Innlent

Tekist á um fangelsismálin og Út­varps­stjóri ræðir fram­tíð Söngva­keppninnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðu mála varðandi uppbyggingu nýs fangelsis á Suðurlandi. 

Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra gagnrýndi seinagang í málinu en núverandi dómsmálaráðherra segir að kostnaðurinn við hugmyndir Guðrúnar hafi vaxið sér í augum og því sé nú unnið að því að draga úr honum.

Einnig verður rætt við útvarpsstjóra RÚV sem segir ljóst að einhverjir lagahöfundar muni draga framlög sín til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins í ljósi þess að Ísland verður ekki með Eurovision.

Þá fjöllum við um nýja úttekt Viðskiptaráðs sem sýnir að dregið hafi úr opnunartíma opinberra stofnana eftir að stytting vinnuvikunnar varð almenn.

Í sportpakka dagsins verður hitað upp fyrir Evrópuleik Blika á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×