Landsdómur

Fréttamynd

Drógu lappirnar í dótturfélagavæðingu Icesave

Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóranna fyrrverandi, spurðist sérstaklega fyrir um það á fyrri hluta árs 2008 hvort þvinga mætti Landsbankann til að flytja Icesave í dótturfélag með lagabreytingu því Landsbankamenn höfðu lítið sem ekkert gert til að flýta fyrir flutningi reikningana úr íslenskri ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Allir sammála um að ógerlegt væri að minnka bankakerfið

Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að hugmynd um að minnka bankakerfið hafi verið algerlega óraunhæf þegar komið var fram á árið 2008. Þetta sagði hann þegar Andri Árnason, verjandi Geirs, spurði hann hvort miklar umræður hefðu verið um þetta á því ári.

Innlent
Fréttamynd

Halldór túlkar Landsdómsmálið á sinn einstaka hátt

Halldór Baldursson, skopteiknari Fréttablaðsins hefur tekið sér stöðu í Landsdómi þar sem hann ætlar að varpa ljósi á málið með sínu einstaka hætti. Halldór er fyrir löngu orðinn ástsælasti skopmyndateiknari þjóðarinnar og hafa myndir hans verið fastur liður á síðum Fréttablaðsins síðustu ár. Þannig hefur Halldór sennilega teiknað flestar þær persónur sem hafa verið kallaðar fyrir Landsdóm áður. Gert er ráð fyrir að afraksturinn birtist á síðum blaðsins á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Telur vinnu samráðshópsins hafa verið gagnlega

Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að hann hafi talið vinnu samráðshóps um fjármálastöðugleika vera mjög gagnleg. Hann geri ekki athugasemdir við það hvernig hópnum hafi verið stýrt. Þetta kom fram í máli Ingimundar í vitnaleiðslum fyrir landsdómi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ingimundur mættur í dóminn

Vitnaleiðslur í landsdómsmálinu hófust að nýju nú strax klukkan níu. Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er mættur í vitnastúku. Hann sat í bankastjórn með Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni heitnum. Ingimundur býr í Osló en er kominn í Þjóðmenningarhúsið til að bera vitni. Upphaflega var þó gert ráð fyrir að hann myndi gefa dómnum skýrslu í gegnum síma.

Innlent
Fréttamynd

Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór fyrir Landsdóm í dag

Réttarhöldum verður haldið áfram fyrir Landsdómi í dag og munu þá Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór Bollason fyrrverandi ráðuneytastjórar, Jón Sigurðsson fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Jón Þ. Sigurgeirsson framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabankans, bera vitni meðal annarra. Um það bil 50 manns hafa verið boðaðir í skýrslutöku fyrir dómnum.

Innlent
Fréttamynd

Dagur 2 í Landsdómsmálinu - 271 Twitter færsla

Öðrum degi Landsdómsmálsins lauk rétt fyrir klukkan 18:00 í dag. Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður stjórnar Seðlabanka Íslands og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hafði þá gefið skýrslu í tæplega fjóra tíma, en á undan honum höfðu Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og fyrrverandi aðalhagfræðingur seðlabankans, gefið skýrslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðtalið við Davíð Oddsson í heild sinni

"Það var kannski þægilegra að gera það, það var í samræmi við óskhyggjuna. Við erum þannig gerð að við viljum heyra góðar fréttir frekar en slæmar,“ sagði Davíð Oddsson, fyrrum formaður bankastjórna Seðlabankans, eftir að hann hafði gefið skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann var spurður að því afhverju forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu trúað bankamönnum um stöðu bankanna fyrir hrun frekar en aðvörunarorðum.

Innlent
Fréttamynd

Dýrmætar heimildir að myndast í Landsdómsmálinu

Hafi einhvern tímann verið ástæða til að nýta undanþágur til að senda beint úr dómssal þá er það í Landsdómsmálinu. Þetta segir sagnfræðingur en dýrmætar heimildir eru að myndast sem öruggara er að geta stuðst við milliliðalaust.

Innlent
Fréttamynd

Þessi eiga eftir að bera vitni í Landsdómi

Nú eru tveir dagar liðnir af réttarhöldum yfir Geir H. Haarde fyrir Landsdómi. Málið hófst á skýrslutöku yfir Geir sjálfum í gær en í dag mættu þeir Björgvin G. Sigurðsson, Arnór Hannibalsson og Davíð Oddsson.

Innlent
Fréttamynd

Vitnaleiðslum lokið í dag

Vitnaleiðslum er lokið í dag í Landsdómi sem fram fer í Þjóðmenningarhúsinu . Það hefst aftur klukkan níu í fyrramálið. Þá mun Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri bera vitni.

Innlent
Fréttamynd

Taldi Fjármálaeftirlitið allt of veikt

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segist ekki hafa komið áhyggjum sínum af því hve veikt Fjármálaeftirlitið á Íslandi var fyrir hrun formlega á framfæri við stjórnvöld. En hann hafi samt ekki legið á þessari skoðun sinni. Hann hafi óhikað gert Fjármálaeftirlitinu sjálfu grein fyrir þessari skoðun sinni.

Innlent
Fréttamynd

"Þú talar ekki svona við mig drengur"

Davíð Oddsson segir að í ljós hafi komið við bankahrunið að Fjármálaeftirlitið væri mjög veikt. Þá hafi komið í ljós daginn eftir Glitnir var þjóðnýttur að viðmið Fjármálaeftirlitsins um það hvað var talið tengdir aðilar var orðið mjög frjálslegt

Innlent
Fréttamynd

Segir Ingibjörgu hafa viljað 40 milljarða evra lán fyrir bankana

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lagði til að bönkunum yrði bjargað með því að útvega 30 til 40 milljarða evra. Þetta sagði Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, fyrir landsdómi á fjórða tímanum í dag. Hann sagði að það hefði verið dauði fyrir ríkið að fara þá leið.

Innlent
Fréttamynd

Landsdómur: Annar dagur - Þriðja samantekt - myndskeið

Breki Logason og Þorbjörn Þórðarson fréttamenn fara yfir stöðu mála í Landsdómsmálinu. Í myndskeiðinu má sjá þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, mætir í Þjóðmenningarhúsið. Úr beinni útsendingu á Vísi klukkan 14.

Innlent
Fréttamynd

Bankastjórarnir héldu að bankarnir myndu hrynja 2006

Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, hringdi í Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, á laugardegi sumarið 2006 vegna áhyggna bankastjóra viðskiptabankanna af því að bankarnir yrðu komnir á hausinn tveimur dögum seinna. Davíð greindi frá þessu í Landsdómi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Davíð segist hafa fengið áhyggjur löngu fyrir fall bankanna

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segist hafa haft áhyggjur af stöðu bankanna löngu áður en komið var fram á árið 2008. Ekki hafi allir verið sammála honum í fyrstu. Hann sagði að það sem hefði meðal annars valdið áhyggjum hans hafi verið hvernig fyrirtæki hafi verið keypt upp á ógnarhraða, fyrirtæki rekin ár eftir ár án þess að nokkur sýnilegur hagnaður væri af starfsemi þeirra og of mikið gert úr viðskiptavild þegar eignarstaða fyrirtækja var bókfærð.

Innlent
Fréttamynd

Davíð mættur í Landsdóm

Davíð Oddsson er kominn í hús, en hann mun nú bera vitni fyrir Landsdómi. Davíð var seðlabankastjóri þegar hrunið varð og er ein af lykilpersónunum í sögu hrunsins. Það er því beðið með eftirvæntingu um það hvað Davíð mun segja um málið.

Innlent
Fréttamynd

Eins og dauðvona krabbameinssjúklingur

"Þarna var dauðvona krabbameinssjúklingur að fá hjartaáfall" sagði Arnór um fall bankanna þegar hann bar vitni fyrir Landsdómi nú eftir hádegið. Hann sagði að lausafjárvandi banakanna væri eins og hjartaáfall en eiginfjárvandi eins og krabbamein fyrir banka.

Innlent
Fréttamynd

Landsdómur: Annar dagur - Önnur samantekt

Breki Logason og Þorbjörn Þórðarson fréttamenn fara yfir stöðu mála í Landsdómsmálinu og það sem gerðist milli klukkan fyrir hádegi í dag. Þá sat fyrir svörum Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Arnór Sighvatsson ber vitni næst

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, er kominn til þess að bera vitni í Landsdómsmálinu. Arnór var aðalhagfræðingur Seðlabankans í aðdraganda hrunsins en varð aðstoðarseðlabankastjóri þegar lögum um bankann var breytt og Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson létu af störfum.

Innlent
Fréttamynd

Vitnaleiðslum yfir Björgvin lokið

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segist ekkert vita hvers vegna honum var haldið frá fundum með fulltrúum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans þegar ákveðið var að ríkissjóður tæki yfir 75% hlut í Glitni í lok september 2008.

Innlent
Fréttamynd

Tóku Icesave-vandann mjög alvarlega

Íslensk stjórnvöld tóku Icesave-vandann mjög alvarlega, af því að hann ógnaði stöðugleika á viðkvæmum tímum,” sagði Björgvin G. Sigurðsson í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi nú skömmu fyrir hádegið. Hann sagði að vandinn hefði oft verið ræddur. Í huga Geirs Haarde hafi aldrei komið til greina að Ísland tæki á sig ábyrgð á reikningum sem íslensk yfirvöld tóku engan þátt í að stofna.

Innlent
Fréttamynd

Landsdómur: Annar dagur - Fyrsta samantekt

Breki Logason og Þorbjörn Þórðarson fréttamenn fara yfir stöðu mála í Landsdómsmálinu og það sem gerðist milli klukkan 10 og 11 í morgun. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er mættur í Þjóðmenningarhúsið en Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sat fyrir svörum.

Innlent