Innlent

Trampólín á flugi og vagn á hliðinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Sorpu í Gufunesi þar sem sannarlega blæs.
Frá Sorpu í Gufunesi þar sem sannarlega blæs. Vísir

Það er leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu þennan daginn, eða austan 13-20 m/s og rigning, en suðaustan 10-18 og skúrir upp úr hádegi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður fólk um að fara varlega og huga að lausamunum, ekki síst trampólínum sem iðulega fara á loft í veðri sem þessu.

Á meðfylgjandi myndskeiði er einmitt trampólín sem fauk í Mosfellsbænum á tíunda í morgun, en myndskeiðið tók vegfarandi sem þar var á göngu með hundinn sinn.

Þá sendi lesandi Vísis myndir með fréttaskoti af vagni á hliðinni og fleiri fjúkandi hlutum hjá Sorpu í Gufunesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×