Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júní 2022 12:29 Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undirritaði ekki álit meirihluta nefndarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða, þar sem Héraðsvötn voru til að mynda færð úr verndarflokk í biðflokk, og sagðist hann ekki munu styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndarflokki. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, á einnig sæti í nefndinni en hann skrifaði undir álitið ólíkt Bjarna og stendur við tillöguna um flutning. „Úr vernd yfir í bið þýðir að það þarf að meta kostina aftur. Þarna eru undirliggjandi mjög rík náttúruverðmæti sem eru ekki horfin, en mjög skiptar skoðanir um hvort þessir kostir eigi að fara í verndarflokk, náttúruverðmætanna vegna.ׅ“ Hann segist hafa mikla trú á rammaáætluninni sem stjórntæki og ítrekar að flutningur þýði ekki að Héraðsvötn verði flutt í nýtingarflokk. „Endurmat, þetta þýðir ekki ávísun á það að hluteigandi virkjunarkostur verði nokkurn tímann að veruleika. En ég skil alveg afstöðu fólks sem hefur barist kannski árum saman og áratugum saman fyrir vernd ákveðinna svæða sem að finnst þetta vera afturför.“ Málefni Héraðsvatna standa til að mynda sérstaklega nærri samflokksmanni Orra, honum Bjarna, en hann var um árabil í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði áður en hann var kosinn á Alþingi. Þrátt fyrir það á Orri von um að samstaða náist um rammaáætlunina eins og hún stendur. „Ég sýni því mikinn skilning en að sama skapi þá veit ég ekki betur en að meirihlutinn standi allur að þessari tillögu, já. Eins og með önnur stjórnarmál sem eru afgreidd í meirihluta,“ segir Orri Páll Jóhannsson. Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undirritaði ekki álit meirihluta nefndarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða, þar sem Héraðsvötn voru til að mynda færð úr verndarflokk í biðflokk, og sagðist hann ekki munu styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndarflokki. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, á einnig sæti í nefndinni en hann skrifaði undir álitið ólíkt Bjarna og stendur við tillöguna um flutning. „Úr vernd yfir í bið þýðir að það þarf að meta kostina aftur. Þarna eru undirliggjandi mjög rík náttúruverðmæti sem eru ekki horfin, en mjög skiptar skoðanir um hvort þessir kostir eigi að fara í verndarflokk, náttúruverðmætanna vegna.ׅ“ Hann segist hafa mikla trú á rammaáætluninni sem stjórntæki og ítrekar að flutningur þýði ekki að Héraðsvötn verði flutt í nýtingarflokk. „Endurmat, þetta þýðir ekki ávísun á það að hluteigandi virkjunarkostur verði nokkurn tímann að veruleika. En ég skil alveg afstöðu fólks sem hefur barist kannski árum saman og áratugum saman fyrir vernd ákveðinna svæða sem að finnst þetta vera afturför.“ Málefni Héraðsvatna standa til að mynda sérstaklega nærri samflokksmanni Orra, honum Bjarna, en hann var um árabil í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði áður en hann var kosinn á Alþingi. Þrátt fyrir það á Orri von um að samstaða náist um rammaáætlunina eins og hún stendur. „Ég sýni því mikinn skilning en að sama skapi þá veit ég ekki betur en að meirihlutinn standi allur að þessari tillögu, já. Eins og með önnur stjórnarmál sem eru afgreidd í meirihluta,“ segir Orri Páll Jóhannsson.
Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira