Innlent

Viðtalið við Davíð Oddsson í heild sinni

„Það var kannski þægilegra að gera það, það var í samræmi við óskhyggjuna. Við erum þannig gerð að við viljum heyra góðar fréttir frekar en slæmar," sagði Davíð Oddsson, fyrrum formaður bankastjórna Seðlabankans, eftir að hann hafði gefið skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann var spurður að því afhverju forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu trúað bankamönnum um stöðu bankanna fyrir hrun frekar en aðvörunarorðum.

Davíð gaf skýrslu í nokkra klukkutíma í Landsdómi í dag og sló hann á létta strengi inn á milli. Hann veitti svo fjölmiðlamönnum viðtal eftir að skýrslutökunni var lokið. Landsdómsmálið heldur áfram í fyrramálið klukkan níu, en þá munu meðal annars Ingimundur Friðiksson, fyrrum seðlabankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í Fjármálaráðuneytinu, gefa skýrslu. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.

Hér fyrir ofan er hægt að sjá viðtalið í heild sinni en það er tæpar 8 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×