Scroll-Landsmot

Fréttamynd

Landsmótið í myndum

Landsmót hestamanna fór fram með pompi og prakt í Víðidal í Reykjavík í síðustu viku. Mótið var afar vel heppnað og lagði fjöldi fólks leið sína í Víðidalinn til að berja glæsilegustu gæðinga landsins augum. Vísir fylgdist með mótinu frá byrjun. Hér höfum við tekið saman myndasyrpu af mótinu þar sem finna má fjölda mynda af keppninni og gestunum sem fylgdust með.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti sigur Einars Öder í 26 ár | Myndasyrpa

Einar Öder Magnússon á Glóðafeyki frá Halakoti vann B-flokk gæðinga á Landsmóti hestamanna sem lauk á Hvammsvelli í Víðidal í dag. Þetta var fyrsti sigur Einars á Landsmóti í 26 ár en Einar ræktar hesta sína sjálfur.

Sport
Fréttamynd

Fróði og Sigurður með óvæntan sigur í A-flokki

Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson komu flestum á óvart og höfðu sigur í stórkostlegum lokaúrslitum A-flokks gæðinga á Landsmóti hestamanna í Víðidal. Aðeins örfáar kommur skildu að hina glæsilegu gæðinga.

Sport
Fréttamynd

Keppni í B-úrslitum á Landsmóti

Í B-úrslitum var háð spennandi keppni um eitt laust sæti í úrslitum. Hér eru svipmyndir frá keppni í A-flokki, barnaflokki, tölti og B-flokki gæðinga.

Sport
Fréttamynd

Æðisleg stemning á Landsmóti

Veðrið lék við gesti Landsmótsins hestamanna í Víðidalnum í gær þegar hátíðleg setningarathöfn fór fram. Hópreiðin var mögnuð í alla staði þar sem hópur knapa á öllum aldri setti mótið á eftirminnilegan hátt...

Lífið
Fréttamynd

Vegfarendum beint annað

Aðkoma bíla og götur umhverfis mótsstað Landsmóts hestamanna í Víðidal í Reykjavík anna ekki umferð þúsunda bíla. Umferðarstofa hefur því hvatt vegfarendur og íbúa í hverfinu umhverfis mótstaðinn til að hjóla eða ganga um svæðið, annars velja aðrar leiðir.

Innlent
Fréttamynd

Heimsmeistari úr leik

Heimsmeistarinn í fjórgangi í hestaíþróttum er úr leik á Landsmótinu í Víðidal eftir að hún viðbeinsbrotnaði í keppni í b-flokki gæðinga í gær. Heismeistarinn, Berglind Ragnarsdóttir, var að keppa á Frakki frá Laugavöllum þegar óhappið varð. Hún segir að það hafi verið bleyta á vellinum sem olli því að hesturinn rann og missti fótana þegar hann var á stökki

Innlent
Fréttamynd

Heimsmet á Hvammsvelli í kvöld

Nói frá Stóra-Hofi Illingssonur fékk 8,48 í aðaleinkunn í flokki fjögurra vetra stóðhesta. Þetta er hæsti dómur sem fallið hefur. Nói getur enn bætt einkunn sína í yfirlitssýningu.

Sport
  • «
  • 1
  • 2