Evrópudeild karla í handbolta

Fréttamynd

Magnús Óli: Erfitt að mæta þessum varnarmönnum

Valur tapaði fyrir Göppingen 29-36. Magnús Óli Magnússon var markahæstur í liði Vals með átta mörk. Magnús var svekktur með úrslitin en útilokaði ekki endurkomu í seinni leiknum milli liðanna í Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Nexe með for­ystu eftir fyrri leikinn í upp­gjöri mögu­legra mót­herja Vals

Króatíska liðið RK Nexe vann nokkuð öruggan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti úkraínska liðið HC Motor Zaporizhzhia í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 23-27. Nexe er því með góða forystu fyrir heimaleikinn, en liðið sem vinnur þetta einvígi mætir annað hvort Val eða Göppingen í átta liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Mun þyngri, stærri og sterkari leikmenn

Valsmenn ætla sér stór hluti gegn þýska úrvalsdeildarliðinu Göppinghen í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum í Evrópudeildinni. Leikurinn fer fram á Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast síðan aftur eftir viku ytra og með hagstæðum úrslitum á heimavelli er allt hægt.

Handbolti
Fréttamynd

„Með góðri frammi­stöðu er allt mögu­legt“

„Ég held að við munum koma til með að bjóða upp á sambærilega stemningu og í undanförnum leikjum. Ég hvet fólk því eindregið til að mæta,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, en hann og liðsfélagar hans mæta þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta á morgun, þriðjudag.

Handbolti
Fréttamynd

Hópferð á leik Vals í Göppingen – „gætu verið að skrifa söguna“

„Þetta er stórt móment, ekki bara fyrir Valsmenn heldur íslenskan handbolta. Þetta eru stjörnur framtíðarinnar, okkar næstu landsliðsmenn sem spila og eiga virkilega möguleika á að komast áfram,“ segir Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport um leik Vals við Göppingen í 16 liða úrslitum í Evrópudeild handbolta.

Samstarf
Fréttamynd

Rekinn eftir tapið stóra í Reykjavík

Forráðamenn franska félagsins PAUC, sem Kristján Örn Kristjánsson leikur með, hafa ákveðið að losa sig við þjálfarann Thierry Anti. Tapið stóra gegn Valsmönnum á Hlíðarenda hafði sitt að segja.

Handbolti
Fréttamynd

Hverjir eru mótherjar Vals? Sexfaldir Evrópumeistarar í lægð

Eftir tveggja marka sigur Vals gegn Svíþjóðarmeisturum Ystad í gær hafnaði liðið í þriðja sæti B-riðils Evrópudeildarinnar í handbolta. Valsmenn eru því á leið í 16-liða úrslit keppninnar þar sem liðið mætir Göppingen frá Þýskalandi, en hvaða lið er Göppingen?

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn skoraði þrettán í öruggum Evrópusigri

Óðinn Þór Ríkharðsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir svissneska liðið Kadetten Schaffhausen, en hornamaðurinn skoraði þrettán mörk er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Presov í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 38-30.

Handbolti
Fréttamynd

„Hann er bara kaup ársins“

Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn hafa hafnað því að ganga til liðs við Val síðasta sumar áður en hann hreppti Berg Elí Rúnarsson sem reynst hefur vel á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda.

Handbolti
Fréttamynd

Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins

Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Ótrúlegt mark Óðins vekur athygli

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti leikmaður Kadetten Schaffhausen frá Sviss sem tryggði farseðil sinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með eins marks útisigri á Benfica í Lissabon í gærkvöld. Eitt marka hans vakti sérstaka athygli og ekki að ástæðulausu.

Handbolti
Fréttamynd

„Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“

Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu.

Sport
Fréttamynd

„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Handbolti