Ómetanlegar náttúruperlur fram á hengiflugið Finnur Ricart Andrason, Ingibjörg Eiríksdóttir, Kristín Amalía Atladóttir, Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Snæbjörn Guðmundsson og Sævar Þór Halldórsson skrifa 13. júní 2022 09:01 Náttúra Íslands verður fyrir afar þungu höggi, verði hugmyndir meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar að veruleika. Meirihluti nefndarinnar, þau Vilhjálmur Árnason, Orri Páll Jóhannsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen og Njáll Trausti Friðbertsson, hafa setið á tillögu umhverfisráðherra um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar mánuðum saman. Nú er komið upp á yfirborðið í hverju „sátt“ meirihlutans á að felast. Úr biðflokki í nýtingarflokk vilja þau færa Búrfellslund. Úr verndarflokki í biðflokk vilja þau færa virkjanir kenndar við Héraðsvötn í Skagafirði og Kjalölduveitu í efri Þjórsá. Þá vilja þau að bannað verði að friðlýsa vegna virkjanahugmynda í verndarflokki í Skjálfandafljóti, þar til annað verði ákveðið.Þetta eru allt virkjunarhugmyndir sem Landsvirkjun hefur illa getað sætt sig við að færu í verndarflokk. Austurgilsvirkjun í Ísafjarðardjúpi með stórgölluð gögn og málsmeðferð og hin mjög svo umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum eiga að sitja sem fastast í nýtingarflokki að áliti meirihlutans, þó allar seinni tíma rannsóknir hnígi að því að þær myndu skerða helming víðerna Drangajökulssvæðisins og séu algerlega óásættanlegar fyrir náttúruvernd dagsins í dag. Dynkur í Þjórsá myndi þurrkast upp ef af Kalölduveitu yrði.Pálína Axelsdóttir Njarðvík Úr nýtingarflokki í biðflokk vill sami meirihluti nú færa Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi og tvær virkjanir neðst í Þjórsá. Ólíklegt er að þær hefðu orðið ofarlega á framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar fyrr en í fjarlægri framtíð, ef nokkurn tímann. Þar að auki er engin leið að sjá rök fyrir því að færa tvær virkjanahugmyndir í neðri hluta Þjórsár úr nýtingarflokki í bið en ekki þá þriðju, Hvammsvirkjun, sem er langmesta ógnin við viðkvæmt lífríki fljótsins og nærsamfélagið. Meirihlutinn handvelur rök sem eiga að styðja breytingar á hverjum virkjanakosti fyrir sig en afneitar vísvitandi öllum vísindalegum og faglegum gögnum sem mæla fyrir verndarflokkun umræddra kosta. Engum getur dulist sá þaulskipulagði áróður fyrir frekari virkjanaframkvæmdum sem orkufyrirtækin hafa skipulagt undanfarna mánuði. Hann kristallast í rökum meirihlutans sem ber fyrir sig meintan skort á raforku fyrir orkuskipti, en það stenst engin rök hjá langmestu raforkuframleiðsluþjóð jarðar. Samtímis hunsar meirihlutinn öll rök umhverfisverndarsamtaka og annarra um verndun óraskaðra vatnasviða og óbyggðra víðerna sem fágæt eru á heimsvísu og Íslendingum ber að standa vörð um. Virkjanahugmyndir við Héraðsvötn og Skjálfandafljót auk Kjalölduveitu eru allar í jaðri mikilvægra víðernasvæða hálendisins og myndu skerða ómetanleg náttúrugæði á óafturkræfan hátt um alla framtíð. Jökulárnar í Skagafirði með sína einstöku náttúru eru aftur undir og fossar Skjálfandafljóts fá ekki þann frið sem þeir sannarlega eiga skilið. Áratugalöng barátta náttúruunnenda fyrir varanlegri sátt um vernd hinna helgu Þjórsárvera og farvegar Þjórsár þar sem finna má fjóra af mestu fossum landsins, er að engu gerð. Samtímis afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar á rammaáætlun hleypir nefndin í gegn frumvarpi um stækkun virkjana neðan Þórisvatns, sem er sakleysislegt á yfirborðinu, en er hins vegar sérsniðið að þörfum Landsvirkjunar fyrir aukna orkuvinnslu eftir að Kjalölduveita yrði að veruleika. Hér ber allt að sama brunni. Óljósar hugmyndir meirihlutans um að rammaáætlun sé aðeins fyrsta skref af mörgum í umfjöllun um virkjanakosti og margir aðrir varnaglar séu til staðar er fyrirsláttur. Á milli biðflokks og nýtingar er aðeins eitt pennastrik sem Alþingi getur auðveldlega klárað hvenær sem hentar síðar meir, og þá mun Landsvirkjun hafa úr fjölda virkjanakosta að ráða á mörgum viðkvæmustu og dýrmætustu náttúrusvæðum Íslands. Afgreiðsla núverandi meirihluta yrði óhagganlegt fordæmi fyrir pólitísk hrossakaup í rammaáætlun síðar. Samkvæmt lögum um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun) á flokkun í nýtingarflokk vissulega ekki að vera ávísun beint á framkvæmdir, heldur heimild til að skoða kost frekar. Sú er því miður þó alls ekki raunin: Veikleiki laga um umhverfismat annars vegar og vald sveitarstjórna á grundvelli skipulagslaga hins vegar gera það að verkum að fátt stöðvar framkvæmd, sama hversu slæma einkunn hún kann að fá í faglegu mati, standi vilji stjórnvalda til annars. Fyrir þessar sakir er enn veigameira en ella að þingmenn Alþingis hugsi til enda hvað flokkun í nýtingarflokk merkir og að færa viðkvæm svæði úr verndarflokki. Sú faglega sátt sem rammaáætlun var ætlað að skapa er endanlega rofin, verði þetta niðurstaða Alþingis. Með áliti meirihlutans fær Landsvirkjun óskir sínar um næga álitlega virkjanakosti loks uppfylltar, til að svara úreltri framtíðarsýn virkjunaraflanna. Á meðan eru raddir náttúruverndar hunsaðar með öllu og ekkert skilið eftir fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Með afgreiðslu af þessu tagi verður hörð barátta náttúruverndarfólks færð aftur um áratugi í boði ríkisstjórnarmeirihlutans og varnir náttúruverndarinnar endanlega brotnar á bak aftur. Á viðsjárverðum tímum náttúruvár og sífellt harðari ágangs mannkyns á ósnortna náttúru er afgreiðsla meirihlutans í hrópandi ósamræmi við samtímann, meira að segja við stefnu Orkustofnunar. Ábyrgð stjórnvalda gagnvart náttúru Íslands er óskoruð og þessi afgreiðsla á rammaáætlun yrði hörmulegt skref í öfuga átt. Náttúruverndarfólk krefst þess að rammaáætlun verði ekki afgreidd með þessum pólitísku hrossakaupum nú rétt fyrir þinglok heldur verði afgreiðslu frestað og málið aftur tekið fyrir í haust með fagmennsku og raunverulega virðingu fyrir náttúru landsins að leiðarljósi. Finnur Ricart Andrason, Ungir umhverfissinnar Ingibjörg Eiríksdóttir, Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi Kristín Amalía Atladóttir, Náttúruverndarsamtök Austurlands Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Vinir Þjórsárvera og Ungsól Snæbjörn Guðmundsson, Náttúrugrið Sævar Þór Halldórsson, SUNN – Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Finnur Ricart Andrason Snæbjörn Guðmundsson Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands verður fyrir afar þungu höggi, verði hugmyndir meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar að veruleika. Meirihluti nefndarinnar, þau Vilhjálmur Árnason, Orri Páll Jóhannsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen og Njáll Trausti Friðbertsson, hafa setið á tillögu umhverfisráðherra um afgreiðslu 3. áfanga rammaáætlunar mánuðum saman. Nú er komið upp á yfirborðið í hverju „sátt“ meirihlutans á að felast. Úr biðflokki í nýtingarflokk vilja þau færa Búrfellslund. Úr verndarflokki í biðflokk vilja þau færa virkjanir kenndar við Héraðsvötn í Skagafirði og Kjalölduveitu í efri Þjórsá. Þá vilja þau að bannað verði að friðlýsa vegna virkjanahugmynda í verndarflokki í Skjálfandafljóti, þar til annað verði ákveðið.Þetta eru allt virkjunarhugmyndir sem Landsvirkjun hefur illa getað sætt sig við að færu í verndarflokk. Austurgilsvirkjun í Ísafjarðardjúpi með stórgölluð gögn og málsmeðferð og hin mjög svo umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum eiga að sitja sem fastast í nýtingarflokki að áliti meirihlutans, þó allar seinni tíma rannsóknir hnígi að því að þær myndu skerða helming víðerna Drangajökulssvæðisins og séu algerlega óásættanlegar fyrir náttúruvernd dagsins í dag. Dynkur í Þjórsá myndi þurrkast upp ef af Kalölduveitu yrði.Pálína Axelsdóttir Njarðvík Úr nýtingarflokki í biðflokk vill sami meirihluti nú færa Skrokkölduvirkjun á Sprengisandi og tvær virkjanir neðst í Þjórsá. Ólíklegt er að þær hefðu orðið ofarlega á framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar fyrr en í fjarlægri framtíð, ef nokkurn tímann. Þar að auki er engin leið að sjá rök fyrir því að færa tvær virkjanahugmyndir í neðri hluta Þjórsár úr nýtingarflokki í bið en ekki þá þriðju, Hvammsvirkjun, sem er langmesta ógnin við viðkvæmt lífríki fljótsins og nærsamfélagið. Meirihlutinn handvelur rök sem eiga að styðja breytingar á hverjum virkjanakosti fyrir sig en afneitar vísvitandi öllum vísindalegum og faglegum gögnum sem mæla fyrir verndarflokkun umræddra kosta. Engum getur dulist sá þaulskipulagði áróður fyrir frekari virkjanaframkvæmdum sem orkufyrirtækin hafa skipulagt undanfarna mánuði. Hann kristallast í rökum meirihlutans sem ber fyrir sig meintan skort á raforku fyrir orkuskipti, en það stenst engin rök hjá langmestu raforkuframleiðsluþjóð jarðar. Samtímis hunsar meirihlutinn öll rök umhverfisverndarsamtaka og annarra um verndun óraskaðra vatnasviða og óbyggðra víðerna sem fágæt eru á heimsvísu og Íslendingum ber að standa vörð um. Virkjanahugmyndir við Héraðsvötn og Skjálfandafljót auk Kjalölduveitu eru allar í jaðri mikilvægra víðernasvæða hálendisins og myndu skerða ómetanleg náttúrugæði á óafturkræfan hátt um alla framtíð. Jökulárnar í Skagafirði með sína einstöku náttúru eru aftur undir og fossar Skjálfandafljóts fá ekki þann frið sem þeir sannarlega eiga skilið. Áratugalöng barátta náttúruunnenda fyrir varanlegri sátt um vernd hinna helgu Þjórsárvera og farvegar Þjórsár þar sem finna má fjóra af mestu fossum landsins, er að engu gerð. Samtímis afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar á rammaáætlun hleypir nefndin í gegn frumvarpi um stækkun virkjana neðan Þórisvatns, sem er sakleysislegt á yfirborðinu, en er hins vegar sérsniðið að þörfum Landsvirkjunar fyrir aukna orkuvinnslu eftir að Kjalölduveita yrði að veruleika. Hér ber allt að sama brunni. Óljósar hugmyndir meirihlutans um að rammaáætlun sé aðeins fyrsta skref af mörgum í umfjöllun um virkjanakosti og margir aðrir varnaglar séu til staðar er fyrirsláttur. Á milli biðflokks og nýtingar er aðeins eitt pennastrik sem Alþingi getur auðveldlega klárað hvenær sem hentar síðar meir, og þá mun Landsvirkjun hafa úr fjölda virkjanakosta að ráða á mörgum viðkvæmustu og dýrmætustu náttúrusvæðum Íslands. Afgreiðsla núverandi meirihluta yrði óhagganlegt fordæmi fyrir pólitísk hrossakaup í rammaáætlun síðar. Samkvæmt lögum um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun) á flokkun í nýtingarflokk vissulega ekki að vera ávísun beint á framkvæmdir, heldur heimild til að skoða kost frekar. Sú er því miður þó alls ekki raunin: Veikleiki laga um umhverfismat annars vegar og vald sveitarstjórna á grundvelli skipulagslaga hins vegar gera það að verkum að fátt stöðvar framkvæmd, sama hversu slæma einkunn hún kann að fá í faglegu mati, standi vilji stjórnvalda til annars. Fyrir þessar sakir er enn veigameira en ella að þingmenn Alþingis hugsi til enda hvað flokkun í nýtingarflokk merkir og að færa viðkvæm svæði úr verndarflokki. Sú faglega sátt sem rammaáætlun var ætlað að skapa er endanlega rofin, verði þetta niðurstaða Alþingis. Með áliti meirihlutans fær Landsvirkjun óskir sínar um næga álitlega virkjanakosti loks uppfylltar, til að svara úreltri framtíðarsýn virkjunaraflanna. Á meðan eru raddir náttúruverndar hunsaðar með öllu og ekkert skilið eftir fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Með afgreiðslu af þessu tagi verður hörð barátta náttúruverndarfólks færð aftur um áratugi í boði ríkisstjórnarmeirihlutans og varnir náttúruverndarinnar endanlega brotnar á bak aftur. Á viðsjárverðum tímum náttúruvár og sífellt harðari ágangs mannkyns á ósnortna náttúru er afgreiðsla meirihlutans í hrópandi ósamræmi við samtímann, meira að segja við stefnu Orkustofnunar. Ábyrgð stjórnvalda gagnvart náttúru Íslands er óskoruð og þessi afgreiðsla á rammaáætlun yrði hörmulegt skref í öfuga átt. Náttúruverndarfólk krefst þess að rammaáætlun verði ekki afgreidd með þessum pólitísku hrossakaupum nú rétt fyrir þinglok heldur verði afgreiðslu frestað og málið aftur tekið fyrir í haust með fagmennsku og raunverulega virðingu fyrir náttúru landsins að leiðarljósi. Finnur Ricart Andrason, Ungir umhverfissinnar Ingibjörg Eiríksdóttir, Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi Kristín Amalía Atladóttir, Náttúruverndarsamtök Austurlands Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Vinir Þjórsárvera og Ungsól Snæbjörn Guðmundsson, Náttúrugrið Sævar Þór Halldórsson, SUNN – Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun