Leynilegar friðarviðræður í Afganistan Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2018 08:37 Fjöldi hermanna, jafnt í afganska stjórnarhernum sem og úr röðum talíbana, hafa fallið í átökum að undanförnu. Vísir/epa Talíbanar eru sagðir hafa átt leynilegar friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld. John Nicholson, herforinginn sem fer fyrir aðgerðum Bandaríkjahers í Afganistan, segir að alþjóðastofnanir og fulltrúar hinna ýmsu stjórnvalda hafi komið að viðræðunum. Forseti Afganistan, Asraf Ghani, hvatti til friðarviðræðna í febrúar síðastliðnum. Þá svöruðu Talíbanar ekki kallinu en mikið mannfall í báðum fylkingum á síðustu mánuðum virðist hafa ýtt við leiðtogum þeirra. Talíbanar hafa þó ekki látið af árásum sínum. Þeir réðust til að mynda á innanríkisráðuneyti Afghanistans í gær og ekki er langt síðan að þeir létu til skarar skríða gegn lögreglustöðvum og kjósendum í landinu.Sjá einnig: Forseti Afghanistan býðst til að viðurkenna TalíbanaÁ sama tíma er talið að um 50 Talíbanar hafi fallið í áhlaupi Bandaríkjamanna og afganska stjórnarhersins, sem framkvæmt var í suðvesturhluta landsins á dögunum. Herforinginn Nicholson líkti ástandinu í Afganistan við Kolumbíu. Þar geisaði borgarastríð í um 50 ár áður en friðarsamningur var formlega undirritaður. Því væri ekki óheyrt að árangur gæti náðst þrátt fyrir áframhaldandi blóðsúthellingar.Nicholson vildi ekki tjá blaðamönnum hvaða einstaklingar það væru sem sest hefðu við samningaborðið í leynilegu viðræðunum. Engu að síður sagði herforinginn að um væri að ræða nokkuð háttsetta Talíbana.Talið er að tilboð forseta Afganistan, sem lagði til í febrúar að gera Talíbana að stjórnmálaflokki ef þeir létu af árásum sínum og viðurkenndu stjórnarskrá landsins, hafi verið jafnframt orðið til þess að liðka fyrir viðræðunum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forseti Afganistan býðst til að viðurkenna Talíbana Forseti Afganistan vill binda enda á stríðið og býðst til að viðurkenna Talíbana sem lögmæt stjórnmálasamtök. 28. febrúar 2018 10:45 Árásirnar beinast gegn kjósendum Minnst fjórtán fórust og tugir særðust í sprengjuárás á mosku í austurhluta Afganistan í gær. 7. maí 2018 06:00 Gríðarlegar sprengingar í Kabúl Þrjár stórar sprengjur sprungu í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. 9. maí 2018 08:21 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Talíbanar eru sagðir hafa átt leynilegar friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld. John Nicholson, herforinginn sem fer fyrir aðgerðum Bandaríkjahers í Afganistan, segir að alþjóðastofnanir og fulltrúar hinna ýmsu stjórnvalda hafi komið að viðræðunum. Forseti Afganistan, Asraf Ghani, hvatti til friðarviðræðna í febrúar síðastliðnum. Þá svöruðu Talíbanar ekki kallinu en mikið mannfall í báðum fylkingum á síðustu mánuðum virðist hafa ýtt við leiðtogum þeirra. Talíbanar hafa þó ekki látið af árásum sínum. Þeir réðust til að mynda á innanríkisráðuneyti Afghanistans í gær og ekki er langt síðan að þeir létu til skarar skríða gegn lögreglustöðvum og kjósendum í landinu.Sjá einnig: Forseti Afghanistan býðst til að viðurkenna TalíbanaÁ sama tíma er talið að um 50 Talíbanar hafi fallið í áhlaupi Bandaríkjamanna og afganska stjórnarhersins, sem framkvæmt var í suðvesturhluta landsins á dögunum. Herforinginn Nicholson líkti ástandinu í Afganistan við Kolumbíu. Þar geisaði borgarastríð í um 50 ár áður en friðarsamningur var formlega undirritaður. Því væri ekki óheyrt að árangur gæti náðst þrátt fyrir áframhaldandi blóðsúthellingar.Nicholson vildi ekki tjá blaðamönnum hvaða einstaklingar það væru sem sest hefðu við samningaborðið í leynilegu viðræðunum. Engu að síður sagði herforinginn að um væri að ræða nokkuð háttsetta Talíbana.Talið er að tilboð forseta Afganistan, sem lagði til í febrúar að gera Talíbana að stjórnmálaflokki ef þeir létu af árásum sínum og viðurkenndu stjórnarskrá landsins, hafi verið jafnframt orðið til þess að liðka fyrir viðræðunum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Forseti Afganistan býðst til að viðurkenna Talíbana Forseti Afganistan vill binda enda á stríðið og býðst til að viðurkenna Talíbana sem lögmæt stjórnmálasamtök. 28. febrúar 2018 10:45 Árásirnar beinast gegn kjósendum Minnst fjórtán fórust og tugir særðust í sprengjuárás á mosku í austurhluta Afganistan í gær. 7. maí 2018 06:00 Gríðarlegar sprengingar í Kabúl Þrjár stórar sprengjur sprungu í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. 9. maí 2018 08:21 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Forseti Afganistan býðst til að viðurkenna Talíbana Forseti Afganistan vill binda enda á stríðið og býðst til að viðurkenna Talíbana sem lögmæt stjórnmálasamtök. 28. febrúar 2018 10:45
Árásirnar beinast gegn kjósendum Minnst fjórtán fórust og tugir særðust í sprengjuárás á mosku í austurhluta Afganistan í gær. 7. maí 2018 06:00
Gríðarlegar sprengingar í Kabúl Þrjár stórar sprengjur sprungu í miðborg Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. 9. maí 2018 08:21