Sport

Kári og Tónn sigruðu í A-úrslitum í ungmennaflokki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári og Tónn í Víðidalnum í dag.
Kári og Tónn í Víðidalnum í dag. Mynd / Eiðfaxi.is
Kári Steinsson og Tónn frá Melkoti höfðu sigur í A-úrslitum ungmennaflokks á lokadegi Landsmóts hestamanna í Víðidal.

Kári og Tónn hlutu meðaleinkunnina 8,78 en næstir á eftir þeim komu Ásmundur Ernir Snorrason og Reyr frá Melabergi með 8,74. Mjótt á munum.

Kári og Tónn voru efstir að lokinni forkeppni en sluppu í A-úrslitin með sjöundu bestu einkunnina í milliriðlunum.

Niðurstöður:

Knapi Hestur Hægt tölt - Brokk - Yfirferð - Vilji og geðslag - Fegurð í reið

1. Kári Steinsson Tónn frá Melkoti 8,66 - 8,68 - 8,96 - 8,88 - 8,74 = 8,78

2. Ásmundur Ernir Snorrason Reyr frá Melabergi 8,86 - 8,66 - 8,64 - 8,68 - 8,88 = 8,74

3. Teitur Árnason Hróarskelda frá Hafsteinsstöðum 8,38 - 8,82 - 8,84 - 8,78 - 8,70 = 8,70

4. Arnar Bjarki Sigurðsson Kaspar frá Kommu 8,30 - 8,82 - 8,82 - 8,78 - 8,56 = 8,66

5. Ragnar Tómasson Sleipnir frá Árnanesi 8,50 - 8,60 - 8,80 - 8,72 - 8,62 = 8,65

6. Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir Glíma frá Bakkakoti 8,52 - 8,60 - 8,78 - 8,70 - 8,64 = 8,65

7. Julia Lindmark Lómur frá Langholti 8,60 - 8,66 - 8,62 - 8,60 - 8,66 = 8,63

8. Ellen María Gunnarsdóttir Lyfting frá Djúpadal 8,40 - 8,42 - 8,46 - 8,42 - 8,44 = 8,43

9. Anna Kristín Friðriksdóttir Glaður frá Grund 8,50 - 8,36 - 8,42 - 8,40 - 8,44 = 8,42




Fleiri fréttir

Sjá meira


×