Segir að fólk hafi verið að „gleyma sér í gleðinni“ áður en svæðinu var lokað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. mars 2021 17:26 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að vilji hafi verið til að hafa svæðið opið en fólk hafi hegðað sér fremur óvarlega á gossvæðinu í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að loka litlu svæði næst gossprungunni í Geldingadölum seinnipartinn í dag. „Það er svolítið um það að fólk sé að fara upp á þennan hrygg, Móbergshrygginn þar sem stærsti gígurinn er núna. Fólk var að fara heldur nálægt. Það getur hrunið úr hlíðunum á þessum gíg og hraunið farið af stað þar út og það getur gerst býsna hratt,“ sagði Rögnvaldur. „Það er líka hætta á því að það geti gosið á öðrum stöðum á þessum Móbergshrygg því þar eru leifar af öðru eldgosi á þessum sama stað. Þannig það var skynsamlegast að loka þessu svæði því það er vel hægt að fara á staðinn og njóta þess sem er þarna án þess að vera alveg ofan í þessu.“ Þurfti að stugga við fólki En nú lá það alveg fyrir frá upphafi að það gæti gerst fyrirvaralaust en samt hefur svæðið verið opið. Kom eitthvað meira til sem varð til þess að nú var tekin ákvörðun um að loka svæðinu? „Það var vilji til þess að reyna að hafa þetta þannig að fólk geti farið þangað. Það voru gefnar út góðar leiðbeiningar um hvað beri að varast og hvernig fólk ætti að haga sér og síðan kemur í ljós að það þarf að minna fólk á það að það er að gleyma sér í gleðinni þarna upp frá og okkar fólk þurfti að stugga við fólki þannig það var sjálfu sér ekkert annað í stöðunni en að loka þessum bletti.“ Finnst þér þá að fólk hafi farið óvarlega að svæðinu í dag og í gær? Já svona, það var allavegana svigrúm til bætinga varðandi hefðun fólks þarna á svæðinu það er alveg klárt. Þess vegna var farin þessi leið að loka svæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal. 21. mars 2021 11:21 Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“ Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum. 21. mars 2021 15:39 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að loka litlu svæði næst gossprungunni í Geldingadölum seinnipartinn í dag. „Það er svolítið um það að fólk sé að fara upp á þennan hrygg, Móbergshrygginn þar sem stærsti gígurinn er núna. Fólk var að fara heldur nálægt. Það getur hrunið úr hlíðunum á þessum gíg og hraunið farið af stað þar út og það getur gerst býsna hratt,“ sagði Rögnvaldur. „Það er líka hætta á því að það geti gosið á öðrum stöðum á þessum Móbergshrygg því þar eru leifar af öðru eldgosi á þessum sama stað. Þannig það var skynsamlegast að loka þessu svæði því það er vel hægt að fara á staðinn og njóta þess sem er þarna án þess að vera alveg ofan í þessu.“ Þurfti að stugga við fólki En nú lá það alveg fyrir frá upphafi að það gæti gerst fyrirvaralaust en samt hefur svæðið verið opið. Kom eitthvað meira til sem varð til þess að nú var tekin ákvörðun um að loka svæðinu? „Það var vilji til þess að reyna að hafa þetta þannig að fólk geti farið þangað. Það voru gefnar út góðar leiðbeiningar um hvað beri að varast og hvernig fólk ætti að haga sér og síðan kemur í ljós að það þarf að minna fólk á það að það er að gleyma sér í gleðinni þarna upp frá og okkar fólk þurfti að stugga við fólki þannig það var sjálfu sér ekkert annað í stöðunni en að loka þessum bletti.“ Finnst þér þá að fólk hafi farið óvarlega að svæðinu í dag og í gær? Já svona, það var allavegana svigrúm til bætinga varðandi hefðun fólks þarna á svæðinu það er alveg klárt. Þess vegna var farin þessi leið að loka svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal. 21. mars 2021 11:21 Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“ Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum. 21. mars 2021 15:39 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal. 21. mars 2021 11:21
Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“ Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum. 21. mars 2021 15:39