Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Skyndiaðgerð til að tryggja gögn frá tifandi eldstöð

Óvæntur liðsauki sem Almannavarnir fengu á Vatnajökli í vikunni, frá ólíkum félögum, stofnunum og einstaklingum, tryggði að samband rofnaði ekki við tækjabúnað sem vaktar eldstöðina Grímsvötn. Stefndi í að bilun rafstöðvar á Grímsfjalli myndi valda sambandsleysi við rannsóknartæki Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna

Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur Hús­víkinga til að huga að skjálfta­vörnum

Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup ekki hafið en eldstöðin komin á tíma

Hlaup er ekki hafið í Grímsvötnum og allt er með kyrrum kjörum eins og er. GPS stöð, sem staðsett er á íshellu á Grímsvötnum, sýndi merki um hreyfingar fyrir helgi en af þeim sökum tölu náttúruvársérfræðingar að líklegt væri að hlaup væri hafið. Allt kom þó fyrir ekki.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hlaup heldur hallandi staur

Ástæða þess að útlit var fyrir að Grímsvatnahlaup væri hafið fyrir helgina er nú fundin, en staur sem GPS-mælir er festu á var farinn að halla og því leit út fyrir að yfirborð væri að lækka og hlaup því að hefjast.

Innlent