Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 20. mars 2021 21:39 Ragnar Axelsson náði þessari stórkostlegu mynd af hrauninu flæða fram. Vísir/RAX Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. „Þetta er búið að vera mjög mikið í dag og bætti frekar í þegar leið á daginn,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem var á svæðinu seinni part dags og aftur um kvöldmatarleytið. Gunnar segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil umferð var að svæðinu við lokun Grindavíkurvegs. Hann segist hins vegar telja að margir sem leggja af stað fótgangandi snúi á endanum við, enda langt að fara og erfitt yfirferðar. „Það hafa verið þarna björgunarsveitarmenn í allan dag, einn til tveir bílar, og talað við alla sem fara þarna um,“ segir Gunnar. „Fólk er tekið tali og þulið yfir það sem er búið að segja í fjölmiðlum aftur og aftur,“ bætir hann við en það virðist ekki alltaf skila sér. Varðandi skilaboðin í fjölmiðlum vísar hann meðal annars til tilmæla Vísindaráðs, sem bað fólk um að fara ekki nálgæt gosinu og halda sig frekar á hæðum umhverfis dalinn. Mikil hætta getur skapast ef hraunið hleypur skyndilega fram, ef gos kemur upp í nágrenninu og þegar gas safnast fyrir í dældum, svo dæmi séu nefnd. Þessi hætta eykst að sjálfsögðu í niðamyrkri. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að sýna almenna skynsemi og fara ekki í námunda við gíginn sem gýs úr og halda...Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Saturday, March 20, 2021 Fólk streymir að úr öllum áttum Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að björgunarsveitir muni standa vaktina á svæðinu til klukkan átta í fyrramálið. Aðspurður segir hann að vissulega sé komin nokkur þreyta í mannskapinn en Þorbjörn nýtur aðstoðar björgunarsveita frá höfuðborgarsvæðinu og af Suðurlandi einnig sem munu standa vaktina á svæðinu í nótt. „Við erum með nokkra hópa, þeir verða til átta í fyrramálið og svo hættum við störfum,“ segir Bogi í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að segja til um það hversu margt fólk hafi farið um svæðið í dag og í kvöld enda streymi fólk að „úr öllum áttum,“ eins og Bogi orðar það. „Það er búið að opna þetta alveg fyrir göngum.“ Um tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn í senn hafa staðið vaktina á svæðinu í dag og munu gera áfram í nótt. „En klukkan átta í fyrramálið þá drögum við alveg úr viðbragði,“ segir Bogi. „Lögreglan ákvað að loka vettvangsstjórn í fyrramálið, ekki vera með hann opinn, við erum ekki að gera þetta að okkar eigin frumkvæði,“ segir Bogi. Liðsmenn björgunarsveitarinnar hafi verið allir að vilja gerðir og reiðubúnir að standa vaktina á meðan á þurftir að halda. „Við verðum kannski eitthvað á ferðinni á morgun en það verður ekkert fast viðbragð,“ segir Bogi, en þeir sem hyggjast halda inn á svæðið geri það á eigin ábyrgð. Hann brýnir fyrir öllum sem hyggjast berja gosið augum að fara varlega, vera vel búnir og kynna sér vel þær hættur sem blasa við. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög mikið í dag og bætti frekar í þegar leið á daginn,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem var á svæðinu seinni part dags og aftur um kvöldmatarleytið. Gunnar segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil umferð var að svæðinu við lokun Grindavíkurvegs. Hann segist hins vegar telja að margir sem leggja af stað fótgangandi snúi á endanum við, enda langt að fara og erfitt yfirferðar. „Það hafa verið þarna björgunarsveitarmenn í allan dag, einn til tveir bílar, og talað við alla sem fara þarna um,“ segir Gunnar. „Fólk er tekið tali og þulið yfir það sem er búið að segja í fjölmiðlum aftur og aftur,“ bætir hann við en það virðist ekki alltaf skila sér. Varðandi skilaboðin í fjölmiðlum vísar hann meðal annars til tilmæla Vísindaráðs, sem bað fólk um að fara ekki nálgæt gosinu og halda sig frekar á hæðum umhverfis dalinn. Mikil hætta getur skapast ef hraunið hleypur skyndilega fram, ef gos kemur upp í nágrenninu og þegar gas safnast fyrir í dældum, svo dæmi séu nefnd. Þessi hætta eykst að sjálfsögðu í niðamyrkri. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að sýna almenna skynsemi og fara ekki í námunda við gíginn sem gýs úr og halda...Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Saturday, March 20, 2021 Fólk streymir að úr öllum áttum Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að björgunarsveitir muni standa vaktina á svæðinu til klukkan átta í fyrramálið. Aðspurður segir hann að vissulega sé komin nokkur þreyta í mannskapinn en Þorbjörn nýtur aðstoðar björgunarsveita frá höfuðborgarsvæðinu og af Suðurlandi einnig sem munu standa vaktina á svæðinu í nótt. „Við erum með nokkra hópa, þeir verða til átta í fyrramálið og svo hættum við störfum,“ segir Bogi í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að segja til um það hversu margt fólk hafi farið um svæðið í dag og í kvöld enda streymi fólk að „úr öllum áttum,“ eins og Bogi orðar það. „Það er búið að opna þetta alveg fyrir göngum.“ Um tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn í senn hafa staðið vaktina á svæðinu í dag og munu gera áfram í nótt. „En klukkan átta í fyrramálið þá drögum við alveg úr viðbragði,“ segir Bogi. „Lögreglan ákvað að loka vettvangsstjórn í fyrramálið, ekki vera með hann opinn, við erum ekki að gera þetta að okkar eigin frumkvæði,“ segir Bogi. Liðsmenn björgunarsveitarinnar hafi verið allir að vilja gerðir og reiðubúnir að standa vaktina á meðan á þurftir að halda. „Við verðum kannski eitthvað á ferðinni á morgun en það verður ekkert fast viðbragð,“ segir Bogi, en þeir sem hyggjast halda inn á svæðið geri það á eigin ábyrgð. Hann brýnir fyrir öllum sem hyggjast berja gosið augum að fara varlega, vera vel búnir og kynna sér vel þær hættur sem blasa við.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira