Fallhlífin flæktist í stélið Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2025 11:46 Ástralskur fallhlífarstökkvari komst í hann krappann í haust þegar hann losaði óvart varafallhlíf sína, þegar hann stökk út úr flugvél. Fallhlífin flæktist í stéli flugvélarinnar og þar hékk maðurinn um tíma, áður en honum tókst að losa sig og féll hann þá aftur til jarðar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Ástralíu (ATSB) hefur birt myndband af atvikinu samhliða skýrslu sem gefin var út í morgun. Atvikið átti sér stað þann 20. september, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Ástralíu, þegar sautján manna hópur fór í fallhlífarstökk úr rúmlega 4.500 metra hæð. Þegar fyrstu tveir mennirnir voru að koma sér úr flugvélinni flæktist handfang varafallhlífar hans í væng flugvélarinnar og opnaðist. Við það féll hann af flugvélinni og lenti í leiðinni á hinum manninum sem var að koma sér fyrir svo hann féll til jarðar. Fyrri maðurinn féll þó ekki til jarðar þar sem fallhlífin flæktist í stéli flugvélarinnar. Báðir mennirnir voru með myndavélar á sér og einnig var búið að koma fyrir myndavél á væng flugvélarinnar svo atvikið var fangað á myndband. Myndband ATSB um slysið má sjá hér að neðan. Skýrslu stofnunarinnar má finna hér. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan tókst manninum að skera sig lausan en hann slasaðist á fótum þegar þeir lentu á stélinu. Eftir að hann féll aftur til jarðar tókst manninum að opna aðalfallhlíf sína og losa flækjurnar sem mynduðust. Honum tókst í kjölfarið að lenda á jörðu niðri og komst tiltölulega óskaddaður frá þessu. Einnig tókst að lenda flugvélinni, þó stélið hefði skemmst og að fallhlífin hefði enn verið föst á stélinu. Sjá má frétt ríkisútvarps Ástralíu um atvikið í spilaranum hér að neðan. Ástralía Fréttir af flugi Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Ástralíu (ATSB) hefur birt myndband af atvikinu samhliða skýrslu sem gefin var út í morgun. Atvikið átti sér stað þann 20. september, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Ástralíu, þegar sautján manna hópur fór í fallhlífarstökk úr rúmlega 4.500 metra hæð. Þegar fyrstu tveir mennirnir voru að koma sér úr flugvélinni flæktist handfang varafallhlífar hans í væng flugvélarinnar og opnaðist. Við það féll hann af flugvélinni og lenti í leiðinni á hinum manninum sem var að koma sér fyrir svo hann féll til jarðar. Fyrri maðurinn féll þó ekki til jarðar þar sem fallhlífin flæktist í stéli flugvélarinnar. Báðir mennirnir voru með myndavélar á sér og einnig var búið að koma fyrir myndavél á væng flugvélarinnar svo atvikið var fangað á myndband. Myndband ATSB um slysið má sjá hér að neðan. Skýrslu stofnunarinnar má finna hér. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan tókst manninum að skera sig lausan en hann slasaðist á fótum þegar þeir lentu á stélinu. Eftir að hann féll aftur til jarðar tókst manninum að opna aðalfallhlíf sína og losa flækjurnar sem mynduðust. Honum tókst í kjölfarið að lenda á jörðu niðri og komst tiltölulega óskaddaður frá þessu. Einnig tókst að lenda flugvélinni, þó stélið hefði skemmst og að fallhlífin hefði enn verið föst á stélinu. Sjá má frétt ríkisútvarps Ástralíu um atvikið í spilaranum hér að neðan.
Ástralía Fréttir af flugi Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira