirvöld í Japan hafa svipt um 900 einstaklinga ökuleyfinu, eftir að viðkomandi voru stöðvaðir við að hjóla undir áhrifum áfengis.

Einstaklingarnir voru sviptir á grundvelli nýrra reglna sem kveða á um að yfirvöldi megi dæma einstaklinga sem hjóla undir áhrifum áfengis í allt að þriggja ára fangelsi eða sekta þá um allt að 500 þúsund yen, jafnvirði 400 þúsund króna.

Þá geta yfirvöld einnig sektað þá sem bjóða hjólreiðamönnum áfengi eða sjá ölvuðum fyrir hjólum.

Hvað varðar sviptingar ökuleyfis þá hafa lögregluyfirvöld fært þau rök að þeir sem hjóla ölvaðir séu líklegir til að aka ölvaðir og ógna þannig almannaöryggi.

Yfir 4.500 einstaklingar voru stöðvaðir við að hjóla undir áhrifum á tímabilinu nóvember 2024 til júní 2025. Þá voru 72.000 hjólreiðaslys skráð árið 2023, sem jafngildir 20 prósent af öllum umferðarslysum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×