Mið-Austurlönd

Fréttamynd

Ísraelar skutu niður sýrlenska þotu

Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Tugir myrtir í fjórum árásum

Gærdagurinn markaðist af mannskæðum árásum. Fregnir bárust af hryðjuverkaárásum í Afganistan, Tsjad og Pakistan í gær. Frambjóðandi myrtur í Pakistan og ellefu leigubílsstjórar myrtir í Suður-Afríku eftir harðar deilur.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískur ISIS-liði í haldi Kúrda

Ibraheem Musaibli, sem er 28 ára gamall, er einn af nokkrum tugum Bandaríkjamanna sem taldir eru hafa ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza

Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014.

Erlent
Fréttamynd

Vilja gera Katar að eyríki með risaskurði

Yfirvöld í Sádí-Arabíu stefna á að grafa skurð á landamærum ríkisins við Katar og breyta þar með Katar með í eyju. Yfirvöld ríkjanna tveggja hafa átt í harðvítugum deilum sín á milli að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Atkvæði Íraka í ljósum logum

Óttast er um afdrif atkvæðaseðla úr íröksku þingkosningunum eftir að eldur kviknaði í vörugeymslu í höfuðborginni Bagdad sem hýsti seðlana.

Erlent
Fréttamynd

Útlit fyrir að Erdogan tapi meirihluta

Líkur eru á því að aðra umferð þurfi til að velja forseta í Tyrklandi. Litlu munar á forsetanum og höfuðandstæðingum hans í könnunum. Flestar kannanir benda til þess að AKP missi meirihlutann.

Erlent
Fréttamynd

Enn mótmælt í Jórdaníu

Þrátt fyrir að Abdúlla Jórdaníukonungur hafi skipt um forsætisráðherra vegna mikillar andstöðu almennings við fyrirhugaðar skattahækkanir og hávær mótmæli er enn mótmælt á götum höfuðborgarinnar Amman, sem og víðar.

Erlent
Fréttamynd

Tíu konur fengið ökuréttindi

Konur í Sádi-Arabíu fá rétt til að keyra bíl þann 24. júní næstkomandi, en Sádi-Arabía er enn eina land heimsins sem bannar konum að keyra bíl.

Erlent
Fréttamynd

Í fangelsi vegna ferða til Rakka

Tæplega fertugur Dani, Tommy Mørck, var í rétti í Árósum dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dvalið á átakasvæði í Sýrlandi án leyfis.

Erlent
Fréttamynd

Hlustar þú?

Styrjöldin í Jemen og þjáningar jemensku þjóðarinnar rata af og til í íslenskar fréttir.

Skoðun
Fréttamynd

Segir fréttaflutning frá Gasa mjög villandi

Sendiherra Ísraela gagnvart Íslandi fundaði með RÚV í gær vegna þrýstings á að Íslendingar sitji heima þegar Eurovision fer fram á næsta ári. Hann segir Ísraela ekki hafa viljandi drepið friðsama mótmælendur fyrr í mánuðinum.

Innlent