Útsýni úr tjaldinu yfir gosstöðvarnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2021 23:44 Einn þreyttur ferðalangur ákvað að leggja sig í tjaldi í Geldingadal í nótt. Jón Sigmar Ævarsson Aðfaranótt sunnudags lögðu margir leið sína að gosstöðvunum í Geldingardal. Svæðið er sérlega erfitt yfirferðar í myrkri og gangan oft upp í móti svo hún getur tekið á. Þá gerði þokan í nótt mörgum erfitt fyrir. Þegar á staðinn er komið tekur hins vegar tignarlegt gos á móti fólki sem sumum þykir stórfenglegra en þeir bjuggust við. Í nótt stóð björgunarsveitarfólk vaktina í og við Fagradalsfjall og aðstoðaði þá sem lentu í vanda. Ýmislegt vakti athygli þeirra, meðal annars tjald sem einn göngumannanna sló upp og lagði sig svo í. Sá passaði sig á að hafa útsýnið fyrir framan sig og þurfti rétt að renna frá til að sjá eldgosið. Þeir Ingólfur og Jakob úr björgunarsveitinni Ársæli gengu um svæðið í nótt en þeim þótti sem margir hefðu mátt búa sig betur til ferðarinnar. „Þetta eru tíu kílómetrar. Fólk er í svona fimm sex tíma að labba þetta sem er ekki í góðu gönguformi. Fólk er að koma hérna ekki með bakpoka. Hvorki nesti né drykki. Skiptir máli að drekka mikið í svona göngutúrum. Sérstaklega ef fólk er lengi að fara yfir svæðið,“ sagði Jakob Þór Gíslason. Björgunarsveitarfólk gekk um svæðið í alla nótt og fylgdist með. Vísir/Lillý Aron Dagur Beck var á ferð með pabba sínum í nótt. Þeir feðgar hlupu hluta leiðarinnar og voru því aðeins um tvo og hálfan tíma á leiðinni svæðið. „Þetta var mjög torfarin leið og ég átti von á að hún yrði aðeins greiðari,“ sagði Aron um leiðina. Það sem hafi tekið á móti þeim við komuna hafi verið „bara stórfenglegt“ og í raun stórfenglegra en hann bjóst við. Fleiri spöruðu ekki lýsingarorðin. „Þetta er bara geggjað. Það er svona Once in a lifetime að sjá þetta,“ Margrét Ýr sem var á ferðinni í nótt ásamt Agli og ferfætling. Hraunflæðið var nokkurt síðustu nótt og hættu margir sér ansi nærri ólgandi hrauninu.Vísir/Lillý Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var yfir sig hrifinn af því sem hann sá. „Þetta er rosa tryllt. Maður trúir þessu varla. Ég kom líka í þokunni og svo sá ég svona óljóst. Sá hraunin brjótast hérna fram og hvernig þetta rennur.“ Þegar birta tók um klukkan hálf átta í morgun tók fólki að fjölga á svæðinu og um miðjan dag var staðið nokkuð þétt víða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira
Þegar á staðinn er komið tekur hins vegar tignarlegt gos á móti fólki sem sumum þykir stórfenglegra en þeir bjuggust við. Í nótt stóð björgunarsveitarfólk vaktina í og við Fagradalsfjall og aðstoðaði þá sem lentu í vanda. Ýmislegt vakti athygli þeirra, meðal annars tjald sem einn göngumannanna sló upp og lagði sig svo í. Sá passaði sig á að hafa útsýnið fyrir framan sig og þurfti rétt að renna frá til að sjá eldgosið. Þeir Ingólfur og Jakob úr björgunarsveitinni Ársæli gengu um svæðið í nótt en þeim þótti sem margir hefðu mátt búa sig betur til ferðarinnar. „Þetta eru tíu kílómetrar. Fólk er í svona fimm sex tíma að labba þetta sem er ekki í góðu gönguformi. Fólk er að koma hérna ekki með bakpoka. Hvorki nesti né drykki. Skiptir máli að drekka mikið í svona göngutúrum. Sérstaklega ef fólk er lengi að fara yfir svæðið,“ sagði Jakob Þór Gíslason. Björgunarsveitarfólk gekk um svæðið í alla nótt og fylgdist með. Vísir/Lillý Aron Dagur Beck var á ferð með pabba sínum í nótt. Þeir feðgar hlupu hluta leiðarinnar og voru því aðeins um tvo og hálfan tíma á leiðinni svæðið. „Þetta var mjög torfarin leið og ég átti von á að hún yrði aðeins greiðari,“ sagði Aron um leiðina. Það sem hafi tekið á móti þeim við komuna hafi verið „bara stórfenglegt“ og í raun stórfenglegra en hann bjóst við. Fleiri spöruðu ekki lýsingarorðin. „Þetta er bara geggjað. Það er svona Once in a lifetime að sjá þetta,“ Margrét Ýr sem var á ferðinni í nótt ásamt Agli og ferfætling. Hraunflæðið var nokkurt síðustu nótt og hættu margir sér ansi nærri ólgandi hrauninu.Vísir/Lillý Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var yfir sig hrifinn af því sem hann sá. „Þetta er rosa tryllt. Maður trúir þessu varla. Ég kom líka í þokunni og svo sá ég svona óljóst. Sá hraunin brjótast hérna fram og hvernig þetta rennur.“ Þegar birta tók um klukkan hálf átta í morgun tók fólki að fjölga á svæðinu og um miðjan dag var staðið nokkuð þétt víða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira