Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. desember 2025 16:49 Bakaríið Hygge var lokað í alls 245 daga á meðan beðið var eftir rekstrarleyfi. Vísir/Anton Brink Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu íbúa í grennd við bakaríið og kaffihúsið Hygge á Barónsstíg. Íbúarnir lögðu fram stjórnvaldskæru og kölluðu eftir því að starfsleyfi staðarins yrði afturkallað, meðal annars vegna sorphirðumála og mengunar. Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 lögðu fram stjórnvaldskæru um miðjan nóvember þar sem þau kröfðust þess að starfsleyfi Hygge yrði afturkallað. Staðurinn var opnaður í júlí eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfinu. Meðal þess sem tafði leyfisveitinguna voru sorphirðumálin. „Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ sagði Axel Þorsteinsson, einn eigenda, á Bylgjunni í sumar. Í kærunni er reifuð forsagan þar sem kemur fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir slæmri umgengni í ruslagerðinu, sem bæði íbúar húsanna og veitingastaðurinn Grazie Trattoria notuðu. Í umsögn heilbrigðiseftirlitsins kom fram að ruslagerðið væri ekki nægilega stórt fyrir bæði Grazie og Hygge og segja íbúar að það hefði átt að leiða til þess að umsókn Hygge hefði aldrei verið samþykkt. Þá er einnig sett út á að veruleg lyktarmengun berist í sameign húsanna og frá útblæstri á svölum íbúðar 501. Rörin séu ekki í samræmi við lög og frágangurinn hafi leitt til mengunar og skerðingar loftgæða fyrir íbúa hússins. Höfnuðu kröfunum Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tók kæruna fyrir en hafnaði kröfum íbúanna um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa út starfsleyfi til tólf ára til reksturs kaffihúss að Barónsstíg 6. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að byggingarfulltrúi hafi fyrst veitt neikvæða umsögn um að nýta sameignarlóðina fyrir sorpaðstöðu, en síðan skipt um skoðun í júlímánuði. Þótt breytingin hafi ekki verið rökstudd kemur fram að í samningi Hygge og seljanda fasteigna í fjölbýlishúsinu frá 2021 kveður skýrt á um aðgengi leigutaka atvinnurýmis á jarðhæð að sorpaðstöðunni. Þegar litið var til kvartana um að útblásturinn væri mengandi fyrir íbúa segir að fyrirkomulag loftræstingarinnar sé óheppilegt. Þó sé ákvæði um að útsog úr eldhúsum skuli almennt ná upp fyrir efstu klæðningu þaks en embættið taldi staðsetningu útsogsins ekki vera í ósamræmi við greint ákvæði byggingarreglugerðarinnar. „Fyrir liggur að útsog frá hinni umdeildu starfsemi er við enda rúmgóðra svala íbúðar 501 í húsinu að Hverfisgötu 96 og nær ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins. Verður að telja fyrirkomulag loftræsingarinnar óheppilegt með tilliti til grenndaráhrifa gagnvart íbúum þeirrar íbúðar,“ segir í niðurstöðunum. „Aftur á móti er ljóst af orðalagi ákvæðisins að ekki er um ófrávíkjanlegt skilyrði að ræða. Þrátt fyrir að útsogið nái ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins verður ekki talið að ósamræmið fari gegn tilvitnuðum ákvæðum byggingarreglugerðar þannig að raskað geti gildi hins kærða starfsleyfis.“ Reykjavík Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Sorphirða Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Íbúar við Hverfisgötu 94 til 96 og Barónsstíg 6 lögðu fram stjórnvaldskæru um miðjan nóvember þar sem þau kröfðust þess að starfsleyfi Hygge yrði afturkallað. Staðurinn var opnaður í júlí eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfinu. Meðal þess sem tafði leyfisveitinguna voru sorphirðumálin. „Þannig að í stuttu máli þá var þannig að þeir vildu ekki að upprunalega sorpið sem var þarna frá fyrrum veitingastað væri þarna sem það átti að vera. Þannig við þurftum að finna aðra lausn og við þurftum að koma því fyrir og þeir að koma og gefa grænt ljós. Þá mátti það allt í einu ekki vera þar og þeir hættu við. Þá þurftum við aftur að fara grafa eitthvað og þá allt í einu mátti upprunalega sorpið vera til staðar,“ sagði Axel Þorsteinsson, einn eigenda, á Bylgjunni í sumar. Í kærunni er reifuð forsagan þar sem kemur fram að ítrekað hafi verið kvartað yfir slæmri umgengni í ruslagerðinu, sem bæði íbúar húsanna og veitingastaðurinn Grazie Trattoria notuðu. Í umsögn heilbrigðiseftirlitsins kom fram að ruslagerðið væri ekki nægilega stórt fyrir bæði Grazie og Hygge og segja íbúar að það hefði átt að leiða til þess að umsókn Hygge hefði aldrei verið samþykkt. Þá er einnig sett út á að veruleg lyktarmengun berist í sameign húsanna og frá útblæstri á svölum íbúðar 501. Rörin séu ekki í samræmi við lög og frágangurinn hafi leitt til mengunar og skerðingar loftgæða fyrir íbúa hússins. Höfnuðu kröfunum Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tók kæruna fyrir en hafnaði kröfum íbúanna um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að gefa út starfsleyfi til tólf ára til reksturs kaffihúss að Barónsstíg 6. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að byggingarfulltrúi hafi fyrst veitt neikvæða umsögn um að nýta sameignarlóðina fyrir sorpaðstöðu, en síðan skipt um skoðun í júlímánuði. Þótt breytingin hafi ekki verið rökstudd kemur fram að í samningi Hygge og seljanda fasteigna í fjölbýlishúsinu frá 2021 kveður skýrt á um aðgengi leigutaka atvinnurýmis á jarðhæð að sorpaðstöðunni. Þegar litið var til kvartana um að útblásturinn væri mengandi fyrir íbúa segir að fyrirkomulag loftræstingarinnar sé óheppilegt. Þó sé ákvæði um að útsog úr eldhúsum skuli almennt ná upp fyrir efstu klæðningu þaks en embættið taldi staðsetningu útsogsins ekki vera í ósamræmi við greint ákvæði byggingarreglugerðarinnar. „Fyrir liggur að útsog frá hinni umdeildu starfsemi er við enda rúmgóðra svala íbúðar 501 í húsinu að Hverfisgötu 96 og nær ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins. Verður að telja fyrirkomulag loftræsingarinnar óheppilegt með tilliti til grenndaráhrifa gagnvart íbúum þeirrar íbúðar,“ segir í niðurstöðunum. „Aftur á móti er ljóst af orðalagi ákvæðisins að ekki er um ófrávíkjanlegt skilyrði að ræða. Þrátt fyrir að útsogið nái ekki upp fyrir efstu klæðningu þaks hússins verður ekki talið að ósamræmið fari gegn tilvitnuðum ákvæðum byggingarreglugerðar þannig að raskað geti gildi hins kærða starfsleyfis.“
Reykjavík Bakarí Veitingastaðir Rekstur hins opinbera Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Sorphirða Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent