Segir fólk eiga það til að vera kærulaust við hraunið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. apríl 2021 12:00 Fólk hefur hætt sér ansi nálægt hrauninu. Vísir/Vilhelm Opið verður fyrir umferð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli til klukkan níu í kvöld, líkt og síðustu daga. Yfirlögregluþjónn segir útlit fyrir nokkuð gott veður en ítrekar að staðan á svæðinu sé háð sífelldu endurmati, vegna hættu á gasmengun. Fólki er þá ráðlagt að vera ekki of nálægt hrauninu. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir að ákvörðunin um að loka svæðinu velti á veðri og vindum, sem hafi áhrif á styrk gasmengunar á svæðinu. „Það er gott veður en eins og hefur komið fram höfum við áhyggjur af gasmengun. Það er opið, við höfum ekki tekið ákvörðun um að loka en það getur breyst með stuttum fyrirvara, ef vindáttir breytast,“ segir Bjarney Hún segir að fólk sem gerir sér ferð að svæðinu eigi það til að vera nokkuð kærulaust, og fara of nálægt nýlegu hrauni. „Það er þarna kriki á milli sprungnanna sem fólk fer of nálægt og er í storknuðu hraunflæðinu. Það getur á stuttum tíma, 40 til 60 mínútum, farið yfir svæðið.“ Og þá er fólk bara fast? „Já, það getur lent í því. Við erum með ljósmyndir sem við höfum fengið þar sem fjöldi fólks er á milli gossprungna, bara 30 manns. Stuttu seinna fáum við aðra mynd og þá er búið að flæða yfir á þeim stað sem fólk var,“ segir Bjarney og beinir því til fólks sem hyggur á ferðir að gosstöðvunum að fylgjast vel með upplýsingum frá lögreglu og Landlækni um gasmengun á svæðinu. Hún segir þá að talsvert hafi dregið úr umferðarþunga um svæðið. „Ætli það sé ekki bara eðlilegri fjöldi sem er að heimsækja þetta núna. Þetta var spennandi í upphafi en á öllu sýnist okkur þetta ekkert vera að hætta hvort eð er, þannig að fólk kemur þegar það hefur nægan tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira
Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir að ákvörðunin um að loka svæðinu velti á veðri og vindum, sem hafi áhrif á styrk gasmengunar á svæðinu. „Það er gott veður en eins og hefur komið fram höfum við áhyggjur af gasmengun. Það er opið, við höfum ekki tekið ákvörðun um að loka en það getur breyst með stuttum fyrirvara, ef vindáttir breytast,“ segir Bjarney Hún segir að fólk sem gerir sér ferð að svæðinu eigi það til að vera nokkuð kærulaust, og fara of nálægt nýlegu hrauni. „Það er þarna kriki á milli sprungnanna sem fólk fer of nálægt og er í storknuðu hraunflæðinu. Það getur á stuttum tíma, 40 til 60 mínútum, farið yfir svæðið.“ Og þá er fólk bara fast? „Já, það getur lent í því. Við erum með ljósmyndir sem við höfum fengið þar sem fjöldi fólks er á milli gossprungna, bara 30 manns. Stuttu seinna fáum við aðra mynd og þá er búið að flæða yfir á þeim stað sem fólk var,“ segir Bjarney og beinir því til fólks sem hyggur á ferðir að gosstöðvunum að fylgjast vel með upplýsingum frá lögreglu og Landlækni um gasmengun á svæðinu. Hún segir þá að talsvert hafi dregið úr umferðarþunga um svæðið. „Ætli það sé ekki bara eðlilegri fjöldi sem er að heimsækja þetta núna. Þetta var spennandi í upphafi en á öllu sýnist okkur þetta ekkert vera að hætta hvort eð er, þannig að fólk kemur þegar það hefur nægan tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira