Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2021 12:35 Gunnar sagði ekki síst mikilvægt að vera meðvitaður um að börn væru sérstaklega viðkvæm fyrir gasmengun og að þau færu fljót að finna fyrir henni þegar þau reyndu á sig úti við. Vísir/Vilhelm Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar lungnalæknis á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli nú í morgun. Gunnar Guðmundsson lungnalæknir. Brennisteinsdíoxíð er ekki eina gasið á gosstöðvunum sem er hættulegt því þar er að finna önnur gös, til dæmis koldíoxíð og kolmónoxíð, sem geta valdið köfnun. Allar gastegundirnar vega þyngra en andrúmsloftið og safnast fyrir í til dæmis lægðum og kjöllurum húsa. Gunnar fór yfir einkenni brennisteinsdíoxíðs, sem eru fyrst sviði í nefi, munni og efri öndurnarfærum. Þá ertir það augu. Við meiri styrk veldur það hósta og mjög hár styrkur getur valdið lungnabjúg, sem er bráður lungnaskaði. Gasmengun Á upplýsingafundinum í morgun kom meðal annars fram að Veðurstofan fylgist með þróun mála við gosstöðvarnar allan sólahringinn og lætur vita af stórvæglegum breytingum í samvinnu við Almannavarnir. Íbúar geti því sofið rólega. Veðurstofan uppfærir reglulega gasspá á veður.is en spáin er einnig á loftgæði.is, þar sem finna má upplýsingar um raunstöðu, uppfærða á tíu mínútna fresti, og leiðbeiningar um viðbrögð við loftmengun í eldgosum. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, varaði við því að aðstæður gætu breyst hratt og því væri gott að fylgjast bæði með rauntímaupplýsingunum og spánni, ekki síst í breytilegri átt. Gunnar sagði rannsókn í kjölfar gossins í Holuhrauni hafa sýnt að í á sama tíma og gasstyrkur mældist hár sótti fólk í auknum mæli heilbrigðisþjónustu vegna öndunarfæraeinkenna. Þá var einnig meira um sölu á lyfjum vegna þeirra. Lungnalæknirinn mælti raunar með því að fólk sem þjáðist af lungnasjúkdómum hefði samband við heilsugæsluna og gætti að því að það ætti nóg af sínum innöndunarlyfjum og mögulega einnig hraðvirkum berkjuvíkkandi lyfjum. Hann hvatti lungnasjúklinga til að freistast ekki til að opna glugga heldur fjárfesta heldur í viftu og hvatti þá til að halda sér í hreyfingu innanhúss ef tilmæli væru um að halda sig inni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar lungnalæknis á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli nú í morgun. Gunnar Guðmundsson lungnalæknir. Brennisteinsdíoxíð er ekki eina gasið á gosstöðvunum sem er hættulegt því þar er að finna önnur gös, til dæmis koldíoxíð og kolmónoxíð, sem geta valdið köfnun. Allar gastegundirnar vega þyngra en andrúmsloftið og safnast fyrir í til dæmis lægðum og kjöllurum húsa. Gunnar fór yfir einkenni brennisteinsdíoxíðs, sem eru fyrst sviði í nefi, munni og efri öndurnarfærum. Þá ertir það augu. Við meiri styrk veldur það hósta og mjög hár styrkur getur valdið lungnabjúg, sem er bráður lungnaskaði. Gasmengun Á upplýsingafundinum í morgun kom meðal annars fram að Veðurstofan fylgist með þróun mála við gosstöðvarnar allan sólahringinn og lætur vita af stórvæglegum breytingum í samvinnu við Almannavarnir. Íbúar geti því sofið rólega. Veðurstofan uppfærir reglulega gasspá á veður.is en spáin er einnig á loftgæði.is, þar sem finna má upplýsingar um raunstöðu, uppfærða á tíu mínútna fresti, og leiðbeiningar um viðbrögð við loftmengun í eldgosum. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, varaði við því að aðstæður gætu breyst hratt og því væri gott að fylgjast bæði með rauntímaupplýsingunum og spánni, ekki síst í breytilegri átt. Gunnar sagði rannsókn í kjölfar gossins í Holuhrauni hafa sýnt að í á sama tíma og gasstyrkur mældist hár sótti fólk í auknum mæli heilbrigðisþjónustu vegna öndunarfæraeinkenna. Þá var einnig meira um sölu á lyfjum vegna þeirra. Lungnalæknirinn mælti raunar með því að fólk sem þjáðist af lungnasjúkdómum hefði samband við heilsugæsluna og gætti að því að það ætti nóg af sínum innöndunarlyfjum og mögulega einnig hraðvirkum berkjuvíkkandi lyfjum. Hann hvatti lungnasjúklinga til að freistast ekki til að opna glugga heldur fjárfesta heldur í viftu og hvatti þá til að halda sér í hreyfingu innanhúss ef tilmæli væru um að halda sig inni.
Gasmengun Á upplýsingafundinum í morgun kom meðal annars fram að Veðurstofan fylgist með þróun mála við gosstöðvarnar allan sólahringinn og lætur vita af stórvæglegum breytingum í samvinnu við Almannavarnir. Íbúar geti því sofið rólega. Veðurstofan uppfærir reglulega gasspá á veður.is en spáin er einnig á loftgæði.is, þar sem finna má upplýsingar um raunstöðu, uppfærða á tíu mínútna fresti, og leiðbeiningar um viðbrögð við loftmengun í eldgosum. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, varaði við því að aðstæður gætu breyst hratt og því væri gott að fylgjast bæði með rauntímaupplýsingunum og spánni, ekki síst í breytilegri átt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40