Jarðskjálfti yfir þrír að stærð í nótt en virkni eldgossins stöðug Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 21. mars 2021 10:42 Eldgos í Geldingadal við Fagradallsfjall hófst á föstudagskvöldið. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist skammt frá Grindavík í nótt en að öðru leyti hefur verið tiltölulega lítil skjálftavirkni á jarðhræringasvæðinu á Reykjanesi frá því á miðnætti. Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal hefur ekki mælst yfir hættumörkum á höfuðborgarsvæðinu en brennisteinsdíoxíð mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar við upphaf gossins að sögn náttúruvársérfræðings. „Nóttin var bara svipuð og gærdagurinn. Á vefmyndavél þá sást gosið mestalla nóttina og óróastöðin sem er næst gosstöðvunum sýnir það sama,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir erfitt að meta það hvort bætt hafi í hraunflæðið úr gígnum í nótt. „Það sem við sjáum á óróastöðinni er að virknin fór aðeins upp og niður þannig það getur alveg verið að virknin hafi aukist tímabundið en það er erfitt að gefa nákvæmar tölur eins og staðan er núna,“ segir Hulda. Gasmengun getur verið lífshættuleg Hvað hafa gasmælingar verið að sýna? „Þær hafa verið að sýna mikinn styrk brennisteinsdíoxíðs þarna á svæðinu, en hins vegar þá höfum við sloppið nokkuð vel hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var smá toppur í Hafnarfirði seinni partinn í gær en hann fór alls ekki nálægt hættumörkum,“ svarar Hulda. Vel sé fylgst með loftgæðum en í miklu magni þá getur brennisteinsdíoxíð verið lífshættulegt. „Það er klárlega þannig, það mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar rétt eftir að gosið hófst en það sem er að koma á höfuðborgarsvæðið það veldur í mesta lagi óþægindum fyrir þá sem eru viðkvæmir,“ segir Hulda. „Það eru suðlægar áttir í dag þannig að þetta kemur örugglega eitthvað aðeins á höfuðborgarsvæðið.“ „Bara“ um hundrað skjálftar frá miðnætti Hulda segir að erfitt geti verið að spá fyrir um það hvernig hraunflæði úr gosinu komi til með að þróast. „Eins og staðan er núna þá er virknin bara svipuð og í gær,“ segir Hulda. Eru einhverjar breytingar hvað varðar skjálftavirkni? „Nei í rauninni ekki, það hafa mælst rúmlega hundrað skjálftar frá miðnætti sem er bara með minnsta móti miðað við síðustu vikur. Við fengum einn skjálfta samt nálægt Grindavík í nótt sem var 3,2 að stærð en annars hefur virknin bara verið frekar lítil,“ segir Hulda. Enn hafa ekki verið gerðar mælingar eftir nóttina á umfangi hraunflæðisins en miðað við tölur frá því seinni partinn í gær var meðalþykktin á hrauninu um 5,7 metrar og rúmmálið 0,4 milljón rúmmetrar. Áfram virðist sem hraunið streymi að mestu til vesturs. „Á vefmyndavélinni áðan sýndist mér áðan vera tveir til þrír gígar virkir. Það er einn sem er stærstur og virknin er kannski mest í honum,“ segir Hulda. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Nóttin var bara svipuð og gærdagurinn. Á vefmyndavél þá sást gosið mestalla nóttina og óróastöðin sem er næst gosstöðvunum sýnir það sama,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir erfitt að meta það hvort bætt hafi í hraunflæðið úr gígnum í nótt. „Það sem við sjáum á óróastöðinni er að virknin fór aðeins upp og niður þannig það getur alveg verið að virknin hafi aukist tímabundið en það er erfitt að gefa nákvæmar tölur eins og staðan er núna,“ segir Hulda. Gasmengun getur verið lífshættuleg Hvað hafa gasmælingar verið að sýna? „Þær hafa verið að sýna mikinn styrk brennisteinsdíoxíðs þarna á svæðinu, en hins vegar þá höfum við sloppið nokkuð vel hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var smá toppur í Hafnarfirði seinni partinn í gær en hann fór alls ekki nálægt hættumörkum,“ svarar Hulda. Vel sé fylgst með loftgæðum en í miklu magni þá getur brennisteinsdíoxíð verið lífshættulegt. „Það er klárlega þannig, það mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar rétt eftir að gosið hófst en það sem er að koma á höfuðborgarsvæðið það veldur í mesta lagi óþægindum fyrir þá sem eru viðkvæmir,“ segir Hulda. „Það eru suðlægar áttir í dag þannig að þetta kemur örugglega eitthvað aðeins á höfuðborgarsvæðið.“ „Bara“ um hundrað skjálftar frá miðnætti Hulda segir að erfitt geti verið að spá fyrir um það hvernig hraunflæði úr gosinu komi til með að þróast. „Eins og staðan er núna þá er virknin bara svipuð og í gær,“ segir Hulda. Eru einhverjar breytingar hvað varðar skjálftavirkni? „Nei í rauninni ekki, það hafa mælst rúmlega hundrað skjálftar frá miðnætti sem er bara með minnsta móti miðað við síðustu vikur. Við fengum einn skjálfta samt nálægt Grindavík í nótt sem var 3,2 að stærð en annars hefur virknin bara verið frekar lítil,“ segir Hulda. Enn hafa ekki verið gerðar mælingar eftir nóttina á umfangi hraunflæðisins en miðað við tölur frá því seinni partinn í gær var meðalþykktin á hrauninu um 5,7 metrar og rúmmálið 0,4 milljón rúmmetrar. Áfram virðist sem hraunið streymi að mestu til vesturs. „Á vefmyndavélinni áðan sýndist mér áðan vera tveir til þrír gígar virkir. Það er einn sem er stærstur og virknin er kannski mest í honum,“ segir Hulda.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira