Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2021 11:27 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. Nýjustu gígarnir eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst og þar sem hraun rennur í Geldingadali og hinna nýrri gíga, norðar í gígaröðinni, þaðan sem hraun hefur runnið bæði í Geldingadali og Meradali. Ekki er útlit fyrir að nein augljós breyting hafi orðið á virkninni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. „Það má alveg búast við þessu sérstaklega eftir atburði síðustu daga að þá er þetta ósköp eðlileg þróun og kannski líka vert að benda á það að kvikan virðist vera að koma upp um sprungu sem voru þarna fyrir, þannig að hún er bara að nýta sér veikleika í skorpunni til þess að komast upp á yfirborðið.“ Að neðan má sjá myndband af nýju gígunum. Má reikna með enn fleiri sprungum Þorvaldur segir að búast megi við að fleiri sprungur muni opnast. „Ef framleiðnin núna í gosinu er orðin nokkurn veginn sú sama og innflæðið inn í ganginn að þá næst eitthvert jafnvægi og ef þessi gígop sem er núna virk halda áfram að vera virk að þá býst ég ekki við miklum breytingum, ef innflæðið er nokkurn veginn það sama og útflæðið. Ef framleiðnin í gosinu eða útflæðið er minna heldur en það sem er að koma inn í ganginn að þá getum við alveg búist við áframhaldandi sviðsmynd sem er svipuð því sem við höfum séð á síðustu dögum,“ segir Þorvaldur. Getur verið varhugavert Mörg hundruð manns hafa sótt gosstöðvarnar nær daglega síðan eldgosið hófst. Þorvaldur segir það geta verið varhugavert að vera á ákveðnum svæðum enda geti sprungur opnast nær fyrirvaralaust. „Það er alltaf varhugavert að vera á þeim svæðum sem eru í línu við gíganna og nálægt gígunum. Sprungurnar geta opnast þar. Svæðið sem er afmarkað af almannavörnum sem hættusvæði, það er ekki ráðlagt að vera innan þess. Það er miklu betra fyrir fólk að halda sig utan við það svæði og bara njóta útsýnisins,“ segir Þorvaldur. Búist er við að mengun frá gosinu berist til norðurs yfir Vatnsleysuströnd í dag og jafnvel líka til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Þá getur gasmengun við gosstöðvarnar alltaf farið yfir hættumörk og því öruggast að horfa með vindinn í bakið. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Nýjustu gígarnir eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst og þar sem hraun rennur í Geldingadali og hinna nýrri gíga, norðar í gígaröðinni, þaðan sem hraun hefur runnið bæði í Geldingadali og Meradali. Ekki er útlit fyrir að nein augljós breyting hafi orðið á virkninni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. „Það má alveg búast við þessu sérstaklega eftir atburði síðustu daga að þá er þetta ósköp eðlileg þróun og kannski líka vert að benda á það að kvikan virðist vera að koma upp um sprungu sem voru þarna fyrir, þannig að hún er bara að nýta sér veikleika í skorpunni til þess að komast upp á yfirborðið.“ Að neðan má sjá myndband af nýju gígunum. Má reikna með enn fleiri sprungum Þorvaldur segir að búast megi við að fleiri sprungur muni opnast. „Ef framleiðnin núna í gosinu er orðin nokkurn veginn sú sama og innflæðið inn í ganginn að þá næst eitthvert jafnvægi og ef þessi gígop sem er núna virk halda áfram að vera virk að þá býst ég ekki við miklum breytingum, ef innflæðið er nokkurn veginn það sama og útflæðið. Ef framleiðnin í gosinu eða útflæðið er minna heldur en það sem er að koma inn í ganginn að þá getum við alveg búist við áframhaldandi sviðsmynd sem er svipuð því sem við höfum séð á síðustu dögum,“ segir Þorvaldur. Getur verið varhugavert Mörg hundruð manns hafa sótt gosstöðvarnar nær daglega síðan eldgosið hófst. Þorvaldur segir það geta verið varhugavert að vera á ákveðnum svæðum enda geti sprungur opnast nær fyrirvaralaust. „Það er alltaf varhugavert að vera á þeim svæðum sem eru í línu við gíganna og nálægt gígunum. Sprungurnar geta opnast þar. Svæðið sem er afmarkað af almannavörnum sem hættusvæði, það er ekki ráðlagt að vera innan þess. Það er miklu betra fyrir fólk að halda sig utan við það svæði og bara njóta útsýnisins,“ segir Þorvaldur. Búist er við að mengun frá gosinu berist til norðurs yfir Vatnsleysuströnd í dag og jafnvel líka til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Þá getur gasmengun við gosstöðvarnar alltaf farið yfir hættumörk og því öruggast að horfa með vindinn í bakið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06