Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2018 16:45 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/AP Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. Hann sagði Ísrael ekki hafa skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi hingað til en aukin áhrif Íran þar í landi leiddu til þess að endurskoða þyrfti athafnaleysið. Sagði hann sérstaklega að Assad sjálfur væri ekki lengur ónæmur fyrir árásum. „Hann er ekki lengur ónæmur, ríkisstjórn hans er ekki lengur ónæm. Ef hann skýtur á okkur, eins og við höfum sýnt, munum við eyða sveitum hans,“ sagði Netanyahu á fundi í London í dag.Hann sagði að Sýrlendingar yrðu að skilja að Ísrael mundi ekki sætta sig við að íranski herinn komi sér fyrir í Sýrlandi. Þá gaf sagði Netanyahu að vera Írana í Sýrlandi skapaði ógn fyrir sveitir Assad. Þau ummæli forsætisráðherrans um að Ísrael hafi ekki skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi er þó ekki rétt. Ísraelsmenn hafa reglulega gert árásir á Hezbollah og Írani í Sýrlandi. Í síðasta mánuði voru gerðar árásir á tuga skotmarka í Sýrlandi eftir að eldflaugum var skotið þaðan á Gólan hæðir. Yfirvöld Ísrael sögðu Írani hafa gert árásirnar og gerðu þeir í kjölfarið umfangsmiklar árásir í Sýrlandi og sögðust hafa valdið verulegum skaða á innviðum Íran þar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiSagði kjarnorkusamkomulagið úr myndinniNetanyahu er nú að ljúka þriggja daga ferðalagi um Evrópu en hann byrjaði í Berlín og fór síðan til Parísar þar sem hann ræddi við Angelu Merkel og Emmanuel Macron. Nú í dag talaði hann við Theresu May og var kjarnorkusamkomulagið við Íran til umræðu. Merkel, Macron og May hafa reynt að halda lífi í samkomulaginu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því og tilkynnti nýjar refsiaðgerðir gegn Íran. Netanyahu sagði samkomulagið úr myndinni. Efnahagsstyrkur Bandaríkjanna væri nú að sjá um það. „Þið verðið að velja hvort þið viljið eiga í viðskiptum við Íran eða Bandaríkin. Það er auðveld ákvörðun og allir eru að velja rétt.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum. 1. maí 2018 06:00 Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. Hann sagði Ísrael ekki hafa skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi hingað til en aukin áhrif Íran þar í landi leiddu til þess að endurskoða þyrfti athafnaleysið. Sagði hann sérstaklega að Assad sjálfur væri ekki lengur ónæmur fyrir árásum. „Hann er ekki lengur ónæmur, ríkisstjórn hans er ekki lengur ónæm. Ef hann skýtur á okkur, eins og við höfum sýnt, munum við eyða sveitum hans,“ sagði Netanyahu á fundi í London í dag.Hann sagði að Sýrlendingar yrðu að skilja að Ísrael mundi ekki sætta sig við að íranski herinn komi sér fyrir í Sýrlandi. Þá gaf sagði Netanyahu að vera Írana í Sýrlandi skapaði ógn fyrir sveitir Assad. Þau ummæli forsætisráðherrans um að Ísrael hafi ekki skipt sér af styrjöldinni í Sýrlandi er þó ekki rétt. Ísraelsmenn hafa reglulega gert árásir á Hezbollah og Írani í Sýrlandi. Í síðasta mánuði voru gerðar árásir á tuga skotmarka í Sýrlandi eftir að eldflaugum var skotið þaðan á Gólan hæðir. Yfirvöld Ísrael sögðu Írani hafa gert árásirnar og gerðu þeir í kjölfarið umfangsmiklar árásir í Sýrlandi og sögðust hafa valdið verulegum skaða á innviðum Íran þar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiSagði kjarnorkusamkomulagið úr myndinniNetanyahu er nú að ljúka þriggja daga ferðalagi um Evrópu en hann byrjaði í Berlín og fór síðan til Parísar þar sem hann ræddi við Angelu Merkel og Emmanuel Macron. Nú í dag talaði hann við Theresu May og var kjarnorkusamkomulagið við Íran til umræðu. Merkel, Macron og May hafa reynt að halda lífi í samkomulaginu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá því og tilkynnti nýjar refsiaðgerðir gegn Íran. Netanyahu sagði samkomulagið úr myndinni. Efnahagsstyrkur Bandaríkjanna væri nú að sjá um það. „Þið verðið að velja hvort þið viljið eiga í viðskiptum við Íran eða Bandaríkin. Það er auðveld ákvörðun og allir eru að velja rétt.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum. 1. maí 2018 06:00 Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45 Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Eldflaugum skotið á bækistöðvar íranskra hermanna í norðurhluta Sýrlands. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Íranar telja Ísraela hins vegar líklegasta. Írönsk yfirvöld hafna því að íranskir hermenn hafi fallið í árásunum. 1. maí 2018 06:00
Obama segir ákvörðun Trump „alvarleg mistök“ Theresa May forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron Frakklandsforseti gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem að þau lýsa yfir áhyggjum og harma ákvörðun Trump. 8. maí 2018 22:45
Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55
Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09
Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent