Segir fréttaflutning frá Gasa mjög villandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. maí 2018 06:00 Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhóli Ísraelsmanna. Vísir/eyþór „Sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi bað um fund vegna undirskriftasöfnunarinnar og þessarar pressu hér á landi um að Ísland taki ekki þátt í Eurovision-keppninni í Ísrael á næsta ári og eins og kurteisra manna er siður þá urðum við við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenskra Eurovision-fara. Felix sat fundinn í fjarveru Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, sem er erlendis, en fundinn sat einnig framkvæmdastjórn Eurovision-keppninnar á Íslandi. Um 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland taki ekki þátt í Eurovison í Ísrael á næsta ári. „Okkar hlutverk á þessum fundi var nú fyrst og fremst að hlusta á og heyra hans sjónarmið í málinu en svo höldum við bara áfram að vinna að málinu hér innanhúss eins og áður,“ segir Felix.GÃsli Marteinn Baldursson Felix Bergsson Eurovision þulir RÚVHann segir að ef ákveðið yrði að Ísland taki ekki þátt í keppninni yrði sú ákvörðun ekki tekin fyrr en í haust. „Við munum taka okkur þann tíma sem við þurfum til að fara í gegnum málið og hlusta á þá sem vilja við okkur tala,“ segir Felix. „Þetta var afslappaður og ágætur fundur. Þau hlustuðu á mín sjónarmið og gerðu mér grein fyrir því að formlegur ferill við ákvörðun um þátttöku í keppninni væri ekki hafinn en gáfu mér engin fyrirheit um ákvörðun í því, hvorki jákvæð né neikvæð,“ segir Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, og bætir við: „En það var mikilvægt fyrir mig að koma því á framfæri að Ísrael myndi bíða þeirra án tillits til þess í hvaða borg keppnin fer fram. Sendiherrann boðaði til blaðamannafundar í Reykjavík í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhorni Ísraelsmanna. Í yfirlýsingu hans á fundinum kom fram að, eins og umræðan hér á landi blasti við honum virtust íslenskir fjölmiðlar hafa þau viðhorf til átakanna á Gasa að Ísraelar hefðu viljandi og af blóðþorsta drepið fjölda friðsamra mótmælenda fyrr í mánuðinum. Hann sagði þetta eins langt frá sannleikanum og hugsast gæti. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sendiherra Ísraels kvartar undan „ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir, segir sendiherrann í bréfi til hollenskrar sjónvarpsstöðvar. 24. maí 2018 19:00 Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi bað um fund vegna undirskriftasöfnunarinnar og þessarar pressu hér á landi um að Ísland taki ekki þátt í Eurovision-keppninni í Ísrael á næsta ári og eins og kurteisra manna er siður þá urðum við við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenskra Eurovision-fara. Felix sat fundinn í fjarveru Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, sem er erlendis, en fundinn sat einnig framkvæmdastjórn Eurovision-keppninnar á Íslandi. Um 25 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að Ísland taki ekki þátt í Eurovison í Ísrael á næsta ári. „Okkar hlutverk á þessum fundi var nú fyrst og fremst að hlusta á og heyra hans sjónarmið í málinu en svo höldum við bara áfram að vinna að málinu hér innanhúss eins og áður,“ segir Felix.GÃsli Marteinn Baldursson Felix Bergsson Eurovision þulir RÚVHann segir að ef ákveðið yrði að Ísland taki ekki þátt í keppninni yrði sú ákvörðun ekki tekin fyrr en í haust. „Við munum taka okkur þann tíma sem við þurfum til að fara í gegnum málið og hlusta á þá sem vilja við okkur tala,“ segir Felix. „Þetta var afslappaður og ágætur fundur. Þau hlustuðu á mín sjónarmið og gerðu mér grein fyrir því að formlegur ferill við ákvörðun um þátttöku í keppninni væri ekki hafinn en gáfu mér engin fyrirheit um ákvörðun í því, hvorki jákvæð né neikvæð,“ segir Raphael Schutz, sendiherra Ísraels, og bætir við: „En það var mikilvægt fyrir mig að koma því á framfæri að Ísrael myndi bíða þeirra án tillits til þess í hvaða borg keppnin fer fram. Sendiherrann boðaði til blaðamannafundar í Reykjavík í gær þar sem hann fór yfir stöðuna á Gasa frá sjónarhorni Ísraelsmanna. Í yfirlýsingu hans á fundinum kom fram að, eins og umræðan hér á landi blasti við honum virtust íslenskir fjölmiðlar hafa þau viðhorf til átakanna á Gasa að Ísraelar hefðu viljandi og af blóðþorsta drepið fjölda friðsamra mótmælenda fyrr í mánuðinum. Hann sagði þetta eins langt frá sannleikanum og hugsast gæti.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sendiherra Ísraels kvartar undan „ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir, segir sendiherrann í bréfi til hollenskrar sjónvarpsstöðvar. 24. maí 2018 19:00 Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sendiherra Ísraels kvartar undan „ósmekklegu gríni“ á kostnað Nettu Við fögnum því ekki þegar Palestínumenn eru drepnir, segir sendiherrann í bréfi til hollenskrar sjónvarpsstöðvar. 24. maí 2018 19:00
Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39