Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2025 10:53 Alexander Stubb, forseti Finnlands, á þemaþingi Norðurlandsráðs í síðustu viku. Hann er liðtækur kylfingur og spilaði golf með Bandaríkjaforseta á dögunum. Magnus Fröderberg/norden.org Forseti Finnlands telur að Norðurlöndin ættu að leggja áherslu á góð samskipti við Bandaríkin til þess að tryggja að þau fari ekki í „ranga átt“. Hann sagðist ekki trúaður á að Bandaríkin segðu skilið við NATO þegar íslenskur þingmaður spurði hann út í framtíð vestræna varnarsamstarfsins. Blikur hafa verið á lofti um framtíð Atlantshafsbandalagsins eftir forsetaskipti í Bandaríkjunum í byrjun árs. Stjórn repúblikana hefur sagt Evrópuríkjum að varnir Evrópu séu ekki lengur forgangsmál hennar. Þá vakti ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu og taka undir málflutning stjórnvalda í Kreml um stríðið ugg í brjósti evrópskra ráðamanna. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Alexander Stubb, forseta Finnlands hvort Bandaríkin væru enn traustur bandamaður á þemaþingi Norðurlandaráðs þar sem öryggis- og varnarmál voru í öndvegi í síðustu viku. Vísaði hún til „ólíðandi“ orðræðu vestanhafs í garð Grænlendinga og Dana en Bandaríkjastjórn hefur ítrekað lýst því yfir að hún ætli að komast yfir danska landssvæðið með einum eða öðrum hætti að undanförnu. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði Stubb út í sambandið við Bandaríkin.Magnus Fröderberg/norden.org Stubb, sem hafði spilað golf með Bandaríkjaforseta á Flórída skömmu áður, sagði að allir yrðu að skilja að samband Bandaríkjanna og Evrópu væri að breytast. Breytingar væru alltaf erfiðar og ógnvekjandi en Norðurlöndin þyrftu að ákveða hvernig þau ætluðu að bregðast við. Að hans dómi ættu Norðurlöndin að rækta góð tengsl við Bandaríkjastjórn og tryggja að hún verði áfram virk í NATO. „Af því sem ég hef heyrt og af samræðum mínum við bandaríska forsetann sé ég engar vísbendingar frá alvörugefnu fólki um að Bandaríkin yfirgefi NATO,“ sagði finnski forsetinn. Hafa ýmislegt fram að færa Norðurlöndin gætu hvert og eitt eflt tengslin við Bandaríkin og hefðu ýmislegt fram að færa. „Á þessari stundu hef ég mikla trú á að við ættum að vinna með Bandaríkjunum til að tryggja að þau fari ekki í ranga átt,“ sagði Stubb. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninn á NATO og bandalagsríki Bandaríkjanna þar, sérstaklega vegna þess að hann telur þau ekki leggja nógu mikið fé til eigin varna. Á fyrra kjörtímabili hans frá 2017 til 2021 ræddi hann um að draga Bandaríkin út úr NATO. Hann hótaði einnig að koma ekki aðildarríkjum NATO til varnar ef ráðist væri á þau en það er grundvallarforsenda varnarbandalagsins að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Bandaríkin NATO Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira
Blikur hafa verið á lofti um framtíð Atlantshafsbandalagsins eftir forsetaskipti í Bandaríkjunum í byrjun árs. Stjórn repúblikana hefur sagt Evrópuríkjum að varnir Evrópu séu ekki lengur forgangsmál hennar. Þá vakti ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu og taka undir málflutning stjórnvalda í Kreml um stríðið ugg í brjósti evrópskra ráðamanna. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Alexander Stubb, forseta Finnlands hvort Bandaríkin væru enn traustur bandamaður á þemaþingi Norðurlandaráðs þar sem öryggis- og varnarmál voru í öndvegi í síðustu viku. Vísaði hún til „ólíðandi“ orðræðu vestanhafs í garð Grænlendinga og Dana en Bandaríkjastjórn hefur ítrekað lýst því yfir að hún ætli að komast yfir danska landssvæðið með einum eða öðrum hætti að undanförnu. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði Stubb út í sambandið við Bandaríkin.Magnus Fröderberg/norden.org Stubb, sem hafði spilað golf með Bandaríkjaforseta á Flórída skömmu áður, sagði að allir yrðu að skilja að samband Bandaríkjanna og Evrópu væri að breytast. Breytingar væru alltaf erfiðar og ógnvekjandi en Norðurlöndin þyrftu að ákveða hvernig þau ætluðu að bregðast við. Að hans dómi ættu Norðurlöndin að rækta góð tengsl við Bandaríkjastjórn og tryggja að hún verði áfram virk í NATO. „Af því sem ég hef heyrt og af samræðum mínum við bandaríska forsetann sé ég engar vísbendingar frá alvörugefnu fólki um að Bandaríkin yfirgefi NATO,“ sagði finnski forsetinn. Hafa ýmislegt fram að færa Norðurlöndin gætu hvert og eitt eflt tengslin við Bandaríkin og hefðu ýmislegt fram að færa. „Á þessari stundu hef ég mikla trú á að við ættum að vinna með Bandaríkjunum til að tryggja að þau fari ekki í ranga átt,“ sagði Stubb. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninn á NATO og bandalagsríki Bandaríkjanna þar, sérstaklega vegna þess að hann telur þau ekki leggja nógu mikið fé til eigin varna. Á fyrra kjörtímabili hans frá 2017 til 2021 ræddi hann um að draga Bandaríkin út úr NATO. Hann hótaði einnig að koma ekki aðildarríkjum NATO til varnar ef ráðist væri á þau en það er grundvallarforsenda varnarbandalagsins að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Bandaríkin NATO Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Sjá meira