Stríður straumur fólks í Geldingadal: Dæmi um að fólk mæti á gallabuxum og strigaskóm Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. mars 2021 17:51 Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum hafa sumir greinilega hætt sér ákaflega nálægt gosinu. Vísir/Sigurjón Fólk hefur í dag lagt leið sína í stríðum straumum að eldgosinu í Geldingadal. Lokað er fyrir bílaumferð inn á svæðið en fólki hefur verið hleypt inn á svæðið fótgangandi. Dæmi eru um að fólk hafi lagt af stað á vettvang illa búið fyrir þær aðstæður sem blasa við á svæðinu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur beint þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. Um margra klukkutíma gönguferð er að ræða, kalt er í veðri, slydda og gasmengun nærri gosstöðvunum. Þá geri gos ekki boð á undan sér og nýjar sprungur geta myndast. Guðni Hans Sigþórsson hjá Björgunarfélagi Hafnarfjarðar stóð vaktina á Suðurstrandavegi austan við Grindavík í dag þar sem hann hafði eftirlit með umferð á svæðinu. Hann var til viðtals í beinni útsendingu í hádegisfréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í dag. „Við erum ekki að banna fólki að koma fótgangandi en við mælum gegn því. Það er lítið sem ekkert að sjá, þetta er mjög slæm yfirferð að fara hérna og það getur verið mikil hætta á gasmengun hérna,“ sagði Guðni. „Vegurinn er lokaður sökum sigs í veginum og Vegagerðin er með veginn lokaðan vegna þess.“ Fólk steymir að eldgosinu í Geldingadal líkt og ólgandi kvikan streymir upp úr iðrum jarðar.Vísir/Sigurjón Rætt sé við alla sem mæti á svæðið og varað við aðstæðum. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi fólks haldið leið sinni áfram til að berja gosið augum. „Fólk fer hérna bara inn á sinni eigin ábyrgð en við höfum verið að stoppa þá sem að við náum til og mælum gegn því að fólk sé að fara hérna. Bæði það að þetta er ekkert sérstaklega gott færi, þetta er náttúrlega bara bratt fjalllendi og hraun en síðan er fólk misvel búið. Það er alveg dæmi um það að fólk sé að koma hérna á gallabuxum og strigaskóm sem er ekki alveg besti búnaður til þess að vera að fara í þetta,“ segir Guðni. Hann segist ekki hafa nokkurn skilning á ævintýraþörf fólks sem kýs að fara að gosinu illa búið. „Maður sér þetta ekki neitt nema þú sért kominn langleiðina að þessu og þegar þú ert kominn að þessu þá ertu bara kominn inn á stórhættulegt svæði. Þannig að ég mæli bara með því að fólk horfi á þetta bara á netinu, að það sé bara skásti kosturinn,“ segir Guðni. Þessi var óhræddur við að berja eldgosið augum úr nálægð.Vísir/Sigurjón Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur beint þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. Um margra klukkutíma gönguferð er að ræða, kalt er í veðri, slydda og gasmengun nærri gosstöðvunum. Þá geri gos ekki boð á undan sér og nýjar sprungur geta myndast. Guðni Hans Sigþórsson hjá Björgunarfélagi Hafnarfjarðar stóð vaktina á Suðurstrandavegi austan við Grindavík í dag þar sem hann hafði eftirlit með umferð á svæðinu. Hann var til viðtals í beinni útsendingu í hádegisfréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í dag. „Við erum ekki að banna fólki að koma fótgangandi en við mælum gegn því. Það er lítið sem ekkert að sjá, þetta er mjög slæm yfirferð að fara hérna og það getur verið mikil hætta á gasmengun hérna,“ sagði Guðni. „Vegurinn er lokaður sökum sigs í veginum og Vegagerðin er með veginn lokaðan vegna þess.“ Fólk steymir að eldgosinu í Geldingadal líkt og ólgandi kvikan streymir upp úr iðrum jarðar.Vísir/Sigurjón Rætt sé við alla sem mæti á svæðið og varað við aðstæðum. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi fólks haldið leið sinni áfram til að berja gosið augum. „Fólk fer hérna bara inn á sinni eigin ábyrgð en við höfum verið að stoppa þá sem að við náum til og mælum gegn því að fólk sé að fara hérna. Bæði það að þetta er ekkert sérstaklega gott færi, þetta er náttúrlega bara bratt fjalllendi og hraun en síðan er fólk misvel búið. Það er alveg dæmi um það að fólk sé að koma hérna á gallabuxum og strigaskóm sem er ekki alveg besti búnaður til þess að vera að fara í þetta,“ segir Guðni. Hann segist ekki hafa nokkurn skilning á ævintýraþörf fólks sem kýs að fara að gosinu illa búið. „Maður sér þetta ekki neitt nema þú sért kominn langleiðina að þessu og þegar þú ert kominn að þessu þá ertu bara kominn inn á stórhættulegt svæði. Þannig að ég mæli bara með því að fólk horfi á þetta bara á netinu, að það sé bara skásti kosturinn,“ segir Guðni. Þessi var óhræddur við að berja eldgosið augum úr nálægð.Vísir/Sigurjón
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira