Bandaríkin

Fréttamynd

Segir orð­ræðu og stefnu Trump endur­óma ris nas­ismans

„Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“

Erlent
Fréttamynd

Er vin­sælasta jóla­lag sögunnar stolið?

Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. 

Lífið
Fréttamynd

Gengu út af við­burði Clinton og mót­mæltu

Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 

Innlent
Fréttamynd

Ashley Judd refsað fyrir að vitna gegn Weinstein

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Ashley Judd segir að henni sé enn refsað fyrir að hafa greint frá kynferðislegu áreiti kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem samanlagt hefur verið dæmdur í tæplega fjörutíu ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn konum.

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýs­endur á­hyggju­fullir vegna um­mæla Musks og gyðingahaturs

Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sagður nota hvert tæki­færi til að auðgast per­sónu­lega

Bandaríski þingmaðurinn George Santos, sem gjarnan er kallaður „lygni þingmaðurinn“ vegna ítrekaðra og umfangsmikilla lyga hans, tilkynnti í gær að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Það gerði hann í kjölfar þess að siðferðisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti harðorða skýrslu um hann.

Erlent
Fréttamynd

Grænt ljós á aðra til­raun með stærstu eld­flaug heims

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið starfsmönnum SpaceX grænt ljós á nýtt tilraunaskot geimfarsins Starship þar sem nota á stærstu eldflaug heims til að koma geimfarinu næstum því út í geim. Fyrsta tilraunaskotið sem framkvæmd var í apríl misheppnaðist, þegar bæði eldflaugin og geimfarið sprungu í loft upp.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heim­sóknar Clinton

Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni.

Menning
Fréttamynd

Þing­maður reyndi að slást við nefndargest

Markwayne Mullin, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Oklahoma, reyndi í gær að fá Sean O‘Brien, forstöðumann stórs verkalýðsfélags í Bandaríkjunum, til að slást við sig á nefndarfundi. Mennirnir tveir vörðu um sex mínútum í að móðga hvern annan á meðan Bernie Sanders, formaður þingnefndarinnar, reyndi að fá þá til að hætta.

Erlent
Fréttamynd

Íranskir her­menn féllu lík­lega í á­rásum Banda­ríkja­manna

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gærkvöldi myndbönd af loftárásum hersins á byltingarverði Íran og vígahópa sem Írans styður í austurhluta Sýrlands á dögunum. Árásirnar voru gerðar vegna ítrekaðra árása meðlima vígahópa í Írak og Sýrlandi á bandaríska hermenn þar.

Erlent
Fréttamynd

Systir Donald Trump er látin

Maryanne Trump Barry, elsta systir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er látin, 86 ára að aldri. Hún hafði verið á líknardeild síðustu vikur lífs síns vegna krabbameins. 

Erlent
Fréttamynd

Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýr­landi

Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir.

Erlent
Fréttamynd

Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu

Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann.

Erlent
Fréttamynd

Á­fram á­rásir á Banda­ríkja­menn í Írak og Sýr­landi

Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

Jill Stein gerir aðra at­lögu að Hvíta húsinu

Jill Stein tilkynnti í kvöld að hún ætlaði aftur að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna og aftur fyrir Græningja. Hún bauð sig einnig fram árið 2016 og hefur verið sökuð um það að hafa kostað Demókrata Hvíta húsið og tryggt Donald Trump embættið.

Erlent
Fréttamynd

Segja Ísraela hafa sam­þykkt tíma­bundin hlé

Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða.

Erlent