Sjö íslenskir sigrar í Evrópudeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. nóvember 2023 21:37 Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantesunnu góðan sigur í Evrópudeildinni í kvöld. HBC Nantes Alls fóru fram 16 leikir í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld og voru Íslendingar í eldlínunni í sjö þeirra. Í öllum sjö leikjunum unnust íslenskir sigrar. Stiven Tobar Valencia var eini Íslendingurinn sem ekki fagnaði sigri, en hann og félagar hans í Benfica máttu þola níu marka tap gegn Ými Erni Gíslasyni, Arnóri Snæ Óskarssyni og félögum þeirra í Rhein-Neckar Löwen í A-riðli, 39-30. Arnór og Stiven skoruðu tvö mörk hvor, en Ýmir komst ekki á blað. Í sama riðli vann Nantes góðan fjögurra marka sigur gegn Kristianstad, 31-27. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í markinu og varði tíu skot, en Nantes situr nú í öðru sæti riðilsins með sex stig, tveimur stigum minna en topplið Rhein-Neckar Löwen og fjórum stigum meira en Benfica sem situr í þriðja sæti. Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk fyrir Sporting CP er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Tatabanya í H-riðli, 36-28. Orri og félagar sitja í öðru sæti riðilsins með fjögur stig, þremur stigum á eftir toppliði CSM Constanta. Í E-riðli voru einnig tvö Íslendingalið í eldlínunni þar sem Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk í tíu marka sigri Kadetten Schaffhausen gegn Lovcen 36-26 og Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg er liðið lagði Elverum, 38-35. Flensburg trónir á toppi riðilsins með átta stig, en Kadetten situr í öðru sæti með sex. Spieltag in der @ehfel_official 🤾_______📍@campushalle_flensburg🆚 @elverumhandball 📅 21.11.2023⏰ 20:45 Uhr📺 live bei Dyn & DAZN📝 Den Vorbericht findet Ihr auf unserer Homepage🎟 Tickets sind noch verfügbar #sgpower💙❤#OhneGrenzen #ehfel 📸 @nordlyset72 pic.twitter.com/FqPUtSbzHV— SG Flensburg-Handewitt (@SGFleHa) November 21, 2023 Þá eru Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof enn með fullt hús stiga í C-riðli eftir þriggja marka útisigur gegn Pfadi Winterthur, 29-32, og Heiðmar Felixson, aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf, stýrði liðinu til sigurs gegn AEK Athens í B-riðli í fjarveru Christian Prokop, aðalþjálfara, 29-34. Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Sjá meira
Stiven Tobar Valencia var eini Íslendingurinn sem ekki fagnaði sigri, en hann og félagar hans í Benfica máttu þola níu marka tap gegn Ými Erni Gíslasyni, Arnóri Snæ Óskarssyni og félögum þeirra í Rhein-Neckar Löwen í A-riðli, 39-30. Arnór og Stiven skoruðu tvö mörk hvor, en Ýmir komst ekki á blað. Í sama riðli vann Nantes góðan fjögurra marka sigur gegn Kristianstad, 31-27. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í markinu og varði tíu skot, en Nantes situr nú í öðru sæti riðilsins með sex stig, tveimur stigum minna en topplið Rhein-Neckar Löwen og fjórum stigum meira en Benfica sem situr í þriðja sæti. Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk fyrir Sporting CP er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Tatabanya í H-riðli, 36-28. Orri og félagar sitja í öðru sæti riðilsins með fjögur stig, þremur stigum á eftir toppliði CSM Constanta. Í E-riðli voru einnig tvö Íslendingalið í eldlínunni þar sem Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk í tíu marka sigri Kadetten Schaffhausen gegn Lovcen 36-26 og Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg er liðið lagði Elverum, 38-35. Flensburg trónir á toppi riðilsins með átta stig, en Kadetten situr í öðru sæti með sex. Spieltag in der @ehfel_official 🤾_______📍@campushalle_flensburg🆚 @elverumhandball 📅 21.11.2023⏰ 20:45 Uhr📺 live bei Dyn & DAZN📝 Den Vorbericht findet Ihr auf unserer Homepage🎟 Tickets sind noch verfügbar #sgpower💙❤#OhneGrenzen #ehfel 📸 @nordlyset72 pic.twitter.com/FqPUtSbzHV— SG Flensburg-Handewitt (@SGFleHa) November 21, 2023 Þá eru Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof enn með fullt hús stiga í C-riðli eftir þriggja marka útisigur gegn Pfadi Winterthur, 29-32, og Heiðmar Felixson, aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf, stýrði liðinu til sigurs gegn AEK Athens í B-riðli í fjarveru Christian Prokop, aðalþjálfara, 29-34.
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Sjá meira