Fyrst sviði, þá hósti og svo lungnabjúgur allt að tveimur dögum seinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2021 12:35 Gunnar sagði ekki síst mikilvægt að vera meðvitaður um að börn væru sérstaklega viðkvæm fyrir gasmengun og að þau færu fljót að finna fyrir henni þegar þau reyndu á sig úti við. Vísir/Vilhelm Brennisteinsdíoxíð getur valdið eringu í húð, slímhúð og efri hluta öndunarfæra. Mikið magn getur valdið svokölluðum lungnabjúg en tveir sólahringar geta liðið þar til hann kemur fram. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar lungnalæknis á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli nú í morgun. Gunnar Guðmundsson lungnalæknir. Brennisteinsdíoxíð er ekki eina gasið á gosstöðvunum sem er hættulegt því þar er að finna önnur gös, til dæmis koldíoxíð og kolmónoxíð, sem geta valdið köfnun. Allar gastegundirnar vega þyngra en andrúmsloftið og safnast fyrir í til dæmis lægðum og kjöllurum húsa. Gunnar fór yfir einkenni brennisteinsdíoxíðs, sem eru fyrst sviði í nefi, munni og efri öndurnarfærum. Þá ertir það augu. Við meiri styrk veldur það hósta og mjög hár styrkur getur valdið lungnabjúg, sem er bráður lungnaskaði. Gasmengun Á upplýsingafundinum í morgun kom meðal annars fram að Veðurstofan fylgist með þróun mála við gosstöðvarnar allan sólahringinn og lætur vita af stórvæglegum breytingum í samvinnu við Almannavarnir. Íbúar geti því sofið rólega. Veðurstofan uppfærir reglulega gasspá á veður.is en spáin er einnig á loftgæði.is, þar sem finna má upplýsingar um raunstöðu, uppfærða á tíu mínútna fresti, og leiðbeiningar um viðbrögð við loftmengun í eldgosum. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, varaði við því að aðstæður gætu breyst hratt og því væri gott að fylgjast bæði með rauntímaupplýsingunum og spánni, ekki síst í breytilegri átt. Gunnar sagði rannsókn í kjölfar gossins í Holuhrauni hafa sýnt að í á sama tíma og gasstyrkur mældist hár sótti fólk í auknum mæli heilbrigðisþjónustu vegna öndunarfæraeinkenna. Þá var einnig meira um sölu á lyfjum vegna þeirra. Lungnalæknirinn mælti raunar með því að fólk sem þjáðist af lungnasjúkdómum hefði samband við heilsugæsluna og gætti að því að það ætti nóg af sínum innöndunarlyfjum og mögulega einnig hraðvirkum berkjuvíkkandi lyfjum. Hann hvatti lungnasjúklinga til að freistast ekki til að opna glugga heldur fjárfesta heldur í viftu og hvatti þá til að halda sér í hreyfingu innanhúss ef tilmæli væru um að halda sig inni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar lungnalæknis á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli nú í morgun. Gunnar Guðmundsson lungnalæknir. Brennisteinsdíoxíð er ekki eina gasið á gosstöðvunum sem er hættulegt því þar er að finna önnur gös, til dæmis koldíoxíð og kolmónoxíð, sem geta valdið köfnun. Allar gastegundirnar vega þyngra en andrúmsloftið og safnast fyrir í til dæmis lægðum og kjöllurum húsa. Gunnar fór yfir einkenni brennisteinsdíoxíðs, sem eru fyrst sviði í nefi, munni og efri öndurnarfærum. Þá ertir það augu. Við meiri styrk veldur það hósta og mjög hár styrkur getur valdið lungnabjúg, sem er bráður lungnaskaði. Gasmengun Á upplýsingafundinum í morgun kom meðal annars fram að Veðurstofan fylgist með þróun mála við gosstöðvarnar allan sólahringinn og lætur vita af stórvæglegum breytingum í samvinnu við Almannavarnir. Íbúar geti því sofið rólega. Veðurstofan uppfærir reglulega gasspá á veður.is en spáin er einnig á loftgæði.is, þar sem finna má upplýsingar um raunstöðu, uppfærða á tíu mínútna fresti, og leiðbeiningar um viðbrögð við loftmengun í eldgosum. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, varaði við því að aðstæður gætu breyst hratt og því væri gott að fylgjast bæði með rauntímaupplýsingunum og spánni, ekki síst í breytilegri átt. Gunnar sagði rannsókn í kjölfar gossins í Holuhrauni hafa sýnt að í á sama tíma og gasstyrkur mældist hár sótti fólk í auknum mæli heilbrigðisþjónustu vegna öndunarfæraeinkenna. Þá var einnig meira um sölu á lyfjum vegna þeirra. Lungnalæknirinn mælti raunar með því að fólk sem þjáðist af lungnasjúkdómum hefði samband við heilsugæsluna og gætti að því að það ætti nóg af sínum innöndunarlyfjum og mögulega einnig hraðvirkum berkjuvíkkandi lyfjum. Hann hvatti lungnasjúklinga til að freistast ekki til að opna glugga heldur fjárfesta heldur í viftu og hvatti þá til að halda sér í hreyfingu innanhúss ef tilmæli væru um að halda sig inni.
Gasmengun Á upplýsingafundinum í morgun kom meðal annars fram að Veðurstofan fylgist með þróun mála við gosstöðvarnar allan sólahringinn og lætur vita af stórvæglegum breytingum í samvinnu við Almannavarnir. Íbúar geti því sofið rólega. Veðurstofan uppfærir reglulega gasspá á veður.is en spáin er einnig á loftgæði.is, þar sem finna má upplýsingar um raunstöðu, uppfærða á tíu mínútna fresti, og leiðbeiningar um viðbrögð við loftmengun í eldgosum. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, varaði við því að aðstæður gætu breyst hratt og því væri gott að fylgjast bæði með rauntímaupplýsingunum og spánni, ekki síst í breytilegri átt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. 9. apríl 2021 11:40