Umhverfismál Umhverfinu meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fór ófögrum orðum um stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum í ræðu sem hann hélt á landsfundi Miðflokksins í dag. Innlent 14.8.2021 15:02 Bann við einnota plasti er ekki loftslagsmál Bann við einnota plastvörum er ekki hugsað til að sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda heldur aðeins til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að það sé sjálfstætt umhverfisvandamál að plast og plasteindir endi í dýrum og berist jafnvel úr þeim í menn þó lausnir við því geti vissulega haldist í hendur við það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Innlent 12.8.2021 19:08 Heimila veiði meira en tvöfalt fleiri úlfa en lagt var til Ráðamenn í Wisconsin í Bandaríkjunum hafa ákveðið að gefa út 300 veiðileyfi á úlfa í ríkinu í haust. Það er meira en tvöfalt það sem sérfræðingar lögðu til. Erlent 12.8.2021 14:57 Að skjóta sendiboðann – svar við MAST Undanfarna daga hefur mikil umræða átt sér stað um það hroðalega myndefni sem kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók nýverið upp í íslenskum sjókvíum. Skoðun 12.8.2021 13:01 Shell greiðir milljarða vegna olíuleka í Nígeríu fyrir hálfri öld Olíurisinn Shell hefur loks fallist á að greiða nígerískum þjóðflokki meira en fjórtán milljarða króna í bætur vegna meiriháttar olíuleka í Biafra-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Þar með lýkur áralöngum málaferlum vegna lekans. Erlent 12.8.2021 10:04 Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. Viðskipti innlent 12.8.2021 08:25 Friðlandið í Flatey tvöfaldað að stærð Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í gær auglýsingu um stækkun friðlandsins í Flatey. Meginmarkmið friðlýsingarinnar er að vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla, einkum varpsvæði fágætra fuglategunda, s.s. þórshana, kríu og lunda. Innlent 12.8.2021 06:31 Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. Neytendur 11.8.2021 19:31 Íslenski hesturinn með Gretu Thunberg í Vogue Greta Thunberg situr fyrir á forsíðu fyrsta tölublaðs Vogue Scandinavia. Með henni á forsíðunni er Íslenski hesturinn Strengur. Í blaðinu má finna nokkrar fallegar myndir af þeim saman. Lífið 11.8.2021 17:32 Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. Erlent 11.8.2021 10:59 Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. Innlent 10.8.2021 09:33 Tíminn að renna okkur úr greipum Tíminn til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga er að renna okkur úr greipum, að sögn eins höfunda nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. Innlent 9.8.2021 19:00 Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón. Innlent 9.8.2021 14:51 „Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. Innlent 9.8.2021 13:55 Stærsti eldurinn í sögu Kaliforníu Dixie-eldurinn svokallaði, sem valdið hefur gífurlegu tjóni í Kaliforníu er orðinn stærsti staki gróðureldur í skráðri sögu ríkisins. Gróðureldurinn hefur logað í 23 daga en köld nótt virðist hafa hægt á útbreiðslu hans. Erlent 8.8.2021 14:22 Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. Innlent 6.8.2021 15:22 Ást á óspilltu landi Þegar ég bjó í Hollandi á árunum 1994 til 2008 þótti mér gaman að segja frá því hvað tilfinningin sem fylgir því að eiga landið sitt gerir fyrir íslensku þjóðarsálina og þar af leiðandi fyrir mig. Svolítið rómantískt, en fallegt og kröftugt. Skoðun 5.8.2021 14:02 Eiturblöndur valda tvöfalt meiri dauða meðal býflugna Vísindamenn hafa komist að því að skordýraeiturblöndur geta valdið tvöfalt meiri dauða meðal býflugna en áður var talið. Þeir leggja til að haldið sé áfram að hafa eftirlit með notkun slíkra kokteila eftir að notkun þeirra hefur verið heimiluð. Erlent 5.8.2021 07:10 Náttúrulitun í nútímasamhengi á Hönnunarsafni Íslands Sigmundur Páll Freysteinsson er fatahönnuður sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann hefur dvalið í rannsóknarrými Hönnunarsafns Íslands í sumar með það að markmiði að þróa ný kerfi í sjálfbærri hönnun og umhverfisvænni framleiðslu, sem nýtir auðlindir Íslands. Menning 4.8.2021 16:01 „Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“ Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. Innlent 28.7.2021 21:16 Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. Innlent 27.7.2021 18:24 Færanlegur forstjóri Umhverfisstofnunar Forstjóri Umhverfisstofnunar bregður oft undir sig betri fætinum og fer út á land með skrifstofuna sína en stofnunin er með starfsstöðvar á níu stöðum víðs vegar um landið. Forstjórinn segir að það verði mun meira úr verki þegar unnið er á landsbyggðinni í stað höfuðborgarinnar. Innlent 25.7.2021 09:03 Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar. Innlent 22.7.2021 22:22 Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. Innlent 21.7.2021 22:22 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. Viðskipti innlent 20.7.2021 23:03 Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. Erlent 20.7.2021 12:05 Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. Innlent 19.7.2021 10:52 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. Viðskipti innlent 14.7.2021 22:44 Ekki ástæða til að aðhafast vegna myndbands óskráðrar ferðaskrifstofu Ekki er talin ástæða til að aðhafast vegna utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi sem meint ferðaskrifstofa að nafninu Morii tours birti á Twitter, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Svo virðist sem að heimasíðu Morii tours hafi verið eytt eftir umfjöllun um myndbandið. Innlent 14.7.2021 15:18 Hafa náð tökum á þremur af 67 gróðureldum í Bandaríkjunum Rúmlega fjórtán þúsund slökkviliðsmenn og aðrir berjast um þessar mundir við fjölmarga skógar- og gróðurelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Eldarnir spanna um fjögur þúsund ferkílómetra en heilt yfir loga 67 stórir eldar sem hafa brennt meira en 900 þúsund ekrur. Erlent 14.7.2021 10:23 « ‹ 42 43 44 45 46 47 48 49 50 … 95 ›
Umhverfinu meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fór ófögrum orðum um stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum í ræðu sem hann hélt á landsfundi Miðflokksins í dag. Innlent 14.8.2021 15:02
Bann við einnota plasti er ekki loftslagsmál Bann við einnota plastvörum er ekki hugsað til að sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda heldur aðeins til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að það sé sjálfstætt umhverfisvandamál að plast og plasteindir endi í dýrum og berist jafnvel úr þeim í menn þó lausnir við því geti vissulega haldist í hendur við það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Innlent 12.8.2021 19:08
Heimila veiði meira en tvöfalt fleiri úlfa en lagt var til Ráðamenn í Wisconsin í Bandaríkjunum hafa ákveðið að gefa út 300 veiðileyfi á úlfa í ríkinu í haust. Það er meira en tvöfalt það sem sérfræðingar lögðu til. Erlent 12.8.2021 14:57
Að skjóta sendiboðann – svar við MAST Undanfarna daga hefur mikil umræða átt sér stað um það hroðalega myndefni sem kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók nýverið upp í íslenskum sjókvíum. Skoðun 12.8.2021 13:01
Shell greiðir milljarða vegna olíuleka í Nígeríu fyrir hálfri öld Olíurisinn Shell hefur loks fallist á að greiða nígerískum þjóðflokki meira en fjórtán milljarða króna í bætur vegna meiriháttar olíuleka í Biafra-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Þar með lýkur áralöngum málaferlum vegna lekans. Erlent 12.8.2021 10:04
Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. Viðskipti innlent 12.8.2021 08:25
Friðlandið í Flatey tvöfaldað að stærð Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í gær auglýsingu um stækkun friðlandsins í Flatey. Meginmarkmið friðlýsingarinnar er að vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla, einkum varpsvæði fágætra fuglategunda, s.s. þórshana, kríu og lunda. Innlent 12.8.2021 06:31
Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. Neytendur 11.8.2021 19:31
Íslenski hesturinn með Gretu Thunberg í Vogue Greta Thunberg situr fyrir á forsíðu fyrsta tölublaðs Vogue Scandinavia. Með henni á forsíðunni er Íslenski hesturinn Strengur. Í blaðinu má finna nokkrar fallegar myndir af þeim saman. Lífið 11.8.2021 17:32
Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins. Erlent 11.8.2021 10:59
Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær. Innlent 10.8.2021 09:33
Tíminn að renna okkur úr greipum Tíminn til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga er að renna okkur úr greipum, að sögn eins höfunda nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. Innlent 9.8.2021 19:00
Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón. Innlent 9.8.2021 14:51
„Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. Innlent 9.8.2021 13:55
Stærsti eldurinn í sögu Kaliforníu Dixie-eldurinn svokallaði, sem valdið hefur gífurlegu tjóni í Kaliforníu er orðinn stærsti staki gróðureldur í skráðri sögu ríkisins. Gróðureldurinn hefur logað í 23 daga en köld nótt virðist hafa hægt á útbreiðslu hans. Erlent 8.8.2021 14:22
Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. Innlent 6.8.2021 15:22
Ást á óspilltu landi Þegar ég bjó í Hollandi á árunum 1994 til 2008 þótti mér gaman að segja frá því hvað tilfinningin sem fylgir því að eiga landið sitt gerir fyrir íslensku þjóðarsálina og þar af leiðandi fyrir mig. Svolítið rómantískt, en fallegt og kröftugt. Skoðun 5.8.2021 14:02
Eiturblöndur valda tvöfalt meiri dauða meðal býflugna Vísindamenn hafa komist að því að skordýraeiturblöndur geta valdið tvöfalt meiri dauða meðal býflugna en áður var talið. Þeir leggja til að haldið sé áfram að hafa eftirlit með notkun slíkra kokteila eftir að notkun þeirra hefur verið heimiluð. Erlent 5.8.2021 07:10
Náttúrulitun í nútímasamhengi á Hönnunarsafni Íslands Sigmundur Páll Freysteinsson er fatahönnuður sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann hefur dvalið í rannsóknarrými Hönnunarsafns Íslands í sumar með það að markmiði að þróa ný kerfi í sjálfbærri hönnun og umhverfisvænni framleiðslu, sem nýtir auðlindir Íslands. Menning 4.8.2021 16:01
„Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“ Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. Innlent 28.7.2021 21:16
Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. Innlent 27.7.2021 18:24
Færanlegur forstjóri Umhverfisstofnunar Forstjóri Umhverfisstofnunar bregður oft undir sig betri fætinum og fer út á land með skrifstofuna sína en stofnunin er með starfsstöðvar á níu stöðum víðs vegar um landið. Forstjórinn segir að það verði mun meira úr verki þegar unnið er á landsbyggðinni í stað höfuðborgarinnar. Innlent 25.7.2021 09:03
Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar. Innlent 22.7.2021 22:22
Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni. Innlent 21.7.2021 22:22
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. Viðskipti innlent 20.7.2021 23:03
Miklir skógareldar í Síberíu Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist. Erlent 20.7.2021 12:05
Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. Innlent 19.7.2021 10:52
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. Viðskipti innlent 14.7.2021 22:44
Ekki ástæða til að aðhafast vegna myndbands óskráðrar ferðaskrifstofu Ekki er talin ástæða til að aðhafast vegna utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi sem meint ferðaskrifstofa að nafninu Morii tours birti á Twitter, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Svo virðist sem að heimasíðu Morii tours hafi verið eytt eftir umfjöllun um myndbandið. Innlent 14.7.2021 15:18
Hafa náð tökum á þremur af 67 gróðureldum í Bandaríkjunum Rúmlega fjórtán þúsund slökkviliðsmenn og aðrir berjast um þessar mundir við fjölmarga skógar- og gróðurelda í vesturhluta Bandaríkjanna. Eldarnir spanna um fjögur þúsund ferkílómetra en heilt yfir loga 67 stórir eldar sem hafa brennt meira en 900 þúsund ekrur. Erlent 14.7.2021 10:23