„Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2025 12:51 Daði Már kveðst fylgjast náið með þróun mála. Vísir/Vilhelm Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að það þurfi að horfa marga áratugi aftur í tímann til að sjá eitthvað í líkingu við þá atburði sem eru að eiga sér stað í fjármálaheiminum í dag vegna ákvörðunar Bandaríkjaforseta í tollamálum. Í dag heldur forsætisráðherra út til Brussel til að funda með forsvarsmönnum ESB og til að reyna að koma þeim í skilning um stöðu Íslands. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun, að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á heimsmörkuðum og sagði að til staðar væri hætta á að heimskreppa gæti skollið á. Daði sagðist deila áhyggjum Ásgeirs af þróuninni. „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður eða við þurfum að fara mjög marga áratugi aftur í tímann – og í raun allt annan heim - til þess að sjá eitthvað svipað þannig að ég deili þeim áhyggjum með honum að þetta er ný staða og við þurfum að fylgjast mjög náið með hvernig þróunin verður.“ Hann var þá beðinn um að leggja mat á mögulegt framhald þessarar þróunar sem farin er af stað. „Það er mjög erfitt að spá um framtíðina. Viðbrögð Kína kölluðu á ný viðbrögð frá Bandaríkjunum, verði meira af því þá vitum við raunverulega ekki hvar þetta endar. Við þessa fyrstu útgáfu sem kom af tollunum var okkar mat að áhrifin á íslenska hagkerfið væru ekki veruleg, ekki beinu áhrifin, en auðvitað ef þetta hægir mjög á hagvexti í heiminum þá eru það aldrei góðar fréttir fyrir lítið og opið hagkerfi,“ sagði Daði Már. Í dag heldur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra út til Kaupmannahafnar og í fyrramálið til Brussel til að eiga þar fundi með forsvarsmönnum Evrópusambandsins til að reyna að tryggja stöðu Íslands. „Við erum náttúrulega hluti af innri markaðnum sem EES og EFTA-land en við erum ekki í tollabandalagi Evrópusambandsins. Ég hef verið í virkum samskiptum við hin löndin sem eru í þessu EFTA bandalagi, Noreg og Liechtenstein og við erum í sameiningu að reyna að koma þeim skilaboðum til skila að ef það verður farið í einhverja allsherjar tolla eða innflutningstakmarkanir hjá Evrópusambandinu að þá verði litið til þess að þrátt fyrir að við séum ekki í tollabandalagi þá séum við virkur hluti af innri markaðnum og að við lendum ekki í þeim tollum þannig að þetta eru skilaboðin sem hafa verið lengi að koma frá okkur og núna erum við að ítreka þau í persónu í Brussel á morgun.“ Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. 8. apríl 2025 12:43 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun, að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á heimsmörkuðum og sagði að til staðar væri hætta á að heimskreppa gæti skollið á. Daði sagðist deila áhyggjum Ásgeirs af þróuninni. „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður eða við þurfum að fara mjög marga áratugi aftur í tímann – og í raun allt annan heim - til þess að sjá eitthvað svipað þannig að ég deili þeim áhyggjum með honum að þetta er ný staða og við þurfum að fylgjast mjög náið með hvernig þróunin verður.“ Hann var þá beðinn um að leggja mat á mögulegt framhald þessarar þróunar sem farin er af stað. „Það er mjög erfitt að spá um framtíðina. Viðbrögð Kína kölluðu á ný viðbrögð frá Bandaríkjunum, verði meira af því þá vitum við raunverulega ekki hvar þetta endar. Við þessa fyrstu útgáfu sem kom af tollunum var okkar mat að áhrifin á íslenska hagkerfið væru ekki veruleg, ekki beinu áhrifin, en auðvitað ef þetta hægir mjög á hagvexti í heiminum þá eru það aldrei góðar fréttir fyrir lítið og opið hagkerfi,“ sagði Daði Már. Í dag heldur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra út til Kaupmannahafnar og í fyrramálið til Brussel til að eiga þar fundi með forsvarsmönnum Evrópusambandsins til að reyna að tryggja stöðu Íslands. „Við erum náttúrulega hluti af innri markaðnum sem EES og EFTA-land en við erum ekki í tollabandalagi Evrópusambandsins. Ég hef verið í virkum samskiptum við hin löndin sem eru í þessu EFTA bandalagi, Noreg og Liechtenstein og við erum í sameiningu að reyna að koma þeim skilaboðum til skila að ef það verður farið í einhverja allsherjar tolla eða innflutningstakmarkanir hjá Evrópusambandinu að þá verði litið til þess að þrátt fyrir að við séum ekki í tollabandalagi þá séum við virkur hluti af innri markaðnum og að við lendum ekki í þeim tollum þannig að þetta eru skilaboðin sem hafa verið lengi að koma frá okkur og núna erum við að ítreka þau í persónu í Brussel á morgun.“
Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. 8. apríl 2025 12:43 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. 8. apríl 2025 12:43
Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34
Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25