Innlent

Konan sem ekið var á er látin

Árni Sæberg skrifar
Konan sem ekið var á á mánudag er látin.
Konan sem ekið var á á mánudag er látin.

Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær.

Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn málsins miði vel en talið sé að staða gangbrautarljósanna hafi verið með þeim hætti að rautt ljós hafi verið fyrir akandi umferð þegar slysið varð.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaki tildrög slyssins.

Ellefu hafa nú látist í umferðinni á árinu en ungur karlmaður lést í árekstri á Vesturlandsvegi sama dag og ekið var á konuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×