Gröfustjórinn segir að passa verði hverja þúfu í Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2022 23:23 Jóhann Haukur Sigurðsson, gröfumaður hjá Borgarverki, tók fyrstu skóflustunguna í Teigsskógi í dag. Arnar Halldórsson Ein umdeildasta vegagerð landsins, lagning vegar um Teigsskóg, hófst í dag, nítján árum eftir að tillaga um þessa veglínu var fyrst kynnt. Þessi ellefu kílómetra vegarkafli á að verða tilbúinn í október á næsta ári. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint úr Þorskafirði og rætt við sveitarstjóra Reykhólahrepps og gröfustjóra Borgarverks, sem tók fyrstu skóflustunguna. Sjá mátti hvar búið er að ryðja skóginn á um áttatíu metra breiðu belti þar sem vegstæðið verður og hvar grafan hóf moksturinn í dag. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, á framkvæmdasvæðinu í Þorskafirði í dag.Arnar Halldórsson „Fyrir nokkrum árum síðan var þetta draumur einn. Það er bara þannig. Þetta er náttúrlega búið að velkjast í kerfinu í mörg, mörg ár. En nú eru allir hlutir að gerast,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. En hvernig tilfinning var það að hefja þetta umdeilda verk, vegagerð um Teigsskóg? „Er þetta ekki bara þróun í vegamálum? Góð þróun. Að fá loksins færan veg hérna vesturúr,“ sagði Jóhann Haukur Sigurðsson gröfumaður. Fyrsta skóflustunga að nýjum kafla Vestfjarðavegar um Teigsskóg var tekin í dag.KMU En hafa heimamenn áhyggjur af því raski sem þarna verður á náttúrunni? „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af raski á náttúrunni. En það verður að vera jafnvægi milli manna og náttúru. Og við reyndum að finna bestu niðurstöðuna hvað það varðar,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „Það verður að passa hverja þúfu og að allur staðargróður endurheimtist. Að hann komist í vegfláana og að þetta líti út fyrir að vera bara vegur á yfirborðinu,“ sagði Jóhann Haukur. Hér sést vel hvernig búið er ryðja kjarrið úr vegstæðinu. Gamli vegslóðinn að eyðibýlinu Gröf til vinstri.Arnar Halldórsson „Þetta hefur gífurlegar breytingar í för með sér. Við erum að sjá til dæmis alla þessa atvinnuuppbyggingu fyrir vestan, á suðurfjörðunum, og allan flutninginn með verðmæti, sem fer hérna í gegnum sveitarfélagið hjá okkur. Þetta er þvílík breyting þar. Nú, hér búa íbúar, í sveitarfélaginu hjá okkur, það nær alveg að Skálanesi. Breytingin hjá því fólki er ekki lítil. Og inni í Gufudal og Djúpadal jafnvel. Þetta styttir allar leiðir inn á Reykhóla þar sem þetta fólk sækir þjónustu. Og jafnvel annað, til Reykjavíkur líka,“ segir sveitarstjórinn. Ítarlegri umfjöllun má sjá í frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. 29. maí 2022 07:54 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint úr Þorskafirði og rætt við sveitarstjóra Reykhólahrepps og gröfustjóra Borgarverks, sem tók fyrstu skóflustunguna. Sjá mátti hvar búið er að ryðja skóginn á um áttatíu metra breiðu belti þar sem vegstæðið verður og hvar grafan hóf moksturinn í dag. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, á framkvæmdasvæðinu í Þorskafirði í dag.Arnar Halldórsson „Fyrir nokkrum árum síðan var þetta draumur einn. Það er bara þannig. Þetta er náttúrlega búið að velkjast í kerfinu í mörg, mörg ár. En nú eru allir hlutir að gerast,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. En hvernig tilfinning var það að hefja þetta umdeilda verk, vegagerð um Teigsskóg? „Er þetta ekki bara þróun í vegamálum? Góð þróun. Að fá loksins færan veg hérna vesturúr,“ sagði Jóhann Haukur Sigurðsson gröfumaður. Fyrsta skóflustunga að nýjum kafla Vestfjarðavegar um Teigsskóg var tekin í dag.KMU En hafa heimamenn áhyggjur af því raski sem þarna verður á náttúrunni? „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af raski á náttúrunni. En það verður að vera jafnvægi milli manna og náttúru. Og við reyndum að finna bestu niðurstöðuna hvað það varðar,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „Það verður að passa hverja þúfu og að allur staðargróður endurheimtist. Að hann komist í vegfláana og að þetta líti út fyrir að vera bara vegur á yfirborðinu,“ sagði Jóhann Haukur. Hér sést vel hvernig búið er ryðja kjarrið úr vegstæðinu. Gamli vegslóðinn að eyðibýlinu Gröf til vinstri.Arnar Halldórsson „Þetta hefur gífurlegar breytingar í för með sér. Við erum að sjá til dæmis alla þessa atvinnuuppbyggingu fyrir vestan, á suðurfjörðunum, og allan flutninginn með verðmæti, sem fer hérna í gegnum sveitarfélagið hjá okkur. Þetta er þvílík breyting þar. Nú, hér búa íbúar, í sveitarfélaginu hjá okkur, það nær alveg að Skálanesi. Breytingin hjá því fólki er ekki lítil. Og inni í Gufudal og Djúpadal jafnvel. Þetta styttir allar leiðir inn á Reykhóla þar sem þetta fólk sækir þjónustu. Og jafnvel annað, til Reykjavíkur líka,“ segir sveitarstjórinn. Ítarlegri umfjöllun má sjá í frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Umhverfismál Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. 29. maí 2022 07:54 Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. 29. maí 2022 07:54
Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00
Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14