Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 20. mars 2021 21:39 Ragnar Axelsson náði þessari stórkostlegu mynd af hrauninu flæða fram. Vísir/RAX Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. „Þetta er búið að vera mjög mikið í dag og bætti frekar í þegar leið á daginn,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem var á svæðinu seinni part dags og aftur um kvöldmatarleytið. Gunnar segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil umferð var að svæðinu við lokun Grindavíkurvegs. Hann segist hins vegar telja að margir sem leggja af stað fótgangandi snúi á endanum við, enda langt að fara og erfitt yfirferðar. „Það hafa verið þarna björgunarsveitarmenn í allan dag, einn til tveir bílar, og talað við alla sem fara þarna um,“ segir Gunnar. „Fólk er tekið tali og þulið yfir það sem er búið að segja í fjölmiðlum aftur og aftur,“ bætir hann við en það virðist ekki alltaf skila sér. Varðandi skilaboðin í fjölmiðlum vísar hann meðal annars til tilmæla Vísindaráðs, sem bað fólk um að fara ekki nálgæt gosinu og halda sig frekar á hæðum umhverfis dalinn. Mikil hætta getur skapast ef hraunið hleypur skyndilega fram, ef gos kemur upp í nágrenninu og þegar gas safnast fyrir í dældum, svo dæmi séu nefnd. Þessi hætta eykst að sjálfsögðu í niðamyrkri. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að sýna almenna skynsemi og fara ekki í námunda við gíginn sem gýs úr og halda...Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Saturday, March 20, 2021 Fólk streymir að úr öllum áttum Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að björgunarsveitir muni standa vaktina á svæðinu til klukkan átta í fyrramálið. Aðspurður segir hann að vissulega sé komin nokkur þreyta í mannskapinn en Þorbjörn nýtur aðstoðar björgunarsveita frá höfuðborgarsvæðinu og af Suðurlandi einnig sem munu standa vaktina á svæðinu í nótt. „Við erum með nokkra hópa, þeir verða til átta í fyrramálið og svo hættum við störfum,“ segir Bogi í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að segja til um það hversu margt fólk hafi farið um svæðið í dag og í kvöld enda streymi fólk að „úr öllum áttum,“ eins og Bogi orðar það. „Það er búið að opna þetta alveg fyrir göngum.“ Um tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn í senn hafa staðið vaktina á svæðinu í dag og munu gera áfram í nótt. „En klukkan átta í fyrramálið þá drögum við alveg úr viðbragði,“ segir Bogi. „Lögreglan ákvað að loka vettvangsstjórn í fyrramálið, ekki vera með hann opinn, við erum ekki að gera þetta að okkar eigin frumkvæði,“ segir Bogi. Liðsmenn björgunarsveitarinnar hafi verið allir að vilja gerðir og reiðubúnir að standa vaktina á meðan á þurftir að halda. „Við verðum kannski eitthvað á ferðinni á morgun en það verður ekkert fast viðbragð,“ segir Bogi, en þeir sem hyggjast halda inn á svæðið geri það á eigin ábyrgð. Hann brýnir fyrir öllum sem hyggjast berja gosið augum að fara varlega, vera vel búnir og kynna sér vel þær hættur sem blasa við. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög mikið í dag og bætti frekar í þegar leið á daginn,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem var á svæðinu seinni part dags og aftur um kvöldmatarleytið. Gunnar segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil umferð var að svæðinu við lokun Grindavíkurvegs. Hann segist hins vegar telja að margir sem leggja af stað fótgangandi snúi á endanum við, enda langt að fara og erfitt yfirferðar. „Það hafa verið þarna björgunarsveitarmenn í allan dag, einn til tveir bílar, og talað við alla sem fara þarna um,“ segir Gunnar. „Fólk er tekið tali og þulið yfir það sem er búið að segja í fjölmiðlum aftur og aftur,“ bætir hann við en það virðist ekki alltaf skila sér. Varðandi skilaboðin í fjölmiðlum vísar hann meðal annars til tilmæla Vísindaráðs, sem bað fólk um að fara ekki nálgæt gosinu og halda sig frekar á hæðum umhverfis dalinn. Mikil hætta getur skapast ef hraunið hleypur skyndilega fram, ef gos kemur upp í nágrenninu og þegar gas safnast fyrir í dældum, svo dæmi séu nefnd. Þessi hætta eykst að sjálfsögðu í niðamyrkri. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að sýna almenna skynsemi og fara ekki í námunda við gíginn sem gýs úr og halda...Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Saturday, March 20, 2021 Fólk streymir að úr öllum áttum Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að björgunarsveitir muni standa vaktina á svæðinu til klukkan átta í fyrramálið. Aðspurður segir hann að vissulega sé komin nokkur þreyta í mannskapinn en Þorbjörn nýtur aðstoðar björgunarsveita frá höfuðborgarsvæðinu og af Suðurlandi einnig sem munu standa vaktina á svæðinu í nótt. „Við erum með nokkra hópa, þeir verða til átta í fyrramálið og svo hættum við störfum,“ segir Bogi í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að segja til um það hversu margt fólk hafi farið um svæðið í dag og í kvöld enda streymi fólk að „úr öllum áttum,“ eins og Bogi orðar það. „Það er búið að opna þetta alveg fyrir göngum.“ Um tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn í senn hafa staðið vaktina á svæðinu í dag og munu gera áfram í nótt. „En klukkan átta í fyrramálið þá drögum við alveg úr viðbragði,“ segir Bogi. „Lögreglan ákvað að loka vettvangsstjórn í fyrramálið, ekki vera með hann opinn, við erum ekki að gera þetta að okkar eigin frumkvæði,“ segir Bogi. Liðsmenn björgunarsveitarinnar hafi verið allir að vilja gerðir og reiðubúnir að standa vaktina á meðan á þurftir að halda. „Við verðum kannski eitthvað á ferðinni á morgun en það verður ekkert fast viðbragð,“ segir Bogi, en þeir sem hyggjast halda inn á svæðið geri það á eigin ábyrgð. Hann brýnir fyrir öllum sem hyggjast berja gosið augum að fara varlega, vera vel búnir og kynna sér vel þær hættur sem blasa við.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent