Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 19:18 Musk var ekki ánægður með svívirðingar net-trölla sem rigndu yfir hann meðan hann dó ítrekað í tölvuleiknum Path of Exile 2. Getty Auðjöfurinn Elon Musk slökkti á beinu tölvuleikjastreymi sínu eftir að hafa þurft að þola látlausa svívirðingahríð af hendi nettrölla. Musk gekk erfiðlega í leiknum og dó ítrekað en hann hefur viðurkennt að hafa borgað öðrum til að koma karakterum hans á hærra stig. Hinn 53 ára Musk var um borð í einkaþotu sinni á laugardagskvöld þegar hann ákvað að sýna hve öflug nettenging Starlink-gervihnattarins væri í flugvélinni. Það gerði hann með því að streyma sjálfum sér að spila tölvuleikinn Path of Exile 2 (PoE2) á samfélagsmiðlinum X. Tölvuleikurinn er í miklu uppáhaldi hjá Musk en í byrjun árs kom mörgum á óvart að hann skyldi vera meðal stigahæstu spilara heims, á sama tíma og hann rekur fyrirtæki sín og sparnaðarstofnunina DOGE. Eftir að Musk birti af sér myndband að spila leikinn fyrr á árinu kom í ljós að færni hans samræmdist ekki stiginu sem karakter hans var staddur á. Netverjar voru vissir um að hann hefði svindlað á einhvern hátt eða kæmi ekki hreint fram. Á endanum viðurkenndi Musk að hann hefði borgað öðrum spilurum til að spila með karakter sinn og þannig komast á hærra stig. Þóttist vera barnsmóðirin sem Musk deilir um forræði við Um borð í einkaþotunni streymdi Musk í beinni á X af sér að spila leikinn á hæsta erfiðleikastigi. Fljótt kom í ljós að hann réði illa við erfiðleikastigið þar sem hann dó ítrekað. Það var þó bara smámál fyrir suðurafríska auðjöfurinn samanborið við tröllin sem tóku að birtast í netspjalli leiksins. Hver notandinn á fætur öðrum birtist á spjallinu til að svívirða Musk sem virtist ekki kunna að slökkva á spjallinu heldur aðeins geta þaggað niður í hverjum og einum þeirra. Musk sat því þögull í rúman einn og hálfan tíma meðan notendur með nöfn á borð við „ELON_IS_A_PEEDOPHILE“ og „ELON_MUSK_IS_PATHETIC“ spömmuðu svívirðingar á borð við: „Þú átt enga vini og þú munt deyja einn“ og „Þú munt alltaf vera óöruggur og sú tilfinning mun aldrei hverfa.“ „Elon. Þetta er ég, Ashley St. Claire. Ég hef engar aðrar leiðir til að hafa samband við þig svo ég keypti aðgang að PoE2. Vinsamlegast borgaðu meðlagið þitt. Takk Elon,“ sagði einn notandi sem þóttist þannig vera íhalds-áhrifavaldurinn sem stendur nú í forræðisdeilu við Musk vegna fimm mánaða gamals sonar þeirra. Musk á fjórtán börn með fjórum konum. Auk forræðisdeilunnar við St. Claire þá deildi hann við tónlistarkonuna Grimes um forræði yfir þremur börnum þeirra. Þá hefur Musk afneitað elsta barni sínu, Vivian Wilson, sem kom út sem trans kona fyrir nokkrum árum og sagði hann vók-hugarvírus hafa drepið hana. Tengingin rofnaði skyndilega Aðrir notendur netspjallsins reyndu að sýna Musk hvernig ætti að þagga alveg niður í spjallinu en hann lét ekki af því verða. Aðrir hrósuðu milljarðamæringnum og þökkuðu honum fyrir störf hans. Meirihluti notendanna var hins vegar andvígur Musk og drekkti spjallinu í svívirðingum. Musk var mættur á bæjarfund í Wisconsin um daginn vegna kosningabaráttu fyrir hæstaréttarsæti í ríkinu. Reglulega mátti sjá Musk líta til hliðar til að skoða skilaboð í spjallinu sem pirruðu hann greinilega. „Það er einhver að spamma spjallið,“ sagði hann og blokkað notanda sem skrifaði „Þú eyðilagðir landið eins og þú eyðilagðir öll hjónaböndin þín“ ítrekað. Í annað skipti talaði Musk um að það væri mikið af „þroskaheftu“ fólki í spjallinu eftir að einn notandi sagði Tesla vera að hrynja. Musk entist í rúmar 100 mínútur áður en nettengingin slitnaði skyndilega og streymið kláraðist. Töldu einhverjir að Musk hefði þar hætt í fússi, sem kallast „rage-quit“ í tungutaki tölvuleikjaspilara, vegna svívirðinganna og ítrekaðra dauðsfalla í tölvuleiknum. Musk eyddi klippunni í kjölfarið af X áður en henni var hlaðið upp á Youtube af einhverjum öðrum. Ef eitthvað þá sýnir þetta atvik að hver sem er getur lent í neteinelti, jafnvel einn ríkasti maður heims. Elon Musk Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Hinn 53 ára Musk var um borð í einkaþotu sinni á laugardagskvöld þegar hann ákvað að sýna hve öflug nettenging Starlink-gervihnattarins væri í flugvélinni. Það gerði hann með því að streyma sjálfum sér að spila tölvuleikinn Path of Exile 2 (PoE2) á samfélagsmiðlinum X. Tölvuleikurinn er í miklu uppáhaldi hjá Musk en í byrjun árs kom mörgum á óvart að hann skyldi vera meðal stigahæstu spilara heims, á sama tíma og hann rekur fyrirtæki sín og sparnaðarstofnunina DOGE. Eftir að Musk birti af sér myndband að spila leikinn fyrr á árinu kom í ljós að færni hans samræmdist ekki stiginu sem karakter hans var staddur á. Netverjar voru vissir um að hann hefði svindlað á einhvern hátt eða kæmi ekki hreint fram. Á endanum viðurkenndi Musk að hann hefði borgað öðrum spilurum til að spila með karakter sinn og þannig komast á hærra stig. Þóttist vera barnsmóðirin sem Musk deilir um forræði við Um borð í einkaþotunni streymdi Musk í beinni á X af sér að spila leikinn á hæsta erfiðleikastigi. Fljótt kom í ljós að hann réði illa við erfiðleikastigið þar sem hann dó ítrekað. Það var þó bara smámál fyrir suðurafríska auðjöfurinn samanborið við tröllin sem tóku að birtast í netspjalli leiksins. Hver notandinn á fætur öðrum birtist á spjallinu til að svívirða Musk sem virtist ekki kunna að slökkva á spjallinu heldur aðeins geta þaggað niður í hverjum og einum þeirra. Musk sat því þögull í rúman einn og hálfan tíma meðan notendur með nöfn á borð við „ELON_IS_A_PEEDOPHILE“ og „ELON_MUSK_IS_PATHETIC“ spömmuðu svívirðingar á borð við: „Þú átt enga vini og þú munt deyja einn“ og „Þú munt alltaf vera óöruggur og sú tilfinning mun aldrei hverfa.“ „Elon. Þetta er ég, Ashley St. Claire. Ég hef engar aðrar leiðir til að hafa samband við þig svo ég keypti aðgang að PoE2. Vinsamlegast borgaðu meðlagið þitt. Takk Elon,“ sagði einn notandi sem þóttist þannig vera íhalds-áhrifavaldurinn sem stendur nú í forræðisdeilu við Musk vegna fimm mánaða gamals sonar þeirra. Musk á fjórtán börn með fjórum konum. Auk forræðisdeilunnar við St. Claire þá deildi hann við tónlistarkonuna Grimes um forræði yfir þremur börnum þeirra. Þá hefur Musk afneitað elsta barni sínu, Vivian Wilson, sem kom út sem trans kona fyrir nokkrum árum og sagði hann vók-hugarvírus hafa drepið hana. Tengingin rofnaði skyndilega Aðrir notendur netspjallsins reyndu að sýna Musk hvernig ætti að þagga alveg niður í spjallinu en hann lét ekki af því verða. Aðrir hrósuðu milljarðamæringnum og þökkuðu honum fyrir störf hans. Meirihluti notendanna var hins vegar andvígur Musk og drekkti spjallinu í svívirðingum. Musk var mættur á bæjarfund í Wisconsin um daginn vegna kosningabaráttu fyrir hæstaréttarsæti í ríkinu. Reglulega mátti sjá Musk líta til hliðar til að skoða skilaboð í spjallinu sem pirruðu hann greinilega. „Það er einhver að spamma spjallið,“ sagði hann og blokkað notanda sem skrifaði „Þú eyðilagðir landið eins og þú eyðilagðir öll hjónaböndin þín“ ítrekað. Í annað skipti talaði Musk um að það væri mikið af „þroskaheftu“ fólki í spjallinu eftir að einn notandi sagði Tesla vera að hrynja. Musk entist í rúmar 100 mínútur áður en nettengingin slitnaði skyndilega og streymið kláraðist. Töldu einhverjir að Musk hefði þar hætt í fússi, sem kallast „rage-quit“ í tungutaki tölvuleikjaspilara, vegna svívirðinganna og ítrekaðra dauðsfalla í tölvuleiknum. Musk eyddi klippunni í kjölfarið af X áður en henni var hlaðið upp á Youtube af einhverjum öðrum. Ef eitthvað þá sýnir þetta atvik að hver sem er getur lent í neteinelti, jafnvel einn ríkasti maður heims.
Elon Musk Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira