Erlent

Atkvæði Íraka í ljósum logum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Eldsupptök liggja ekki fyrir.
Eldsupptök liggja ekki fyrir. Skjáskot
Óttast er um afdrif atkvæðaseðla úr íröksku þingkosningunum eftir að eldur kviknaði í vörugeymslu í höfuðborginni Bagdad sem hýsti seðlana. Til stóð að endurtelja kjörseðlana.

Flokkar sjía-klerksins Moqtada Sadr urðu hlutskarpastir í kosningunum 12. maí. Úrslitin þýða að núverandi ríkisstjórn hrökklast frá völdum. Kröfðust fulltrúar hennar endurtalningar á öllum greiddum atkvæðum. Víða eru uppi ásakanir um kosningasvindl.

Talið er að stór hluti atkvæðaseðla úr Al-Rusafa-hverfi Bagdad hafi orðið að ösku í brunanum en það hefur ekki fengist staðfest. Óvíst er hvort niðurstöður úr kjördæminu hefðu haft áhrif á niðurstöður endurtalningar. Ekki liggur fyrir hvort um íkveikju var að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×