Ég er ísraleskur gyðingur – ég styð sniðgöngu gegn Ísrael Ilan Pappe skrifar 25. maí 2018 07:00 Ákallið um sniðgöngu Ísraels, ásamt viðskiptabanni og fjárlosun (e. Boycott, Divestment and Sanctions) átti uppruna sinn í samfélagi Palestínumanna (í gegnum hundruð frjálsra félagasamtaka) fyrir þrettán árum síðan. Ákallið barst víða að; frá palestínsku samfélagi, frá Ísrael, hinum hernumda Vesturbakka og umsetna Gazasvæðinu ásamt samfélagi palestínskra flóttamanna víðsvegar um heiminn. Ástæður ákallsins eru augljósar. Þjóðarhreyfing Palestínumanna fór í gegn um tvö stig í baráttu sinni fyrir frelsi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar í kjölfar hörmunganna (Nakbah) eftir stríðið 1948, þar sem land Palestínumanna var tekið eignarnámi af hreyfingu Síonista og helmingur þjóðarinnar var hrakinn burt frá sínu heimalandi í kerfisbundnum þjóðernishreinsunum ásamt því að helmingur palestínskra þorpa voru þurrkuð út. Fyrsta skrefið var einkennandi fyrir baráttuna gegn nýlendustefnunni sem hófst um 1950-1960 og var það vopnuð andspyrna sem mistókst (nema í því að halda þjóðernishreyfingunni á lífi og beina kastljósi heimsins að málinu). PLO, Frelsissamtök Palestínu, tóku við kyndlinum á níunda áratugnum með diplómatískum aðferðum sem gáfu af sér Óslóarsamkomulagið árið 1993. Ekki einungis brást Óslóarsamkomulagið algjörlega, heldur reyndist það vera bragð Ísraelsstjórnarinnar til að koma á óbeinni herstjórn á Vesturbakkanum og Gaza. Í þessu friðarferli fengu Ísraelsmenn friðhelgi til að framkvæma nýlendustefnu sína á hernumdu svæðunum. Lífsgæði Palestínumanna, beggja vegna Grænu línunnar, versnuðu til muna eftir að friðarferlið mistókst. Staða flóttamanna var jafn slæm og lausnin varð enn fjarlægari eftir atburðina í Sýrlandi (palestínsku flóttamannabúðirnar í Yarmuk voru nánast þurrkaðar út). Palestínumenn á Gaza reyna enn að veita vopnaða mótspyrnu, og þar til nýlega jafnvel með sjálfsmorðssprengjum. Aftur á móti er trúin á sterka, óvopnaða og friðsama andspyrnu sterkari í palestínsku samfélagi, með sniðgönguna að vopni og að sú aðferð sé heillavænlegust til árangurs til að stöðva hörmungarnar (Nakbah) sem dynja á þjóð þeirra. Það er því gild ástæða til að styðja sniðgönguna, hún er rétta svarið við ákalli kúgaðs samfélags um alþjóðlega samstöðu og aðstoð í baráttunni.Stuðlar að óróa nær og fjær Önnur ástæðan er sú, að hernámið heldur ekki aðeins áfram, það versnar dag frá degi. Við verðum að stöðva eyðileggingu Palestínu og Palestínumanna, fyrst og fremst vegna Palestínumanna sjálfra en einnig vegna Ísraela og Miðausturlanda og alls heimsins í raun. Hinn skelfilegi raunveruleiki Palestínu veldur uppnámi í múslima- og arabaheiminum og stuðlar að óróa nær og fjær. Þriðja og síðasta ástæðan er að sniðganga er friðsöm aðgerð sem hver maður með sómakennd ætti að styðja, einnig þeir sem vilja ekki standa aðgerðalausir hjá og ósnortnir af þjáningum þjóðar sem hafa staðið í meira en eina öld. Við vitum of vel hvað er að gerast til að vera hlutlaus og láta sem við séum ómeðvituð um ástandið. Beiðnin til okkar er því sú að við notum sömu meðul sem gögnuðust suðurafrísku þjóðinni í baráttu hennar til að binda enda á aðskilnaðarstefnuna. Margir þeir sem upplifðu aðskilnaðarstefnuna í verki í Suður-Afríku, leiðtogar eins og Nelson Mandela og Desmond Tutu, hafa staðhæft að kerfislæg kúgun Ísraelsmanna sé mun skelfilegri en það sem þeir upplifðu á myrkustu tímum Apartheid. Sniðgangan bar árangur þar, hún ætti að bera árangur í Ísrael og Palestínu líka. Ég er ísraelskur gyðingur og geri mér fulla grein fyrir áhrifamætti þess að hvetja til sniðgöngu og viðskiptabanns gegn ríki mínu. Ég hef búið í Ísrael allt mitt líf og er sannfærður um að réttindamálin þrjú, sem sniðgönguáætlunin gengur út á og þrýstir á Ísraela um að virða og uppfylla, séu heilög hverjum heiðvirðum manni burtséð frá trú þeirra eða þjóðerni. Þetta er líka ástæða þess að svo margir gyðingar út um allan heim styðja sniðgönguáætlunina. Það verður að verja rétt Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza til að losna undan hernaðarlegri ánauð og ofbeldi, rétt Palestínumanna í Ísrael til að öðlast sömu borgaraleg réttindi og aðrir þegnar Ísraels og rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur heim. Við viljum því senda þau skilaboð að á meðan Ísrael virðir ekki þessi réttindi eru Ísraelar útilokaðir frá alþjóðasamfélaginu.Höfundur er prófessor í sagnfræði við háskólann í Exeter Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ákallið um sniðgöngu Ísraels, ásamt viðskiptabanni og fjárlosun (e. Boycott, Divestment and Sanctions) átti uppruna sinn í samfélagi Palestínumanna (í gegnum hundruð frjálsra félagasamtaka) fyrir þrettán árum síðan. Ákallið barst víða að; frá palestínsku samfélagi, frá Ísrael, hinum hernumda Vesturbakka og umsetna Gazasvæðinu ásamt samfélagi palestínskra flóttamanna víðsvegar um heiminn. Ástæður ákallsins eru augljósar. Þjóðarhreyfing Palestínumanna fór í gegn um tvö stig í baráttu sinni fyrir frelsi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar í kjölfar hörmunganna (Nakbah) eftir stríðið 1948, þar sem land Palestínumanna var tekið eignarnámi af hreyfingu Síonista og helmingur þjóðarinnar var hrakinn burt frá sínu heimalandi í kerfisbundnum þjóðernishreinsunum ásamt því að helmingur palestínskra þorpa voru þurrkuð út. Fyrsta skrefið var einkennandi fyrir baráttuna gegn nýlendustefnunni sem hófst um 1950-1960 og var það vopnuð andspyrna sem mistókst (nema í því að halda þjóðernishreyfingunni á lífi og beina kastljósi heimsins að málinu). PLO, Frelsissamtök Palestínu, tóku við kyndlinum á níunda áratugnum með diplómatískum aðferðum sem gáfu af sér Óslóarsamkomulagið árið 1993. Ekki einungis brást Óslóarsamkomulagið algjörlega, heldur reyndist það vera bragð Ísraelsstjórnarinnar til að koma á óbeinni herstjórn á Vesturbakkanum og Gaza. Í þessu friðarferli fengu Ísraelsmenn friðhelgi til að framkvæma nýlendustefnu sína á hernumdu svæðunum. Lífsgæði Palestínumanna, beggja vegna Grænu línunnar, versnuðu til muna eftir að friðarferlið mistókst. Staða flóttamanna var jafn slæm og lausnin varð enn fjarlægari eftir atburðina í Sýrlandi (palestínsku flóttamannabúðirnar í Yarmuk voru nánast þurrkaðar út). Palestínumenn á Gaza reyna enn að veita vopnaða mótspyrnu, og þar til nýlega jafnvel með sjálfsmorðssprengjum. Aftur á móti er trúin á sterka, óvopnaða og friðsama andspyrnu sterkari í palestínsku samfélagi, með sniðgönguna að vopni og að sú aðferð sé heillavænlegust til árangurs til að stöðva hörmungarnar (Nakbah) sem dynja á þjóð þeirra. Það er því gild ástæða til að styðja sniðgönguna, hún er rétta svarið við ákalli kúgaðs samfélags um alþjóðlega samstöðu og aðstoð í baráttunni.Stuðlar að óróa nær og fjær Önnur ástæðan er sú, að hernámið heldur ekki aðeins áfram, það versnar dag frá degi. Við verðum að stöðva eyðileggingu Palestínu og Palestínumanna, fyrst og fremst vegna Palestínumanna sjálfra en einnig vegna Ísraela og Miðausturlanda og alls heimsins í raun. Hinn skelfilegi raunveruleiki Palestínu veldur uppnámi í múslima- og arabaheiminum og stuðlar að óróa nær og fjær. Þriðja og síðasta ástæðan er að sniðganga er friðsöm aðgerð sem hver maður með sómakennd ætti að styðja, einnig þeir sem vilja ekki standa aðgerðalausir hjá og ósnortnir af þjáningum þjóðar sem hafa staðið í meira en eina öld. Við vitum of vel hvað er að gerast til að vera hlutlaus og láta sem við séum ómeðvituð um ástandið. Beiðnin til okkar er því sú að við notum sömu meðul sem gögnuðust suðurafrísku þjóðinni í baráttu hennar til að binda enda á aðskilnaðarstefnuna. Margir þeir sem upplifðu aðskilnaðarstefnuna í verki í Suður-Afríku, leiðtogar eins og Nelson Mandela og Desmond Tutu, hafa staðhæft að kerfislæg kúgun Ísraelsmanna sé mun skelfilegri en það sem þeir upplifðu á myrkustu tímum Apartheid. Sniðgangan bar árangur þar, hún ætti að bera árangur í Ísrael og Palestínu líka. Ég er ísraelskur gyðingur og geri mér fulla grein fyrir áhrifamætti þess að hvetja til sniðgöngu og viðskiptabanns gegn ríki mínu. Ég hef búið í Ísrael allt mitt líf og er sannfærður um að réttindamálin þrjú, sem sniðgönguáætlunin gengur út á og þrýstir á Ísraela um að virða og uppfylla, séu heilög hverjum heiðvirðum manni burtséð frá trú þeirra eða þjóðerni. Þetta er líka ástæða þess að svo margir gyðingar út um allan heim styðja sniðgönguáætlunina. Það verður að verja rétt Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza til að losna undan hernaðarlegri ánauð og ofbeldi, rétt Palestínumanna í Ísrael til að öðlast sömu borgaraleg réttindi og aðrir þegnar Ísraels og rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur heim. Við viljum því senda þau skilaboð að á meðan Ísrael virðir ekki þessi réttindi eru Ísraelar útilokaðir frá alþjóðasamfélaginu.Höfundur er prófessor í sagnfræði við háskólann í Exeter
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun