Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

„Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram“

Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands munu standa vaktina í alla nótt, venju samkvæmt, og fylgjast með jarðhræringunum á Reykjanesi. Unnið er á tvöföldum þessa dagana en staðan nú um miðnætti var óbreitt frá því fyrr í kvöld; Enn eru merki um óróa þótt nokkuð hafi dregið úr frá því síðdegis, en jarðskjálftavirkni er enn mikil.

Innlent
Fréttamynd

Dagurinn í myndum: „Þetta eru mjög spennandi tímar“

Þetta eru spennandi tímar fyrir jarðvísindin og á hverjum degi sem líður í þeim jarðhræringum sem nú standa yfir á Reykjanesi læra vísindamenn eitthvað nýtt. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Síðast varð eldgos á svæðinu á þrettándu öld og nú er útlit fyrir að fljótlega kunni aftur að gjósa, þótt margt sé óljóst ennþá.

Innlent
Fréttamynd

Koma fyrir mælitækjum vegna mögulegrar gasmengunar í Vogum

Búnaður til að mæla styrk brennisteinsdíoxíðs hefur verið komið fyrir í Vogum vegna möguleikans á að gos hefjist í nágrenni Keilis á Reykjanesskaga. Umhverfisstofnun ætlar að setja upp mæla á fleiri stöðum á Reykjanesi eins fljótt og mögulegt er.

Innlent
Fréttamynd

Um sautján hundruð jarðskjálftar mælst frá miðnætti

Óróamerki er einn vel greinanalegt á Reykjanesi suður af Keili við Litla Hrút og sést óróinn best á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga, þó það hafi heldur minkað eftir klukkan fimm í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofunnar nú fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili

„Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur.

Innlent
Fréttamynd

Minnir á tíma Kröflueldanna

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir jarðhræringarnar á Reykjanesi minna nokkuð á Kröflueldana á áttunda og níunda áratugnum. Páll var gestur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann greindi stöðuna. Hann segir það ennþá vera nokkuð á reiki hvað rétt sé að kalla atburðina sem nú eru í gangi.

Innlent
Fréttamynd

Voru að undirbúa drónaflug yfir skjálftasvæðið þegar þær þurftu að snúa við

Vísindakonurnar Ásta Rut Hjartardóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Ester Hlíðar Jenssen, landmótunarfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, voru staddar á jarðskjálftasvæðinu við Keili síðdegis í dag þegar þeim barst tilkynning um að vart hafi orðið við gosóróa á svæðinu. Þær voru að undirbúa drónaflug yfir svæðið þegar tilkynningin barst og þurftu þá að snúa við.

Innlent
Fréttamynd

Kortleggja minjar sem gætu farið undir hraun

Friðaðar og friðlýstar minjar, þar á meðal bæjarstæði, hús og kirkjur, gætu farið undir hraun ef gos hæfist á Reykjanesi. Minjastofnun hefur kortlagt hvaða menningarminjar sem hún hefur á skrá séu í hættu út frá nýjasta spálíkani eldfjallafræði- og náttúruváhóps Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi

Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Veðurstofan mun birta spá um gasmengun samfara veðurfréttum ef af gosi verður.

Innlent
Fréttamynd

Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu

Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla vaktar veginn við Keili

Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið.

Innlent
Fréttamynd

Líklegast að hraun renni til suðurs

Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Biðla til fólks að halda sig heima

Björgunarsveitir á Reykjanesskaga voru kallaðar út á þriðja tímanum og eru nú í viðbragðsstöðu eftir að Veðurstofa Íslands gaf út að óróapúls hafi mælst suður af Keili við Litla-Hrút. Slík merki mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið.

Innlent
Fréttamynd

Heyra hvorki drunur né finna skjálfta

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki fundið fyrir neinum óróa. Engar drunur heyrist og jörð hafi varla skolfið frá því um hádegi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Stöðug skjálftavirkni og óróamerki áfram

Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið.

Innlent
Fréttamynd

Gæti verið upphaf tveggja til þriggja áratuga goshrinu

Störf Alþingis gætu fljótlega markast af verulegri náttúruvá og þingmenn þurfa þá að gæta þess að vinna þverpólitískt, halda ró sinni og treysta vísindum. Þetta sagði Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna og jarðfræðingur, í umræðum um störf þingsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Öflugur skjálfti í Grikklandi

Stór jarðskjálfti varð í Grikklandi í morgun (skömmu eftir hádegi að staðartíma) en engar fregnir hafa enn sem komið er borist af mannskaða eða tjóni. Skjálftinn varð nærri bænum Larissa í miðhluta Grikklands.

Erlent
Fréttamynd

Sprungu­gos á Reykja­nes­skaga vart staðið lengur en í viku

Algengt hraunmagn í sprungugosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga er í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Þá hefur hvert gos vart staðið lengur en í viku eða svo þótt þau hafi stundum varað lengur en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna.

Innlent
Fréttamynd

Tveir snarpir skjálftar í nótt

Eftir smá hlé síðdegis í gær og gærkvöldi frá öflugum skjálftum í jarðskjálftahrinunni sem nú skekur Reykjanesskagann vöknuðu ef til vill einhverjir íbúar suðvesturhornsins við tvo snarpa skjálfta sem urðu í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Marg­falt fleiri skjálftar á viku en heilu ári

Enn mælist mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga. Nú síðdegis hefur fjöldi skjálfta á svæðinu mælst svipaður og síðustu daga en skjálftarnir verið heldur minni. Frá upphafi hrinunnar í síðustu viku hafa mælst rúmlega fjórfalt fleiri skjálftar á svæðinu en allt árið 2019.

Innlent