Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2022 18:36 Bjarni Jónsson rifjaði upp þrotlausa baráttu náttúruverndarfólks og heimamanna í Skagafirði fyrir verndun Héraðsvatnanna. Nú stendur til að færa þau í biðflokk í rammaáætlun. Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. Bjarni er þingmaður Vinstri grænna úr Skagafirði og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hann skrifaði ekki undir álit meirihlutans í nefndinni um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sérstaklega vegna óánægju með að Héraðsvötn í Skagafirði yrðu færð úr verndarflokki í biðflokk. Við umræður um málið á Alþingi í dag vísaði Bjarni í ályktun sem svæðisfélag VG í Skagafirði sendi frá sér í dag þar sem þess var krafist að Héraðsvötn og Jökulárnar í Skagafirði yrðu settar í verndarflokk. Sagði Bjarni að með breytingunum sem ríkisstjórnin legði til væru stigin skref aftur á bak í íslenskri náttúruvernd. Þær endurspegluðu ekki faglega niðurstöðu að baki rammaáætlunar um verndargildi ána. Dapurlegt væri einnig að ekki væri að finna sterkari náttúruverndartaugar í gömlu flokkunum tveimur, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við eigum ekki að samþykkja framtíðarsýn fortíðarafla sem felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða,“ sagði Bjarni. Getur ekki annað en staðið með fólkinu sínu Náttúruverndarsamtök stóðu fyrir mótmælum fyrir utan Alþingishúsið á meðan á umræðunni stóð. „Hér stend ég og get ekki annað en staðið áfram með fólkinu mínu sem hefur háð með mér baráttuna fyrir verndun jökulsánna í Skagafirði,“ sagði Bjarni og beygði af. „Öllu því fólki sem hefur lagt náttúruverndarbaráttunni lið um land allt og treystir á mig hér og aðra sem hér starfa. Fólkinu sem háir baráttu á öðrum stöðum á landinu af sama eldmóði en ekki síst að standa með náttúrunni sjálfri,“ sagði Bjarni. Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vatnsaflsvirkjanir Skagafjörður Vinstri græn Tengdar fréttir Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Bjarni er þingmaður Vinstri grænna úr Skagafirði og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Hann skrifaði ekki undir álit meirihlutans í nefndinni um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sérstaklega vegna óánægju með að Héraðsvötn í Skagafirði yrðu færð úr verndarflokki í biðflokk. Við umræður um málið á Alþingi í dag vísaði Bjarni í ályktun sem svæðisfélag VG í Skagafirði sendi frá sér í dag þar sem þess var krafist að Héraðsvötn og Jökulárnar í Skagafirði yrðu settar í verndarflokk. Sagði Bjarni að með breytingunum sem ríkisstjórnin legði til væru stigin skref aftur á bak í íslenskri náttúruvernd. Þær endurspegluðu ekki faglega niðurstöðu að baki rammaáætlunar um verndargildi ána. Dapurlegt væri einnig að ekki væri að finna sterkari náttúruverndartaugar í gömlu flokkunum tveimur, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. „Við eigum ekki að samþykkja framtíðarsýn fortíðarafla sem felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða,“ sagði Bjarni. Getur ekki annað en staðið með fólkinu sínu Náttúruverndarsamtök stóðu fyrir mótmælum fyrir utan Alþingishúsið á meðan á umræðunni stóð. „Hér stend ég og get ekki annað en staðið áfram með fólkinu mínu sem hefur háð með mér baráttuna fyrir verndun jökulsánna í Skagafirði,“ sagði Bjarni og beygði af. „Öllu því fólki sem hefur lagt náttúruverndarbaráttunni lið um land allt og treystir á mig hér og aðra sem hér starfa. Fólkinu sem háir baráttu á öðrum stöðum á landinu af sama eldmóði en ekki síst að standa með náttúrunni sjálfri,“ sagði Bjarni.
Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vatnsaflsvirkjanir Skagafjörður Vinstri græn Tengdar fréttir Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. 14. júní 2022 11:32
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39