Sport

Dagmar og Glódís unnu B-úrslitin í unglingaflokki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagmar Öder og Glódís frá Halakoti.
Dagmar Öder og Glódís frá Halakoti. Mynd / Dagur Brynjólfsson
Dagmar Öder Einarsdóttir á Glódísi frá Halakoti sigraði í B-úrslitum í unglingaflokki. Með sigrinum komust þær stöllur í A-úrslitin í unglingaflokkinum.

Dagmar og Glódís voru efstar að lokinni forkeppninni en þar sem fetið var ekki nógu gott í milliriðlunum þurftu þær að láta sér lynda sæti í B-úrslitum.

Dagmar og Glódís fengu 8,73 í meðaleinkunn en næstar komu Valdís Björk Guðmundsdóttir og Hrefna frá Dallandi.

Niðurstöður voru eftirfarandi:

8. Dagmar Öder Einarsdóttir Glódís frá Halakoti 8,68 - 8,66 - 8,70 - 8,88 = 8,73

9. Valdís Björk Guðmundsdóttir Hrefna frá Dallandi 8,50 - 8,50 - 8,42 - 8,62 = 8,51

10. Rakel Jónsdóttir Íkon frá Hákoti 8,38 - 8,40 - 8,62 - 8,62 = 8,51

11. Hulda Kolbeinsdóttir Nemi frá Grafarkoti 8,24 - 8,48 - 8,50 - 8,44 = 8,42

12. Nína María Hauksdóttir Kolfinna frá Efri-Rauðalæk 8,44 - 8,46 - 8,30 - 8,38 = 8,40

13. Þórunn Þöll Einarsdóttir Mozart frá Álfhólum 8,34 - 8,34 - 8,34 - 8,42 =8,36

14. Jóna Guðbjörg Guðmundsdóttir Smyrill frá Hellu 8,38 - 8,22 - 8,32 - 8,36 = 8,32

15. Harpa Sigríður Bjarnadóttir Sváfnir frá Miðsitju 8,50 - 8,14 - 8,34 - 8,28 =8,32




Fleiri fréttir

Sjá meira


×