Innlent

Beiðni um beina útsendingu frá Landsdómi hafnað

Erla Hlynsdóttir skrifar
Geir H. Haarde í Landsdómi í gær.
Geir H. Haarde í Landsdómi í gær. Mynd/Anton Brink
Landsdómur hefur hafnað beiðni fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, um að að koma fyrir myndavél í dómsal þannig að hægt verði að senda réttarhöldin yfir Geir H. Haarde út í beinni útsendingu.

Fréttastofa RÚV fór einnig fram á það við Landsdóm að endurskoðuð verði ákvörðun um að leyfa hvorki hljóðritun né myndatökur í þinghaldi við aðalmeðferðina yfir Geir.

Báðar fréttastofur fengu formlegt svar í morgun þar sem þessum beiðnum var hafnað.

Vísað er til þess að samkvæmt lögum um meðferð sakamála sé óheimilt að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi, en tekið fram að dómari geti veitt undanþágu frá banninu ef sérstaklega stendur á.

Ritari landsdóms undirritar svarbréf til fréttastofu. Þar kemur fram að slík undanþáta hefur ekki áður verið veitt. Þá segir að beiðni fréttastofu hafi borist of seint til að ráðrúm hafi gefist til að fara yfir afstöðu málsaðila til beiðninnar, mögulegar truflanir af útsendingunni fyrir þinghaldið og að tryggja hefði að öðrum fjölmiðlum gæfist sami kostur og þeim sem óskað hafa eftir undanþágunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×