Sport

Einar Öder og Glóðafeykir sigruðu í A-úrslitum B-flokks gæðinga

Einar Öder ásamt eiginkonu sinni og Glóðafeyki.
Einar Öder ásamt eiginkonu sinni og Glóðafeyki. Mynd / Eiðfaxi.is
Veðrið lék ekki beint við landsmótsgesti í A-úrslitum B-flokks gæðinga. Rigningin skall á rétt fyrir úrslit en hafði það þó lítil áhrif á knapa og hesta, því keppni milli sterkustu fjórgangshesta landsins var æsispennandi fram að síðustu einkunn.

Klárarnir voru missterkir á hæga töltinu. Reynsuboltarnir Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir voru öryggið uppmálað og hlutu þau hæstu einkunn keppenda, 8,80. Hrímnir frá Ósi fór einnig fallega hjá Guðmundi Björgvinssyni og uppskáru þeir 8,78.

Þá var brokkað. Þar höfðu sjarmatröllinn Glóðafeyki frá Halakoti og Einar Öder Magnússon vinningin, hlutu glæsilega 9,12 en bæði Hrímnir, Loki frá Selfossi og Eldjárn frá Tjaldhólum skoruðu hátt.

Glóðafeykir og Einar höfðu einnig yfirburði í kröftugri sýningu keppenda á hröðu tölti, uppskáru 9,18. Það sama má segja um einkunnir fyrir vilja og fegurð í reið, þar heillaði Glóðafeykir dómarana hlaut 9,16 fyrir vilja og 8,92 fyrir fegurð í reið. Sigur gamla refsins og hins töfrandi Glóðafeykis var því tryggður með slétta 9,00 í lokaeinkunn og Einar hampaði Háfetabikarnum verðskuldað.

Glóðafeykir og Einar voru einnig senuþjófar flokksins á síðasta ári, þegar þeir höfnuðu í 3. sæti flokksins á landsmóti eftir að hafa sigrað í B-úrslitum. Í viðtali við kynni mótsins eignaði Einar hestinum sínum stórkostlega sigurinn að öllu leyti. Einar sjálfur hefur ekki unnið á landsmót síðan 1986 og er því sigur hans ansi sætur.

Heyrst hefur að Einar stefni næst með Glóðafeyki sinn til Berlínar á Heimsmeistaramótið 2013.

Keppendur/ Hægt tölt/ Brokk / Greitt tölt / Vilji / Fegurð í reið /Lokaeinkunn

1. Glóðafeykir frá Halakoti og Einar Öder Magnússon: 8,52 - 9,12 - 9,18 - 9,16 - 8,92 = 9,00

2. Hrímnir frá Ósi og Guðmundur Björgvinsson: 8,78 - 8,90 - 9,00 - 8,98 - 9,06 = 8,97

3. Loki frá Selfossi og Sigurður Sigurðarson: 8,62 - 8,94 - 9,02 - 8,98 - 9,04 = 8,95

4. Eldjárn frá Tjaldhólum og Halldór Guðjónsson: 8,38 - 8,92 - 8,94 - 8,90 - 8,68 = 8,77

5. Sveigur frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir: 8,80 - 8,64 - 8,68 - 8,76 =8,72

6. Freyðir frá Leysingjastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson: 8,58 - 8,68 - 8,82 - 8,70 - 8,74 - 8,68 = 8,70

7. Álfur frá Selfossi og Christina Lund: 8,54 - 8,46 - 8,86 - 8,68 - 8,74 = 8,67

8. Stefnir frá Þjóðólfshaga 1 og Viðar Ingólfsson: 8,40 - 8,28 - 8,70 - 8,48 - 8,50 = 8,48




Fleiri fréttir

Sjá meira


×