Útsýni úr tjaldinu yfir gosstöðvarnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2021 23:44 Einn þreyttur ferðalangur ákvað að leggja sig í tjaldi í Geldingadal í nótt. Jón Sigmar Ævarsson Aðfaranótt sunnudags lögðu margir leið sína að gosstöðvunum í Geldingardal. Svæðið er sérlega erfitt yfirferðar í myrkri og gangan oft upp í móti svo hún getur tekið á. Þá gerði þokan í nótt mörgum erfitt fyrir. Þegar á staðinn er komið tekur hins vegar tignarlegt gos á móti fólki sem sumum þykir stórfenglegra en þeir bjuggust við. Í nótt stóð björgunarsveitarfólk vaktina í og við Fagradalsfjall og aðstoðaði þá sem lentu í vanda. Ýmislegt vakti athygli þeirra, meðal annars tjald sem einn göngumannanna sló upp og lagði sig svo í. Sá passaði sig á að hafa útsýnið fyrir framan sig og þurfti rétt að renna frá til að sjá eldgosið. Þeir Ingólfur og Jakob úr björgunarsveitinni Ársæli gengu um svæðið í nótt en þeim þótti sem margir hefðu mátt búa sig betur til ferðarinnar. „Þetta eru tíu kílómetrar. Fólk er í svona fimm sex tíma að labba þetta sem er ekki í góðu gönguformi. Fólk er að koma hérna ekki með bakpoka. Hvorki nesti né drykki. Skiptir máli að drekka mikið í svona göngutúrum. Sérstaklega ef fólk er lengi að fara yfir svæðið,“ sagði Jakob Þór Gíslason. Björgunarsveitarfólk gekk um svæðið í alla nótt og fylgdist með. Vísir/Lillý Aron Dagur Beck var á ferð með pabba sínum í nótt. Þeir feðgar hlupu hluta leiðarinnar og voru því aðeins um tvo og hálfan tíma á leiðinni svæðið. „Þetta var mjög torfarin leið og ég átti von á að hún yrði aðeins greiðari,“ sagði Aron um leiðina. Það sem hafi tekið á móti þeim við komuna hafi verið „bara stórfenglegt“ og í raun stórfenglegra en hann bjóst við. Fleiri spöruðu ekki lýsingarorðin. „Þetta er bara geggjað. Það er svona Once in a lifetime að sjá þetta,“ Margrét Ýr sem var á ferðinni í nótt ásamt Agli og ferfætling. Hraunflæðið var nokkurt síðustu nótt og hættu margir sér ansi nærri ólgandi hrauninu.Vísir/Lillý Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var yfir sig hrifinn af því sem hann sá. „Þetta er rosa tryllt. Maður trúir þessu varla. Ég kom líka í þokunni og svo sá ég svona óljóst. Sá hraunin brjótast hérna fram og hvernig þetta rennur.“ Þegar birta tók um klukkan hálf átta í morgun tók fólki að fjölga á svæðinu og um miðjan dag var staðið nokkuð þétt víða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þegar á staðinn er komið tekur hins vegar tignarlegt gos á móti fólki sem sumum þykir stórfenglegra en þeir bjuggust við. Í nótt stóð björgunarsveitarfólk vaktina í og við Fagradalsfjall og aðstoðaði þá sem lentu í vanda. Ýmislegt vakti athygli þeirra, meðal annars tjald sem einn göngumannanna sló upp og lagði sig svo í. Sá passaði sig á að hafa útsýnið fyrir framan sig og þurfti rétt að renna frá til að sjá eldgosið. Þeir Ingólfur og Jakob úr björgunarsveitinni Ársæli gengu um svæðið í nótt en þeim þótti sem margir hefðu mátt búa sig betur til ferðarinnar. „Þetta eru tíu kílómetrar. Fólk er í svona fimm sex tíma að labba þetta sem er ekki í góðu gönguformi. Fólk er að koma hérna ekki með bakpoka. Hvorki nesti né drykki. Skiptir máli að drekka mikið í svona göngutúrum. Sérstaklega ef fólk er lengi að fara yfir svæðið,“ sagði Jakob Þór Gíslason. Björgunarsveitarfólk gekk um svæðið í alla nótt og fylgdist með. Vísir/Lillý Aron Dagur Beck var á ferð með pabba sínum í nótt. Þeir feðgar hlupu hluta leiðarinnar og voru því aðeins um tvo og hálfan tíma á leiðinni svæðið. „Þetta var mjög torfarin leið og ég átti von á að hún yrði aðeins greiðari,“ sagði Aron um leiðina. Það sem hafi tekið á móti þeim við komuna hafi verið „bara stórfenglegt“ og í raun stórfenglegra en hann bjóst við. Fleiri spöruðu ekki lýsingarorðin. „Þetta er bara geggjað. Það er svona Once in a lifetime að sjá þetta,“ Margrét Ýr sem var á ferðinni í nótt ásamt Agli og ferfætling. Hraunflæðið var nokkurt síðustu nótt og hættu margir sér ansi nærri ólgandi hrauninu.Vísir/Lillý Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var yfir sig hrifinn af því sem hann sá. „Þetta er rosa tryllt. Maður trúir þessu varla. Ég kom líka í þokunni og svo sá ég svona óljóst. Sá hraunin brjótast hérna fram og hvernig þetta rennur.“ Þegar birta tók um klukkan hálf átta í morgun tók fólki að fjölga á svæðinu og um miðjan dag var staðið nokkuð þétt víða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira